Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvernig virkar loftkæling og hver er eðlisfræðin þar á bak við?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Stutta svarið er að loftkæling verkar eiginlega alveg eins og kæliskápur og eðlisfræðin á bak við er hin sama (sjá svar við spurningunni Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum?).

Lítum samt aðeins betur á þetta og skoðum eftirfarandi mynd, sem á að lýsa kjarna máls.

1) Þéttingarpípur, 2) ventill, 3) uppgufunarpípur, 4) þjappa eða dæla, oft rafknúin.

Við kælingu, hvort sem er í kæliskáp, frysti eða loftkælingu er yfirleitt notað sérstakt kæliefni sem er valið þannig að það hafi lægra suðumark en sem svarar hitastiginu sem við viljum ná. Vinstra megin á myndinni þéttist kæliefnið og skilar frá sér varma. Lokinn eða ventillinn (2) stýrir hringrásinni. Þjappan eða dælan (4) sér um að hægra megin í rásinni sé miklu minni þrýstingur en vinstra megin og kæliefnið gufar því upp í uppgufunarpípunum (3), en um leið tekur það til sín varma frá umhverfinu þannig að þar verður kæling.

Í ísskáp komum við þessu þannig fyrir að uppgufunin (3) gerist í pípum inni í ísskápnum en þéttingin (1) er yfirleitt látin gerast aftan á ísskápnum. Lesandinn getur skoðað ísskápinn heima hjá sér og fundið að málmpípurnar aftan á honum eru oft heitar eða að minnsta kosti volgar.

Loftkælingarkassi í glugga.

Í loftkælingu komum við þessu hins vegar þannig fyrir að þéttingin og hitunin gerist úti en uppgufunin og kælingin inni. Í heitari löndum má til dæmis víða sjá loftkælingarkassa utan á húsum og kerfið kælir þá ef til vill aðeins eitt herbergi út af fyrir sig.

Svo undarlegt sem það má virðast er hægt að breyta þessi þannig að í stað dælunnar (4) komi hitari sem hitar vökvann frá (3). Við snúum hitaranum þannig að vökvinn leiti upp á við vegna hitans og um leið áfram í hringrásinni. Þannig er hægt að búa til ísskáp sem er knúinn með hitun á tilteknum hluta hans og auk þess þarf ef til vill ekki að vera neinn hreyfanlegur hlutur í honum nema kæliefnið sjálft.

Frekara lesefni:

Myndir:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.12.2017

Spyrjandi

Kolbrún Tinna Hauksdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig virkar loftkæling og hver er eðlisfræðin þar á bak við?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2017. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74772.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2017, 14. desember). Hvernig virkar loftkæling og hver er eðlisfræðin þar á bak við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74772

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig virkar loftkæling og hver er eðlisfræðin þar á bak við?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2017. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74772>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig virkar loftkæling og hver er eðlisfræðin þar á bak við?
Stutta svarið er að loftkæling verkar eiginlega alveg eins og kæliskápur og eðlisfræðin á bak við er hin sama (sjá svar við spurningunni Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum?).

Lítum samt aðeins betur á þetta og skoðum eftirfarandi mynd, sem á að lýsa kjarna máls.

1) Þéttingarpípur, 2) ventill, 3) uppgufunarpípur, 4) þjappa eða dæla, oft rafknúin.

Við kælingu, hvort sem er í kæliskáp, frysti eða loftkælingu er yfirleitt notað sérstakt kæliefni sem er valið þannig að það hafi lægra suðumark en sem svarar hitastiginu sem við viljum ná. Vinstra megin á myndinni þéttist kæliefnið og skilar frá sér varma. Lokinn eða ventillinn (2) stýrir hringrásinni. Þjappan eða dælan (4) sér um að hægra megin í rásinni sé miklu minni þrýstingur en vinstra megin og kæliefnið gufar því upp í uppgufunarpípunum (3), en um leið tekur það til sín varma frá umhverfinu þannig að þar verður kæling.

Í ísskáp komum við þessu þannig fyrir að uppgufunin (3) gerist í pípum inni í ísskápnum en þéttingin (1) er yfirleitt látin gerast aftan á ísskápnum. Lesandinn getur skoðað ísskápinn heima hjá sér og fundið að málmpípurnar aftan á honum eru oft heitar eða að minnsta kosti volgar.

Loftkælingarkassi í glugga.

Í loftkælingu komum við þessu hins vegar þannig fyrir að þéttingin og hitunin gerist úti en uppgufunin og kælingin inni. Í heitari löndum má til dæmis víða sjá loftkælingarkassa utan á húsum og kerfið kælir þá ef til vill aðeins eitt herbergi út af fyrir sig.

Svo undarlegt sem það má virðast er hægt að breyta þessi þannig að í stað dælunnar (4) komi hitari sem hitar vökvann frá (3). Við snúum hitaranum þannig að vökvinn leiti upp á við vegna hitans og um leið áfram í hringrásinni. Þannig er hægt að búa til ísskáp sem er knúinn með hitun á tilteknum hluta hans og auk þess þarf ef til vill ekki að vera neinn hreyfanlegur hlutur í honum nema kæliefnið sjálft.

Frekara lesefni:

Myndir:

...