Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?

Þorkell Helgason

Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona:

Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.?

Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við spurningunni Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum? Í þessu síðarnefnda svari er fjallað um það hvað listi þurfi mikið fylgi til að hljóta þingsæti. Hins vegar er ekki sjálfgefið að efstu menn á lista hreppi þau sæti sem listanum hefur verið úthlutað. Það er útskýrt hér fyrir neðan.

Flokkar bjóða fram lista í kjördæmum með nöfnum frambjóðenda, jafnmörgum og nemur tvöfaldri þeirri tölu þingsæta sem kjördæminu ber. Nöfnin á listunum eru í röð ofan frá og niður úr, eins og þau samtök sem að listanum standa hafa ákveðið, oft en ekki alltaf í kjölfar prófkjöra. Að öðru óbreyttu taka frambjóðendur sæti listans í þessari sömu röð; efsti maður á listanum fær fyrsta sæti hans og svo framvegis allt þar til lokið er að manna aðal- og varamannasæti listans. Kjósendur eiga þess þó kost að breyta röðinni á þeim lista sem þeir hafa merkt við – en aðeins í þeim lista.

Hvað má kjósandinn gera?

Í kosningalögum[1] segir að kjósandi megi gera eftirfarandi breytingar á listanum:
 • [Setja] tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.
 • Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans.

Á 1. mynd er sýnt dæmi um það hvað kjósandi má gera.

Mynd 1: Hluti kjörseðils frá tíundu öld þar sem sjá má N-lista „Njálunga“. Seðillinn hefur tíu nöfn, sem sýnir að kjósa skal í fimm sæti aðalmanna og jafnmörg sæti varamanna. Kjósandinn hefur merkt í ferninginn við listann sjálfan en jafnframt nýtt sér ákvæðin um breytingar á röðun í ríkum mæli: Strikað yfir tvö nöfn og fært tvo frambjóðendur upp listann.

Hver er röð nafna á kjörseðli eftir breytingar kjósanda?

Á 2. mynd sést hver er röð nafna á listanum fyrir og eftir breytingar kjósandans.

Mynd 2: Í vinstra dálki til hliðar við kjörseðilinn má sjá röð nafna áður en kjósandinn færir inn breytingar sínar og til hægri er röðin eftir breytingarnar. Þau nöfn sem strikað hefur verið yfir eru sem horfin af kjörseðlinum. Talan 4 sem kjósandinn setti við Kára er í raun óþörf.

Hvaða áhrif hafa breytingar kjósandans?

Nokkuð flókið er að svara þessu. Samkvæmt ákvæðum kosningalaganna[2] þarf að ákveða hverjum lista svokallaða röðunartölu en það er tvöföld tala þeirra sæta sem listinn hefur hlotið (kjördæmis- eða jöfnunarsæti samanlagt), en þó er röðunartalan aldrei lægri en þrír (sem á einungis við þegar listi hefur hlotið eitt þingsæti en þá er röðunartalan 3, ekki 2).

Í lögunum segir að einungis þeir frambjóðendur, sem skipa efstu sæti listans jafnmörg og nemur röðunartölunni, komi til álita í aðal- og varamannsæti listans; hjá lista sem hlaut 1 sæti þeir 3 efstu, 4 efstu hjá lista með 2 sæti og svo framvegis. Merkingar kjósenda við sæti neðar á listanum skipta engu máli.

Skýrum þetta út með Njáludæminu og gefum okkur að N-listinn hafi fengið 3 menn kjörna. Röðunartala hans er þá 6. Útstrikun kjósandans á 2. mynd á Gunnari á Hlíðarenda er því merkingarlaus.

Næst þarf að ákveða þessum mönnum stig, svona eins og í Evróvisjón sem margir kannast við. Orðið stig er ekki að finna í lögunum en er notað hér til hægðarauka. Efsti maður – eins og hann er á listanum – eða verður eftir breytingar kjósandans – fær jafnmörg stig og nemur röðunartölunni. Síðan fær annar maður á listanum, eða sá sem skipar það sæti eftir breytingar kjósandans, einu færri stiga og svo framvegis.

