Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Gat fólk skilið í gamla daga?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá?

Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sigfússyni á Grjótá í Fljótshlíð sem varð svo starsýnt á 14 ára gamla stúlku í veislu að hann skildi umsvifalaust við konu sína. Annars staðar reynist þurfa skilnaðarsök til að hægt væri að skilja við maka sinn. Í Laxdæla sögu skilur Guðrún Ósvífursdóttir við mann sinn af því að hann gekk í kvenmannsskyrtu, sem hún hafði raunar gert honum og gabbað hann til að klæðast. Sá maður sem hún vildi giftast, Þórður Ingunnarson, skildi svo við konu sína af því að hún gekk í karlmannsbuxum. En allar þessar sögur eru skráðar meira en tveimur öldum eftir að þjóðin varð kristin og óvíst hvað þær eru reistar á mikilli þekkingu á heiðnu samfélagi.

Ótraustar og mótsagnakenndar heimildir eru um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í kristni varð það meginregla að hjónabönd væru óuppsegjanleg.

Í kristni varð það meginregla að hjónabönd væru óuppsegjanleg. Í elstu löggjöf Íslendinga um þessi efni, lögbókinni Grágás sem er safn misgamalla laga, skráð á 13. öld, voru gerðar nokkrar undantekningar frá þessari reglu. Ef kom í ljós að hjón hefðu ekki mátt giftast, vegna skyldleika eða mægða, voru þau skyldug til að skilja. Samkvæmt almennum evrópskum kirkjurétti hafði ekki myndast raunverulegt hjónaband þótt slíkt par væri gefið saman. Þá máttu hjón skilja ef þau særðu hvort annað meiri háttar sárum eða ef karlmaður vildi flytja konu sína nauðuga úr landi. Þá mátti kona krefjast skilnaðar ef bóndinn kom ekki í rekkju hennar þrjú ár samfleytt. Annars staðar kemur fram að biskup gat leyft skilnað í fleiri tilvikum. Erkibiskup í Niðarósi í Noregi var yfirmaður íslensku kirkjunnar, og er til bréf hans um þetta efni til íslensku biskupanna. Þar leggur hann fyrir þá að leyfa skilnað af vissum orsökum, til dæmis ef eiginmaður reyndist annar maður en hann þættist vera. Stundum er jafnvel sagt frá einstökum málum eins og ástleysi sé gild skilnaðarsök. Um Þórð Sturluson, gildan höfðingja á Vesturlandi á Sturlungaöld, segir í Sturlunga sögu: „Þórður bar eigi auðnu til að fella þvílíka ást til Helgu sem vera átti og kom því svo að skilnaður þeirra var ger.“ Við vitum auðvitað ekki hvað hafði gerst í sambúð þeirra sem fékk biskup til að leyfa Þórði skilnað, en það hlýtur biskup að hafa gert því að Þórður átti eftir að giftast annarri konu.

Í Grágás er ekkert ákvæði um að framhjáhald sé skilnaðarsök, en það kemur inn skömmu eftir lok þjóðveldis, í Kristinrétti sem er kenndur við Árna Þorláksson Skálholtsbiskup og gekk í gildi 1275. Þar segir:

Nú er hjúskapur karlmanns og konu lögligt samband, og má þetta samband engi maður skilja … nema annað hvort þeirra gefi sig í klaustur áður en þau hafi samt [saman] komið að líkamslosta. … En síðan sem þau komu samt að líkamslosta skill þau engi hlutur nema hórdómur …

Þessi regla mun hafa gilt í meginatriðum fram á 19. öld nema hvað valdið til að leyfa eða banna skilnaði færðist frá biskupum yfir til veraldlegra embættismanna konungs eftir siðaskipti til lútherstrúar. Hjónaskilnaðir voru einkum leyfðir ef annað hvort hjóna hafði verið staðið að framhjáhaldi og hitt kaus að losna úr hjónabandinu fremur en að fyrirgefa maka sínum opinberlega. Þá var meginreglan sú að aðeins það hjóna sem var saklaust mætti ganga í hjónaband með öðrum. Þannig fengu til dæmis hjónin Ólafur Ásmundsson og Rósa Guðmundsdóttir (skáldkonan Vatnsenda-Rósa) skilnaðarleyfi árið 1837, og aðeins honum var leyft að ganga í hjónaband aftur. Er því sýnilegt að skilnaðurinn hefur verið rakinn til hjúskaparbrots hennar, enda er það alþekkt í munnmælum.

Tóftir bæjarins Sjöundá á Rauðasandi. Í upphafi 19. aldar bjuggu á Sjöundá annars vegar hjónin Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og hins vegar hjónin Steinunn Sveinsdóttir og Jón Þorgrímsson. Steinunn og Bjarni tóku að draga sig saman og þegar makar þeirra létust snögglega með stuttu millibili féll grunur á Steinunni og Bjarna. Þau játuðu seinna að hafa orðið Jóni og Guðrúnu að bana og voru dæmd til dauða.

