Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða hvalategund gleypti Jónas?

Það er í raun ekki hægt að ákvarða nákvæmlega hvers lags skepna gleypti Jónas. Í hebreska textanum er einfaldlega talað um „stóran fisk“, dag gadol, en dag hefur almenna skírskotun til hvers konar fisks sem vera kann. Þar með er auðvitað ekki útilokað að höfundurinn hafi haft hval í huga enda ekki ólíklegt að menn hafi einfaldlega litið á hvali sem stóra fiska.

Í hinni grísku þýðingu Gamla testamentisins er dag þýtt með ketos, sem getur þýtt „sæskrímsli“ eða hvers kyns stórt sjávardýr, hvalur eða fiskur. Ekki er gerður dýrafræðilegur greinarmunur á fiskum og hvölum í þessu sambandi. Í gegnum aldirnar varð hinn almenni skilningur skiljanlega sá að fiskurinn stóri væri stórhveli enda hefur fólki vart verið kunnugt um önnur sjávardýr sem hýst gætu heilan spámann í iðrum sér í þrjá daga og þrjár nætur!

Jónas og hvalurinn eða fiskurinn. Steindur gluggi í dómkirkjunni í Gouda í Hollandi.

Þetta endurspeglast og í hinum ýmsum biblíuþýðingum. Í hinni opinberu ensku þýðingu, King James Version, er talað um „the belly of the whale“. Strangt til tekið stendur þó aðeins „stór fiskur“ í hebreska frumtextanum, samanber Biblíuþýðinguna 2007:„Drottinn sendi stóran fisk og lét hann gleypa Jónas og var Jónas í kviði fisksins í þrjá daga og þrjár nætur.“

Mynd:

Útgáfudagur

2.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Tilvísun

Jón Ásgeir Sigurvinsson. „Hvaða hvalategund gleypti Jónas?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2018. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=74612.

Jón Ásgeir Sigurvinsson. (2018, 2. mars). Hvaða hvalategund gleypti Jónas? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74612

Jón Ásgeir Sigurvinsson. „Hvaða hvalategund gleypti Jónas?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2018. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74612>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Bryndís Schram

1958

Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið HÍ auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt, sjálfsmynd, samsömun og samspil þessara þátta við kennsluaðferðir.