Víkjum þá aftur að lista Njálufólks. Nú sýnir 3. mynd stigatölu röðunarmanna listans fyrir og eftir breytingar kjósandans.

Mynd 3: Í vinstra dálki til hliðar við kjörseðilinn sjást stig frambjóðenda áður en kjósandinn færir inn breytingar sínar og til hægri stigin eftir breytingarnar. Þetta á aðeins við þá frambjóðendur sem skipa efstu sætin jafnmörg og nemur röðunartölu listans, hér sex efstu. Þau nöfn sem strikað hefur verið yfir fá engin stig.

Hvaða þarf til að röð frambjóðenda breytist?

Þessu er ekki hægt að svara almennt þar sem sumir kjósendur breyta á einn veg en aðrir á annan. Því verður að gefa sér einfaldar forsendur.

Segjum að samstilltur hópur stuðningsmanna eins frambjóðenda vilji þoka honum upp um eitt sæti hið minnsta. Spurningin er hvað hópurinn þarf að vera stór til að ná þeim árangri að frambjóðandinn færist upp um sæti. Þá skiptir máli hvernig atkvæðaseðlinum er breytt. Fjórar meginaðferðir við breytingar á kjörseðlum koma til álita:

 • A. Útstrikun og umröðun: Frambjóðandinn í sætinu fyrir ofan hinn útvalda er strikaður út um leið og hinn útvaldi er settur í 1. sæti.
 • B. Útstrikun: Aðeins er beitt útstrikuninni í aðferð A, ekki merkingu í 1. sæti.
 • C. Röðun í 1. sæti: Útvaldi frambjóðandinn er merktur með 1 en ekki beitt útstrikun.
 • D. Umröðun: Nú er aðeins sýndur hinn raunverulegi vilji, það er að segja hinn útvaldi er merktur með númeri sætisins fyrir ofan. Ekki er beitt útstrikun.

Aðferðunum er hér raðað eftir áhrifamætti þeirra. Í töflu 1 hér á eftir er því svarað hvað stuðningshópurinn þarf að vera stór hluti kjósenda listans til að ná árangri, þeim að koma sínum manni upp um eitt sæti. Gert er ráð fyrir að hinir kjósendurnir – þeir sem vilja halda listanum óbreyttum – beiti sér ekki á móti á neinn hátt.

Tafla 1: Lágmarksstærð þess hóps sem þarf til lyfta frambjóðanda upp um eitt sæti með mismunandi aðferðum. Stærðin er mæld sem hlutfall af tölu kjósenda listans. Raunar þarf stærð hópsins að vera einu atkvæði yfir þessum lágmarkshlutföllum; ef á mörkunum reynir á hlutkesti! Beiti hópurinn aðferðum A eða B er hópstærðin bæði háð hvaða sæti listans umræddur frambjóðandi skipar og því hvað listinn fær mörg sæti. Undir aðferð C er þetta aðeins háð því fyrrnefnda, en sé beitt aðferð D þarf undir öllum kringumstæðum yfir 50% stuðning við aðgerðina. Gert er ráð fyrir því að aðrir kjósendur hreyfi ekki við listanum.

Töfluna má nýta til að finna hve marga stuðningsmenn Hallgerðar langbrókar hefði þurft til að lyfta henni upp fyrir Skarphéðinn. Það fer eftir því hvaða aðferðum þeir hefðu beitt. Rifjum upp að Hallgerður er í 3. sæti á N-listanum, en listinn fékk 3 þingsæti.
 • A. Útstrikun og umröðun: Skarphéðinn strikaður út um leið og Hallgerður er sett í 1. sæti. Þá þarf 14,3% til að ná árangri.
 • B. Útstrikun: Skarphéðinn strikaður út, 20%.
 • C. Röðun í 1. sæti: Hallgerður er sett í 1. sæti, 25%.
 • D. Umröðun: Hallgerður færð í sæti Skarphéðins, 50%.

Lágmarkshlutföllin sem þarf að yfirstíga til að Hallgerður færist upp eru fengin úr töflu 1. Þau miðast auðvitað við það að aðrir kjósendur N-listans hrófli ekki við röð nafna. En ætli stuðningmenn Skarphéðins hafi nú ekki haft varann á og beitt brögðum á móti!

