
Á 17. öld lögðu franskir rithöfundar og leikskáld sig eftir hugmyndum Aristótelesar um skáldskaparlistina og miðuðu við einingarnar þrjár: að verk gerðist innan sólarhrings, að það gerðist á einum stað og að engin atriði þess vikju frá aðalefninu. Myndin er úr uppfærslu á leikriti eftir franska leikskáldið Jean Racine (1639-1699) frá 1874.