Þegar þetta gerðist hafði raunar verið rýmkað verulega um skilnaðarrétt. Árið 1824 voru sett í Danaveldi, þar með töldu Íslandi, lög sem heimiluðu skilnað ef hjón fóru bæði fram á það. 97 árum síðar, árið 1921, var fyrst leitt í lög að annað hjóna gæti knúið fram skilnað þótt hitt vildi það ekki. Skilnaðir voru þó enn fátíðir miðað við það sem síðar hefur orðið. Á fyrsta áratug 20. aldar voru lögskilnaðir aðeins um átta á ári að meðaltali.

Þetta sýnir að ekki hefði verið aðgengilegur kostur fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá, um aldamótin 1800, að krefjast skilnaðar við maka sína. Hugleiða má hvort þau hefðu átt að reyna að flytjast á burt frá Sjöundá og freista þess að fara að búa saman á einhverju afskekktu koti. En það hefðu þau orðið að gera í algeru leyfisleysi yfirvalda og varla komist upp með það til lengdar.

Heimildir og myndir:

  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Guðrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda II. Akureyri, Kvöldvökuútgáfan, 1963.
  • Gunnar Karlsson: Ástarsaga Íslendinga að fornu. Um 870–1300. Reykjavík, Mál og menning, 2013.
  • Inga Huld Hákonardóttir: Fjarri hlýju hjónasængur. Öðruvísi Íslandssaga. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Járnsíða og Kristinréttur Árna Þórarinssonar. Útgefendur Haraldur Bernharðsson, Magnús Lyngdal Magnússon, Már Jónsson. Reykjavík, Sögufélag, 2005.
  • Kristni á Íslandi III–IV. Reykjavík, Alþingi, 2000.
  • Sturlunga saga. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. II. Reykjavík, Sturlunguútgáfan, 1946.
  • Mynd af tréstyttum: Hjón og ljón - fornleifur.blog.is. Ljósmynd Ívar Brynjólfsson, Þjóðminjasafn Íslands. (Sótt 4. 10. 2016).
  • Mynd af rústum Sjöundá: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sót 5. 10. 2016).

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.11.2016

Spyrjandi

Björg Elín Finnsdóttir

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Gat fólk skilið í gamla daga? “ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62055.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2016, 8. nóvember). Gat fólk skilið í gamla daga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62055

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Gat fólk skilið í gamla daga? “ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62055>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gat fólk skilið í gamla daga?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá?

Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sigfússyni á Grjótá í Fljótshlíð sem varð svo starsýnt á 14 ára gamla stúlku í veislu að hann skildi umsvifalaust við konu sína. Annars staðar reynist þurfa skilnaðarsök til að hægt væri að skilja við maka sinn. Í Laxdæla sögu skilur Guðrún Ósvífursdóttir við mann sinn af því að hann gekk í kvenmannsskyrtu, sem hún hafði raunar gert honum og gabbað hann til að klæðast. Sá maður sem hún vildi giftast, Þórður Ingunnarson, skildi svo við konu sína af því að hún gekk í karlmannsbuxum. En allar þessar sögur eru skráðar meira en tveimur öldum eftir að þjóðin varð kristin og óvíst hvað þær eru reistar á mikilli þekkingu á heiðnu samfélagi.

Ótraustar og mótsagnakenndar heimildir eru um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í kristni varð það meginregla að hjónabönd væru óuppsegjanleg.

Í kristni varð það meginregla að hjónabönd væru óuppsegjanleg. Í elstu löggjöf Íslendinga um þessi efni, lögbókinni Grágás sem er safn misgamalla laga, skráð á 13. öld, voru gerðar nokkrar undantekningar frá þessari reglu. Ef kom í ljós að hjón hefðu ekki mátt giftast, vegna skyldleika eða mægða, voru þau skyldug til að skilja. Samkvæmt almennum evrópskum kirkjurétti hafði ekki myndast raunverulegt hjónaband þótt slíkt par væri gefið saman. Þá máttu hjón skilja ef þau særðu hvort annað meiri háttar sárum eða ef karlmaður vildi flytja konu sína nauðuga úr landi. Þá mátti kona krefjast skilnaðar ef bóndinn kom ekki í rekkju hennar þrjú ár samfleytt. Annars staðar kemur fram að biskup gat leyft skilnað í fleiri tilvikum. Erkibiskup í Niðarósi í Noregi var yfirmaður íslensku kirkjunnar, og er til bréf hans um þetta efni til íslensku biskupanna. Þar leggur hann fyrir þá að leyfa skilnað af vissum orsökum, til dæmis ef eiginmaður reyndist annar maður en hann þættist vera. Stundum er jafnvel sagt frá einstökum málum eins og ástleysi sé gild skilnaðarsök. Um Þórð Sturluson, gildan höfðingja á Vesturlandi á Sturlungaöld, segir í Sturlunga sögu: „Þórður bar eigi auðnu til að fella þvílíka ást til Helgu sem vera átti og kom því svo að skilnaður þeirra var ger.“ Við vitum auðvitað ekki hvað hafði gerst í sambúð þeirra sem fékk biskup til að leyfa Þórði skilnað, en það hlýtur biskup að hafa gert því að Þórður átti eftir að giftast annarri konu.