Hafa breytingar á listum umraðað frambjóðendur í liðinni tíð?

Á lýðveldistímanum hefur það gerst fimm sinnum að kjósendur hafi náð að breyta röð frambjóðenda. Í þingkosningum 1946 færðist Björn Ólafsson niður um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en reglur voru þá aðrar en nú. Við þetta féll Björn út af þingi en sá næsti fyrir neðan, Bjarni Benediktsson (eldri), fór inn í staðinn. Þetta er eina dæmið úr listakosningum til Alþingis um að breytingar kjósenda hafi fært til þingsæti.

Á árabilinu 1959-1999 urðu engar tilfærslur, enda hafði lögum verið breytt til að gera áhrif kjósenda minni, bæði með lagabreytingum 1959 en einkum þó 1987.

Með nýjum kosningalögum árið 2000 var kjósendum veit aukið vald til breytinga eins og lýst er að framan. Eftir það hafa frambjóðendur fjórum sinnum skipt um sæti fyrir atbeina kjósenda. Það hefur þó ekki leitt til breytinga á skipan þingsins.

Í kosningunum 2007 var Árni Johnsen færður niður um sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi vegna ígildis um 21,3% útstrikana, það er að segja eins og beitt hefði verið aðferð B. Sama henti Björn Bjarnason sem færðist niður um sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður með 18,3% útstrikunum, eða ígildi þeirra.

Í kosningunum 2009 var Árni Johnsen enn færður niður um sæti, en þá var útstrikunarígildið 18,9%. Í sömu kosningum var Guðlaugur Þór Þórðarson færður úr 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður með verulegum breytingum kjósenda listans eða ígildi þess að 23,6% þeirra hafi strikað hann út.

Tilvísanir:
 1. ^ Sjá ákvæði 2. og 3. mgr. 82. gr. kosningalaganna nr. 24/2000.
 2. ^ Sjá 110. gr. sömu laga.

Höfundur

Þorkell Helgason

prófessor emeritus

Útgáfudagur

24.10.2017

Spyrjandi

Úlfar Sævarsson

Tilvísun

Þorkell Helgason. „Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?“ Vísindavefurinn, 24. október 2017. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74547.

Þorkell Helgason. (2017, 24. október). Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74547

Þorkell Helgason. „Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2017. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74547>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?
Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona:

Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.?

Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við spurningunni Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum? Í þessu síðarnefnda svari er fjallað um það hvað listi þurfi mikið fylgi til að hljóta þingsæti. Hins vegar er ekki sjálfgefið að efstu menn á lista hreppi þau sæti sem listanum hefur verið úthlutað. Það er útskýrt hér fyrir neðan.

Flokkar bjóða fram lista í kjördæmum með nöfnum frambjóðenda, jafnmörgum og nemur tvöfaldri þeirri tölu þingsæta sem kjördæminu ber. Nöfnin á listunum eru í röð ofan frá og niður úr, eins og þau samtök sem að listanum standa hafa ákveðið, oft en ekki alltaf í kjölfar prófkjöra. Að öðru óbreyttu taka frambjóðendur sæti listans í þessari sömu röð; efsti maður á listanum fær fyrsta sæti hans og svo framvegis allt þar til lokið er að manna aðal- og varamannasæti listans. Kjósendur eiga þess þó kost að breyta röðinni á þeim lista sem þeir hafa merkt við – en aðeins í þeim lista.

Hvað má kjósandinn gera?

Í kosningalögum[1] segir að kjósandi megi gera eftirfarandi breytingar á listanum:
 • [Setja] tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.
 • Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans.

Á 1. mynd er sýnt dæmi um það hvað kjósandi má gera.

Mynd 1: Hluti kjörseðils frá tíundu öld þar sem sjá má N-lista „Njálunga“. Seðillinn hefur tíu nöfn, sem sýnir að kjósa skal í fimm sæti aðalmanna og jafnmörg sæti varamanna. Kjósandinn hefur merkt í ferninginn við listann sjálfan en jafnframt nýtt sér ákvæðin um breytingar á röðun í ríkum mæli: Strikað yfir tvö nöfn og fært tvo frambjóðendur upp listann.

