Sólin Sólin Rís 07:29 • sest 19:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:12 • Sest 17:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:30 • Síðdegis: 17:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:50 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Edward H. Huijbens er landfræðingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þar er hann jafnframt formaður félagsvísinda- og lagadeildar. Rannsóknir hans hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla þar hefur verið á hlutverk samgagna í mótun áfangastaða og á upplifun gesta af landslagi. Einnig hefur Edward skoðað hvernig heilsa og vellíðan tengist upplifun af landslagi sem og hvaða kenningum um rýmið er hægt að beita til að skilja samspil manns og umhverfis. Edward hefur unnið rannsóknir sínar á Íslandi og norðurslóðum og í þeim bæði aflað og rýnt tölfræði og viðtalsgögn.

Rannsóknir Edwards hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi.

Undanfarin rúman áratug hefur Edward horft sérstaklega til þróunar ferðamála á Íslandi, fyrst sem forstöðumaður og síðar sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þannig hefur Edward nýtt kenningar og nálgun landfræðinnar til að skilja íslenska ferðaþjónustu, þróun áfangastaða landsins og upplifun gesta og landsmanna af þessari þróun og þeim auðlindum sem greinin byggir á. Með örum vexti íslenskrar ferðaþjónustu hafa rannsóknir Edwards hlotið alþjóðlega athygli, þar sem að mörgu er að hyggja þegar gestum fjölgar á einum áfangastað eins og raunin er með Ísland.

Edward hefur gefið út yfir 30 ritrýndar fræðigreinar innanlands sem og í alþjóðlegum fræðiritum, svo sem Tourism Geographies, Annals of Tourism Research, Current Issues in Tourism og Tourist Studies. Edward hefur og gefið út sambærilegan fjölda bókarkafla í ritum svo sem Animals as Food: Ethical Implications for Tourism, Handbook of Health Tourism og Landscape Biographies. Edward hefur ritstýrt fjórum bókum ásamt fleirum: Technology in Society/Society in Technology (2005, Háskólaútgáfan), Sensi/able Spaces: Space, Art and the Environment (2007, Cambridge Scholars Press), The Illuminating Traveller (2008, University of Jyväskylä) og Tourism and the Anthropocene (2016, Routledge). Auk þessa gaf hann gaf út bókina Ferðamál á Íslandi (Forlagið 2013) með Gunnari Þór Jóhannessyni og var hún tilnefnd til verðlauna Hagþenkis í flokki fræðibóka.

Doktorsritgerð Edwards bar heitið: Void Spaces. Apprehending the use and non-use of public spaces in the urban og fjallar um eitt almenningstorg í Edinborg. Á myndinni sést torgið.

Edward er fæddur á Akureyri 1976 og lauk BS-prófi í landfræði frá Háskóla Íslands vorið 2000. Þar áður lauk hann leiðsögunámi við Menntaskólann í Kópavogi vorið 1998. Að loknu BS-prófi fór hann til Englands og lauk meistaraprófi með ritgerð við landfræðideild Durham-háskóla síðla árs 2001 og síðar doktorsritgerð í menningarlandfræði um mitt ár 2005 við sama skóla. Doktorsritgerðin bar heitið: Void Spaces. Apprehending the use and non-use of public spaces in the urban og fjallar um eitt almenningstorg í Edinborg.

Myndir:

  • Úr safni EEH.

Útgáfudagur

14.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2018. Sótt 20. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=75406.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 14. mars). Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75406

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2018. Vefsíða. 20. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75406>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?
Edward H. Huijbens er landfræðingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þar er hann jafnframt formaður félagsvísinda- og lagadeildar. Rannsóknir hans hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla þar hefur verið á hlutverk samgagna í mótun áfangastaða og á upplifun gesta af landslagi. Einnig hefur Edward skoðað hvernig heilsa og vellíðan tengist upplifun af landslagi sem og hvaða kenningum um rýmið er hægt að beita til að skilja samspil manns og umhverfis. Edward hefur unnið rannsóknir sínar á Íslandi og norðurslóðum og í þeim bæði aflað og rýnt tölfræði og viðtalsgögn.

Rannsóknir Edwards hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi.

Undanfarin rúman áratug hefur Edward horft sérstaklega til þróunar ferðamála á Íslandi, fyrst sem forstöðumaður og síðar sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þannig hefur Edward nýtt kenningar og nálgun landfræðinnar til að skilja íslenska ferðaþjónustu, þróun áfangastaða landsins og upplifun gesta og landsmanna af þessari þróun og þeim auðlindum sem greinin byggir á. Með örum vexti íslenskrar ferðaþjónustu hafa rannsóknir Edwards hlotið alþjóðlega athygli, þar sem að mörgu er að hyggja þegar gestum fjölgar á einum áfangastað eins og raunin er með Ísland.

Edward hefur gefið út yfir 30 ritrýndar fræðigreinar innanlands sem og í alþjóðlegum fræðiritum, svo sem Tourism Geographies, Annals of Tourism Research, Current Issues in Tourism og Tourist Studies. Edward hefur og gefið út sambærilegan fjölda bókarkafla í ritum svo sem Animals as Food: Ethical Implications for Tourism, Handbook of Health Tourism og Landscape Biographies. Edward hefur ritstýrt fjórum bókum ásamt fleirum: Technology in Society/Society in Technology (2005, Háskólaútgáfan), Sensi/able Spaces: Space, Art and the Environment (2007, Cambridge Scholars Press), The Illuminating Traveller (2008, University of Jyväskylä) og Tourism and the Anthropocene (2016, Routledge). Auk þessa gaf hann gaf út bókina Ferðamál á Íslandi (Forlagið 2013) með Gunnari Þór Jóhannessyni og var hún tilnefnd til verðlauna Hagþenkis í flokki fræðibóka.

Doktorsritgerð Edwards bar heitið: Void Spaces. Apprehending the use and non-use of public spaces in the urban og fjallar um eitt almenningstorg í Edinborg. Á myndinni sést torgið.

Edward er fæddur á Akureyri 1976 og lauk BS-prófi í landfræði frá Háskóla Íslands vorið 2000. Þar áður lauk hann leiðsögunámi við Menntaskólann í Kópavogi vorið 1998. Að loknu BS-prófi fór hann til Englands og lauk meistaraprófi með ritgerð við landfræðideild Durham-háskóla síðla árs 2001 og síðar doktorsritgerð í menningarlandfræði um mitt ár 2005 við sama skóla. Doktorsritgerðin bar heitið: Void Spaces. Apprehending the use and non-use of public spaces in the urban og fjallar um eitt almenningstorg í Edinborg.

Myndir:

  • Úr safni EEH.

...