Í Grágás er ekkert ákvæði um að framhjáhald sé skilnaðarsök, en það kemur inn skömmu eftir lok þjóðveldis, í Kristinrétti sem er kenndur við Árna Þorláksson Skálholtsbiskup og gekk í gildi 1275. Þar segir:

Nú er hjúskapur karlmanns og konu lögligt samband, og má þetta samband engi maður skilja … nema annað hvort þeirra gefi sig í klaustur áður en þau hafi samt [saman] komið að líkamslosta. … En síðan sem þau komu samt að líkamslosta skill þau engi hlutur nema hórdómur …

Þessi regla mun hafa gilt í meginatriðum fram á 19. öld nema hvað valdið til að leyfa eða banna skilnaði færðist frá biskupum yfir til veraldlegra embættismanna konungs eftir siðaskipti til lútherstrúar. Hjónaskilnaðir voru einkum leyfðir ef annað hvort hjóna hafði verið staðið að framhjáhaldi og hitt kaus að losna úr hjónabandinu fremur en að fyrirgefa maka sínum opinberlega. Þá var meginreglan sú að aðeins það hjóna sem var saklaust mætti ganga í hjónaband með öðrum. Þannig fengu til dæmis hjónin Ólafur Ásmundsson og Rósa Guðmundsdóttir (skáldkonan Vatnsenda-Rósa) skilnaðarleyfi árið 1837, og aðeins honum var leyft að ganga í hjónaband aftur. Er því sýnilegt að skilnaðurinn hefur verið rakinn til hjúskaparbrots hennar, enda er það alþekkt í munnmælum.

Tóftir bæjarins Sjöundá á Rauðasandi. Í upphafi 19. aldar bjuggu á Sjöundá annars vegar hjónin Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og hins vegar hjónin Steinunn Sveinsdóttir og Jón Þorgrímsson. Steinunn og Bjarni tóku að draga sig saman og þegar makar þeirra létust snögglega með stuttu millibili féll grunur á Steinunni og Bjarna. Þau játuðu seinna að hafa orðið Jóni og Guðrúnu að bana og voru dæmd til dauða.

Þegar þetta gerðist hafði raunar verið rýmkað verulega um skilnaðarrétt. Árið 1824 voru sett í Danaveldi, þar með töldu Íslandi, lög sem heimiluðu skilnað ef hjón fóru bæði fram á það. 97 árum síðar, árið 1921, var fyrst leitt í lög að annað hjóna gæti knúið fram skilnað þótt hitt vildi það ekki. Skilnaðir voru þó enn fátíðir miðað við það sem síðar hefur orðið. Á fyrsta áratug 20. aldar voru lögskilnaðir aðeins um átta á ári að meðaltali.

Þetta sýnir að ekki hefði verið aðgengilegur kostur fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá, um aldamótin 1800, að krefjast skilnaðar við maka sína. Hugleiða má hvort þau hefðu átt að reyna að flytjast á burt frá Sjöundá og freista þess að fara að búa saman á einhverju afskekktu koti. En það hefðu þau orðið að gera í algeru leyfisleysi yfirvalda og varla komist upp með það til lengdar.

Heimildir og myndir:

  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Guðrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda II. Akureyri, Kvöldvökuútgáfan, 1963.
  • Gunnar Karlsson: Ástarsaga Íslendinga að fornu. Um 870–1300. Reykjavík, Mál og menning, 2013.
  • Inga Huld Hákonardóttir: Fjarri hlýju hjónasængur. Öðruvísi Íslandssaga. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Járnsíða og Kristinréttur Árna Þórarinssonar. Útgefendur Haraldur Bernharðsson, Magnús Lyngdal Magnússon, Már Jónsson. Reykjavík, Sögufélag, 2005.
  • Kristni á Íslandi III–IV. Reykjavík, Alþingi, 2000.
  • Sturlunga saga. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. II. Reykjavík, Sturlunguútgáfan, 1946.
  • Mynd af tréstyttum: Hjón og ljón - fornleifur.blog.is. Ljósmynd Ívar Brynjólfsson, Þjóðminjasafn Íslands. (Sótt 4. 10. 2016).
  • Mynd af rústum Sjöundá: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sót 5. 10. 2016).

...