Hver er röð nafna á kjörseðli eftir breytingar kjósanda?

Á 2. mynd sést hver er röð nafna á listanum fyrir og eftir breytingar kjósandans.

Mynd 2: Í vinstra dálki til hliðar við kjörseðilinn má sjá röð nafna áður en kjósandinn færir inn breytingar sínar og til hægri er röðin eftir breytingarnar. Þau nöfn sem strikað hefur verið yfir eru sem horfin af kjörseðlinum. Talan 4 sem kjósandinn setti við Kára er í raun óþörf.

Hvaða áhrif hafa breytingar kjósandans?

Nokkuð flókið er að svara þessu. Samkvæmt ákvæðum kosningalaganna[2] þarf að ákveða hverjum lista svokallaða röðunartölu en það er tvöföld tala þeirra sæta sem listinn hefur hlotið (kjördæmis- eða jöfnunarsæti samanlagt), en þó er röðunartalan aldrei lægri en þrír (sem á einungis við þegar listi hefur hlotið eitt þingsæti en þá er röðunartalan 3, ekki 2).

Í lögunum segir að einungis þeir frambjóðendur, sem skipa efstu sæti listans jafnmörg og nemur röðunartölunni, komi til álita í aðal- og varamannsæti listans; hjá lista sem hlaut 1 sæti þeir 3 efstu, 4 efstu hjá lista með 2 sæti og svo framvegis. Merkingar kjósenda við sæti neðar á listanum skipta engu máli.

Skýrum þetta út með Njáludæminu og gefum okkur að N-listinn hafi fengið 3 menn kjörna. Röðunartala hans er þá 6. Útstrikun kjósandans á 2. mynd á Gunnari á Hlíðarenda er því merkingarlaus.

Næst þarf að ákveða þessum mönnum stig, svona eins og í Evróvisjón sem margir kannast við. Orðið stig er ekki að finna í lögunum en er notað hér til hægðarauka. Efsti maður – eins og hann er á listanum – eða verður eftir breytingar kjósandans – fær jafnmörg stig og nemur röðunartölunni. Síðan fær annar maður á listanum, eða sá sem skipar það sæti eftir breytingar kjósandans, einu færri stiga og svo framvegis.

Víkjum þá aftur að lista Njálufólks. Nú sýnir 3. mynd stigatölu röðunarmanna listans fyrir og eftir breytingar kjósandans.

Mynd 3: Í vinstra dálki til hliðar við kjörseðilinn sjást stig frambjóðenda áður en kjósandinn færir inn breytingar sínar og til hægri stigin eftir breytingarnar. Þetta á aðeins við þá frambjóðendur sem skipa efstu sætin jafnmörg og nemur röðunartölu listans, hér sex efstu. Þau nöfn sem strikað hefur verið yfir fá engin stig.

Hvaða þarf til að röð frambjóðenda breytist?

Þessu er ekki hægt að svara almennt þar sem sumir kjósendur breyta á einn veg en aðrir á annan. Því verður að gefa sér einfaldar forsendur.

Segjum að samstilltur hópur stuðningsmanna eins frambjóðenda vilji þoka honum upp um eitt sæti hið minnsta. Spurningin er hvað hópurinn þarf að vera stór til að ná þeim árangri að frambjóðandinn færist upp um sæti. Þá skiptir máli hvernig atkvæðaseðlinum er breytt. Fjórar meginaðferðir við breytingar á kjörseðlum koma til álita:

 • A. Útstrikun og umröðun: Frambjóðandinn í sætinu fyrir ofan hinn útvalda er strikaður út um leið og hinn útvaldi er settur í 1. sæti.
 • B. Útstrikun: Aðeins er beitt útstrikuninni í aðferð A, ekki merkingu í 1. sæti.
 • C. Röðun í 1. sæti: Útvaldi frambjóðandinn er merktur með 1 en ekki beitt útstrikun.
 • D. Umröðun: Nú er aðeins sýndur hinn raunverulegi vilji, það er að segja hinn útvaldi er merktur með númeri sætisins fyrir ofan. Ekki er beitt útstrikun.

