Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvað er nýklassík?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Á íslensku er hugtakið nýklassík eða nýklassismi aðallega notað um tónlistarstefnu sem spratt upp í París snemma á 20. öld. Stefnan var að ýmsu leyti andsvar við nútímalegum impressjónisma. Tónskáld sem aðhylltust nýklassísk leituðu fanga í tónlist 18. aldar en sóttu einnig í enn eldri hefðir, til að mynda barokk og tónlist miðalda.[1]

Nýklassík lagði áherslu á einfalda og skýra tónlist en studdist engu að síður við ómstríða tóna sem gáfu tónlistinni nútímalegan blæ. Ýmis tíðindi fólust í tilkomu stefnunnar, til að mynda lögðu forsprakkar hennar til hliðar hugmyndir um framþróun listarinnar og sóttu þess í stað innblástur í arf fortíðarinnar. Útkoman var þó skreytt með ýmis konar módernisma.

Franska tónskáldið Erik Satie (1866-1925) hafði veruleg áhrif á yngri tónskáld sem sömdu í nýklassískum stíl. Hljómsveitarverkið Parade (1917) er eitt af þekktari verkum hans en í því er alls konar tónlist blandað saman, til dæmis hefðbundinni klassík, dægurmúsík, fúgum og Ragtime. Í verkinu heyrist einnig í sírenum, byssuskotum og ritvél, en sá hljóðheimur tilheyrði óneitanlega nýrri öld.

Rússinn Ígor Stravinskíj (1882-1971) er þekktasta tónskáldið sem samdi verk í nýklassískum stíl.

Rússinn Ígor Stravinskíj (1882-1971) er þekktasta tónskáld stefnunnar. Fyrsta verk hans í nýklassískum anda var ballettinn Pulcinella frá árinu 1920 en við samningu hans sótti Stravinskíj innblástur í ítalska tónlist 18. aldar. Annað frægt nýklassískt verk eftir Stravinskíj var óperuverkið Oedipus Rex (1926-27), þar sem hann leitaði fanga í gömlum óperustíl og lét söngvarana syngja á latínu til að ná fornum andblæ. Næstu þrjá áratugina samdi Stravinskíj nær eingöngu nýklassísk verk.

Þekktasta tónverk Stravinskíjs er hins vegar Vorblót, ballett í tveimur hlutum, sem þótti svo nýjungagjarn að slagsmál brutust út meðal íhaldssamra áhorfenda þegar verkið var frumflutt í París 29. maí 1913. Það sem helst vakti reiði fólks í salnum voru „frumstæð“ og klunnaleg spor dansaranna sem gengu gegn öllum þeim hugmyndum sem áhorfendur höfðu um hefðbundinn ballett. Hljómsveit verksins fékk einnig sinn skerf af reiði áhorfenda. Vorblót tilheyrir ekki nýklassíska stílnum en á margt sameiginlegt með honum, til að mynda samruna þjóðlegrar hefðbundinnar tónlistar og módernisma í tónlist.

Efni til hlustunar og áhorfs á vefnum YouTube:

Tilvísun:
  1. ^ Stefnan á ýmislegt sameiginlegt með bókmenntastefnu sem varð til mun fyrr í sögunni. Svonefndur klassisismi í bókmenntum var 17. aldar stefna þar sem höfundar leituðu aðallega fyrirmynda í skáldskap Forngrikkja og Rómverja.

Heimild og frekara lesefni:
  • Árni Heimir Ingólfsson, Saga tónlistarinnar: Tónlist á Vesturlöndum frá miðöldum til nútímans, Forlagið, Reykjavík 2016.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.7.2023

Spyrjandi

Naómí Alda Ingólfsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er nýklassík?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2023. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74582.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 25. júlí). Hvað er nýklassík? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74582

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er nýklassík?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2023. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74582>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er nýklassík?
Á íslensku er hugtakið nýklassík eða nýklassismi aðallega notað um tónlistarstefnu sem spratt upp í París snemma á 20. öld. Stefnan var að ýmsu leyti andsvar við nútímalegum impressjónisma. Tónskáld sem aðhylltust nýklassísk leituðu fanga í tónlist 18. aldar en sóttu einnig í enn eldri hefðir, til að mynda barokk og tónlist miðalda.[1]

Nýklassík lagði áherslu á einfalda og skýra tónlist en studdist engu að síður við ómstríða tóna sem gáfu tónlistinni nútímalegan blæ. Ýmis tíðindi fólust í tilkomu stefnunnar, til að mynda lögðu forsprakkar hennar til hliðar hugmyndir um framþróun listarinnar og sóttu þess í stað innblástur í arf fortíðarinnar. Útkoman var þó skreytt með ýmis konar módernisma.

Franska tónskáldið Erik Satie (1866-1925) hafði veruleg áhrif á yngri tónskáld sem sömdu í nýklassískum stíl. Hljómsveitarverkið Parade (1917) er eitt af þekktari verkum hans en í því er alls konar tónlist blandað saman, til dæmis hefðbundinni klassík, dægurmúsík, fúgum og Ragtime. Í verkinu heyrist einnig í sírenum, byssuskotum og ritvél, en sá hljóðheimur tilheyrði óneitanlega nýrri öld.

Rússinn Ígor Stravinskíj (1882-1971) er þekktasta tónskáldið sem samdi verk í nýklassískum stíl.

Rússinn Ígor Stravinskíj (1882-1971) er þekktasta tónskáld stefnunnar. Fyrsta verk hans í nýklassískum anda var ballettinn Pulcinella frá árinu 1920 en við samningu hans sótti Stravinskíj innblástur í ítalska tónlist 18. aldar. Annað frægt nýklassískt verk eftir Stravinskíj var óperuverkið Oedipus Rex (1926-27), þar sem hann leitaði fanga í gömlum óperustíl og lét söngvarana syngja á latínu til að ná fornum andblæ. Næstu þrjá áratugina samdi Stravinskíj nær eingöngu nýklassísk verk.

Þekktasta tónverk Stravinskíjs er hins vegar Vorblót, ballett í tveimur hlutum, sem þótti svo nýjungagjarn að slagsmál brutust út meðal íhaldssamra áhorfenda þegar verkið var frumflutt í París 29. maí 1913. Það sem helst vakti reiði fólks í salnum voru „frumstæð“ og klunnaleg spor dansaranna sem gengu gegn öllum þeim hugmyndum sem áhorfendur höfðu um hefðbundinn ballett. Hljómsveit verksins fékk einnig sinn skerf af reiði áhorfenda. Vorblót tilheyrir ekki nýklassíska stílnum en á margt sameiginlegt með honum, til að mynda samruna þjóðlegrar hefðbundinnar tónlistar og módernisma í tónlist.

Efni til hlustunar og áhorfs á vefnum YouTube:

Tilvísun:
  1. ^ Stefnan á ýmislegt sameiginlegt með bókmenntastefnu sem varð til mun fyrr í sögunni. Svonefndur klassisismi í bókmenntum var 17. aldar stefna þar sem höfundar leituðu aðallega fyrirmynda í skáldskap Forngrikkja og Rómverja.

Heimild og frekara lesefni:
  • Árni Heimir Ingólfsson, Saga tónlistarinnar: Tónlist á Vesturlöndum frá miðöldum til nútímans, Forlagið, Reykjavík 2016.

Mynd:...