Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja:

„Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“

„Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“

Með fyrirfram þakklæti fyrir að fá leiðbeiningar um þessi orðatiltæki sem oft þarf að nota.

Í Íslenskri orðabók (2002:23) er undir flettunni aldur sambandið deyja fyrir aldur fram en ekki nefnt ... um aldur fram og er þess að vænta að ritstjórnin hafi valið það sem hún taldi rétt mál.

Díana prinsessa af Wales lést fyrir aldur fram árið 2007 aðeins 36 ára að aldri.

Jón G. Friðjónsson málfræðingur skrifaði um þetta samband í pistli um íslenskt mál 2006 (málfræði.is):

Orðasambandið deyja fyrir aldur fram (‘of snemma, fyrr en vænta mátti’) er af sama toga en í nútímamáli gætir þess nokkuð að það sé notað í myndinni um aldur fram, t.d. deyja langt um aldur fram (12.11.06). Hér gætir ugglaust áhrifa frá merkingu orðasambandsins um of, sbr. e-ð er (einum) um of. Sömu tilhneigingar gætir reyndar einnig í orðasambandinu rasa fyrir ráð fram en af því er einnig kunnugt afbrigðið rasa um ráð fram. Hvorug myndanna deyja um aldur framrasa um ráð fram styðst við uppruna.

Jón hefur lengi kannað notkun forsetninga og atviksorða og tek ég undir svar hans.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.5.2018

Spyrjandi

Svavar Stefánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2018, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74470.

Guðrún Kvaran. (2018, 3. maí). Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74470

Guðrún Kvaran. „Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2018. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74470>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja:

„Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“

„Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“

Með fyrirfram þakklæti fyrir að fá leiðbeiningar um þessi orðatiltæki sem oft þarf að nota.

Í Íslenskri orðabók (2002:23) er undir flettunni aldur sambandið deyja fyrir aldur fram en ekki nefnt ... um aldur fram og er þess að vænta að ritstjórnin hafi valið það sem hún taldi rétt mál.

Díana prinsessa af Wales lést fyrir aldur fram árið 2007 aðeins 36 ára að aldri.

Jón G. Friðjónsson málfræðingur skrifaði um þetta samband í pistli um íslenskt mál 2006 (málfræði.is):

Orðasambandið deyja fyrir aldur fram (‘of snemma, fyrr en vænta mátti’) er af sama toga en í nútímamáli gætir þess nokkuð að það sé notað í myndinni um aldur fram, t.d. deyja langt um aldur fram (12.11.06). Hér gætir ugglaust áhrifa frá merkingu orðasambandsins um of, sbr. e-ð er (einum) um of. Sömu tilhneigingar gætir reyndar einnig í orðasambandinu rasa fyrir ráð fram en af því er einnig kunnugt afbrigðið rasa um ráð fram. Hvorug myndanna deyja um aldur framrasa um ráð fram styðst við uppruna.

Jón hefur lengi kannað notkun forsetninga og atviksorða og tek ég undir svar hans.

Heimild og mynd:

...