Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðið "Landmenn", sbr. Landmannalaugar, Landmannaleið? Landmenn reka á Landmannaafrétt, afréttinn þeirra og lauga sig í laugunum sínum. Er þetta danskt tökuorð sbr. landmand/landmænd=bóndi/bændur? Ættum við kannski að tala um "Bændalaugar"?

Í Íslenskri orðabók (2002:859) sést að orðið landmaður hefur tvær merkingar: 1. maður sem starfar í landi (ekki á sjó), býr í landi (ekki í eyju); 2. maður sem vinnur að afla (útgerðarstörfum) í landi. Innan flettunnar er einnig nefnt orðið Landmaður. Tekið er fram að um sérnafn sé að ræða og merkingin sögð ‘maður úr Landsveit í Rangárvallasýslu’.

Landmenn í Rangárþingi ytra eru kenndir við Land eða Landsveit. Sama gildir um örnefnið Landmannalaugar sem sjást á myndinni.

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal, sem kom út á árunum 1920–1924, eru allar þessar merkingar gefnar, meðal annars „is[ær]. i pl. Beboer(e) af Egnen Land i Rangárvallasýsla“ (bls. 471). Landmenn í Rangárþingi ytra eru því kenndir við Land eða Landsveit. Sama gildir einnig um örnefnin Landmannaafrétt, Landmannahelli, Landmannalaugar og Landmannaleið. Þau eru nefnd eftir íbúum Lands (Landsveitar).

Heimildir:

  • Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Gutenberg, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.2.2018

Spyrjandi

Magnús Hrafn Jóhannsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2018, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74458.

Guðrún Kvaran. (2018, 13. febrúar). Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74458

Guðrún Kvaran. „Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2018. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74458>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðið "Landmenn", sbr. Landmannalaugar, Landmannaleið? Landmenn reka á Landmannaafrétt, afréttinn þeirra og lauga sig í laugunum sínum. Er þetta danskt tökuorð sbr. landmand/landmænd=bóndi/bændur? Ættum við kannski að tala um "Bændalaugar"?

Í Íslenskri orðabók (2002:859) sést að orðið landmaður hefur tvær merkingar: 1. maður sem starfar í landi (ekki á sjó), býr í landi (ekki í eyju); 2. maður sem vinnur að afla (útgerðarstörfum) í landi. Innan flettunnar er einnig nefnt orðið Landmaður. Tekið er fram að um sérnafn sé að ræða og merkingin sögð ‘maður úr Landsveit í Rangárvallasýslu’.

Landmenn í Rangárþingi ytra eru kenndir við Land eða Landsveit. Sama gildir um örnefnið Landmannalaugar sem sjást á myndinni.

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal, sem kom út á árunum 1920–1924, eru allar þessar merkingar gefnar, meðal annars „is[ær]. i pl. Beboer(e) af Egnen Land i Rangárvallasýsla“ (bls. 471). Landmenn í Rangárþingi ytra eru því kenndir við Land eða Landsveit. Sama gildir einnig um örnefnin Landmannaafrétt, Landmannahelli, Landmannalaugar og Landmannaleið. Þau eru nefnd eftir íbúum Lands (Landsveitar).

Heimildir:

  • Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Gutenberg, Reykjavík.

Mynd:

...