Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er réttara að segja „Þau slitu samvistum...“ eða „Þau slitu samvistir ...“?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Takk fyrir margvíslegan fróðleik á þessum vef. Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja:

A. „Þau slitu samvistum árið...“

B. „Þau slitu samvistir árið...“

Með fyrirfram þakklæti fyrir að fá leiðbeiningar um þessi orðatiltæki sem oft þarf að nota.

Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:1242) eru bæði samböndin slíta samvistir og slíta samvistum gefin án athugasemda. Í Málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er tekið undir þetta en þar stendur:
Sögnin slíta stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli. Sé um það að ræða að slíta eitthvað í sundur, band, snúru, taug, stýrir sögnin þolfalli: Hann sleit bandið (í sundur). Ef hins vegar á að stöðva eða ljúka einhverju stýrir sögnin þágufalli: Hún sleit fundi, viðræðum, þingi, sambandinu, trúlofuninni. Orðið samvistir er sér á báti því að bæði virðist vera hægt að slíta samvistir (þf.) sem og samvistum (þg.).

Litlu er við þetta að bæta en sjálf nota ég þolfallið (slíta samvistir).

Þetta par er ekki lengur saman heldur hefur slitið samvistum eða slitið samvistir.

Í fornu máli er til sambandið skilja samvistu (þf.et.) og samvistur (þf.ft.) og er samvista þá kvenkynsorð sem beygist eftir veikri beygingu. Í Vatnsdæla sögu (47. kafla) stendur til dæmis:

Eg vil yður kunnigt gera að eg hefi fengið sjúkdóm nokkurn og þykkir mér líklegt að hann muni skilja várar samvistur (stafsetningu breytt).

Og í Laxdælu segir Gestur Oddleifsson við Þórð lága son sinn (66. kafla):

Svá segir mér hugur um að þessi sótt muni skilja vára samvistu.

Þótt hér sé ekki um hjónaband að ræða er hugsunin hin sama, að rjúfa náin tengsl. Ef til vill hefur þetta forna samband, sem víða kemur fyrir, haft áhrif á að þolfall er notað í slíta samvistir.

Heimildir og mynd:

  • Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Laxdæla saga. 1934. Íslenzk fornrit. V. bindi. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Vatnsdæla saga. 1939. Íslenzk fornrit. VIII. bindi. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Mynd: When Divorce or Separation Turns Ugly - Hey Sigmund - Karen Young. (Sótt 11. 9. 2017).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.2.2018

Spyrjandi

Svavar Stefánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að segja „Þau slitu samvistum...“ eða „Þau slitu samvistir ...“?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74274.

Guðrún Kvaran. (2018, 6. febrúar). Hvort er réttara að segja „Þau slitu samvistum...“ eða „Þau slitu samvistir ...“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74274

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að segja „Þau slitu samvistum...“ eða „Þau slitu samvistir ...“?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74274>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttara að segja „Þau slitu samvistum...“ eða „Þau slitu samvistir ...“?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Takk fyrir margvíslegan fróðleik á þessum vef. Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja:

A. „Þau slitu samvistum árið...“

B. „Þau slitu samvistir árið...“

Með fyrirfram þakklæti fyrir að fá leiðbeiningar um þessi orðatiltæki sem oft þarf að nota.

Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:1242) eru bæði samböndin slíta samvistir og slíta samvistum gefin án athugasemda. Í Málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er tekið undir þetta en þar stendur:
Sögnin slíta stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli. Sé um það að ræða að slíta eitthvað í sundur, band, snúru, taug, stýrir sögnin þolfalli: Hann sleit bandið (í sundur). Ef hins vegar á að stöðva eða ljúka einhverju stýrir sögnin þágufalli: Hún sleit fundi, viðræðum, þingi, sambandinu, trúlofuninni. Orðið samvistir er sér á báti því að bæði virðist vera hægt að slíta samvistir (þf.) sem og samvistum (þg.).

Litlu er við þetta að bæta en sjálf nota ég þolfallið (slíta samvistir).

Þetta par er ekki lengur saman heldur hefur slitið samvistum eða slitið samvistir.

Í fornu máli er til sambandið skilja samvistu (þf.et.) og samvistur (þf.ft.) og er samvista þá kvenkynsorð sem beygist eftir veikri beygingu. Í Vatnsdæla sögu (47. kafla) stendur til dæmis:

Eg vil yður kunnigt gera að eg hefi fengið sjúkdóm nokkurn og þykkir mér líklegt að hann muni skilja várar samvistur (stafsetningu breytt).

Og í Laxdælu segir Gestur Oddleifsson við Þórð lága son sinn (66. kafla):

Svá segir mér hugur um að þessi sótt muni skilja vára samvistu.

Þótt hér sé ekki um hjónaband að ræða er hugsunin hin sama, að rjúfa náin tengsl. Ef til vill hefur þetta forna samband, sem víða kemur fyrir, haft áhrif á að þolfall er notað í slíta samvistir.

Heimildir og mynd:

  • Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Laxdæla saga. 1934. Íslenzk fornrit. V. bindi. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Vatnsdæla saga. 1939. Íslenzk fornrit. VIII. bindi. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Mynd: When Divorce or Separation Turns Ugly - Hey Sigmund - Karen Young. (Sótt 11. 9. 2017).
    • ...