Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið erfidrykkja og hvaða erfi er verið að drekka?

Guðrún Kvaran

Orðið erfi er gamalt í málinu og er notað um samkomu sem efnt er til í því skyni að minnast, oftast að heiðra minningu, látins manns. Annað orð um sama er erfisdrykkja. Í Laxdæla sögu er sagt frá láti Höskulds Dala-Kollssonar (ÍFV:73). Þar stendur (stafsetningu breytt):

Synir hans láta verpa haug virðulegan eftir hann. Lítið var fé borið í haug hjá honum. En er því var lokið, þá taka þeir bræður tal um það, að þeir muni efna til erfis eftir föður sinn, því að það var þá tíska í það mund.

Málverk af fólki í erfidrykkju. Myndin er úr málverkasafni norska málarans Adolph Tidemand.

Náskyld orðinu erfi eru orðin arfur og arfi ‘erfingi’. Yfirleitt féll það í hlut nánustu erfingja að efna til erfis og gerir enn ef aðstæður leyfa.

Heimildir:
  • ÍFV = Laxdæla saga. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Íslenzk fornrit. V. bindi. Hið íslenzka fornritafélag: Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.12.2017

Spyrjandi

Thelma Hrund Hilmarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið erfidrykkja og hvaða erfi er verið að drekka?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2017. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74404.

Guðrún Kvaran. (2017, 20. desember). Hvaðan kemur orðið erfidrykkja og hvaða erfi er verið að drekka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74404

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið erfidrykkja og hvaða erfi er verið að drekka?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2017. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74404>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið erfidrykkja og hvaða erfi er verið að drekka?
Orðið erfi er gamalt í málinu og er notað um samkomu sem efnt er til í því skyni að minnast, oftast að heiðra minningu, látins manns. Annað orð um sama er erfisdrykkja. Í Laxdæla sögu er sagt frá láti Höskulds Dala-Kollssonar (ÍFV:73). Þar stendur (stafsetningu breytt):

Synir hans láta verpa haug virðulegan eftir hann. Lítið var fé borið í haug hjá honum. En er því var lokið, þá taka þeir bræður tal um það, að þeir muni efna til erfis eftir föður sinn, því að það var þá tíska í það mund.

Málverk af fólki í erfidrykkju. Myndin er úr málverkasafni norska málarans Adolph Tidemand.

Náskyld orðinu erfi eru orðin arfur og arfi ‘erfingi’. Yfirleitt féll það í hlut nánustu erfingja að efna til erfis og gerir enn ef aðstæður leyfa.

Heimildir:
  • ÍFV = Laxdæla saga. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Íslenzk fornrit. V. bindi. Hið íslenzka fornritafélag: Reykjavík.

Mynd:...