Aðferðunum er hér raðað eftir áhrifamætti þeirra. Í töflu 1 hér á eftir er því svarað hvað stuðningshópurinn þarf að vera stór hluti kjósenda listans til að ná árangri, þeim að koma sínum manni upp um eitt sæti. Gert er ráð fyrir að hinir kjósendurnir – þeir sem vilja halda listanum óbreyttum – beiti sér ekki á móti á neinn hátt.

Tafla 1: Lágmarksstærð þess hóps sem þarf til lyfta frambjóðanda upp um eitt sæti með mismunandi aðferðum. Stærðin er mæld sem hlutfall af tölu kjósenda listans. Raunar þarf stærð hópsins að vera einu atkvæði yfir þessum lágmarkshlutföllum; ef á mörkunum reynir á hlutkesti! Beiti hópurinn aðferðum A eða B er hópstærðin bæði háð hvaða sæti listans umræddur frambjóðandi skipar og því hvað listinn fær mörg sæti. Undir aðferð C er þetta aðeins háð því fyrrnefnda, en sé beitt aðferð D þarf undir öllum kringumstæðum yfir 50% stuðning við aðgerðina. Gert er ráð fyrir því að aðrir kjósendur hreyfi ekki við listanum.

Töfluna má nýta til að finna hve marga stuðningsmenn Hallgerðar langbrókar hefði þurft til að lyfta henni upp fyrir Skarphéðinn. Það fer eftir því hvaða aðferðum þeir hefðu beitt. Rifjum upp að Hallgerður er í 3. sæti á N-listanum, en listinn fékk 3 þingsæti.
 • A. Útstrikun og umröðun: Skarphéðinn strikaður út um leið og Hallgerður er sett í 1. sæti. Þá þarf 14,3% til að ná árangri.
 • B. Útstrikun: Skarphéðinn strikaður út, 20%.
 • C. Röðun í 1. sæti: Hallgerður er sett í 1. sæti, 25%.
 • D. Umröðun: Hallgerður færð í sæti Skarphéðins, 50%.

Lágmarkshlutföllin sem þarf að yfirstíga til að Hallgerður færist upp eru fengin úr töflu 1. Þau miðast auðvitað við það að aðrir kjósendur N-listans hrófli ekki við röð nafna. En ætli stuðningmenn Skarphéðins hafi nú ekki haft varann á og beitt brögðum á móti!

Hafa breytingar á listum umraðað frambjóðendur í liðinni tíð?

Á lýðveldistímanum hefur það gerst fimm sinnum að kjósendur hafi náð að breyta röð frambjóðenda. Í þingkosningum 1946 færðist Björn Ólafsson niður um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en reglur voru þá aðrar en nú. Við þetta féll Björn út af þingi en sá næsti fyrir neðan, Bjarni Benediktsson (eldri), fór inn í staðinn. Þetta er eina dæmið úr listakosningum til Alþingis um að breytingar kjósenda hafi fært til þingsæti.

Á árabilinu 1959-1999 urðu engar tilfærslur, enda hafði lögum verið breytt til að gera áhrif kjósenda minni, bæði með lagabreytingum 1959 en einkum þó 1987.

Með nýjum kosningalögum árið 2000 var kjósendum veit aukið vald til breytinga eins og lýst er að framan. Eftir það hafa frambjóðendur fjórum sinnum skipt um sæti fyrir atbeina kjósenda. Það hefur þó ekki leitt til breytinga á skipan þingsins.

Í kosningunum 2007 var Árni Johnsen færður niður um sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi vegna ígildis um 21,3% útstrikana, það er að segja eins og beitt hefði verið aðferð B. Sama henti Björn Bjarnason sem færðist niður um sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður með 18,3% útstrikunum, eða ígildi þeirra.

Í kosningunum 2009 var Árni Johnsen enn færður niður um sæti, en þá var útstrikunarígildið 18,9%. Í sömu kosningum var Guðlaugur Þór Þórðarson færður úr 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður með verulegum breytingum kjósenda listans eða ígildi þess að 23,6% þeirra hafi strikað hann út.

Tilvísanir:
 1. ^ Sjá ákvæði 2. og 3. mgr. 82. gr. kosningalaganna nr. 24/2000.
 2. ^ Sjá 110. gr. sömu laga.

...