Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Á Grænhöfðaeyjum er talað tungumál sem kallast „kreol“ og er kokkteill portúgölsku og ýmissa afrískra tungumála. Meðal ýmissa þjóðlegra rétta í matarmenningu eyjaskegga er svínakjötskássa sem svipar svolítið til íslenskrar kjötsúpu og nefnist cachupa en orðið er borið fram katsjúpa og svipar mjög til orðsins kjötsúpa. Innfæddur sagði að orðið sem slíkt hefði enga þýðingu aðra en að vera nafn þessa réttar. Spurningin er því þessi: Eru einhverjar líkur á því að þetta orð eigi norrænan eða jafnvel íslenskan uppruna?

Cachupa er algengur réttur á Grænhöfðaeyjum.

Cachupa er afar algengur réttur á Grænhöfðaeyjum (Cape Verde) í Vestur-Afríku. Hver eyja notar sína eigin uppskrift en svo virðist sem setja megi í pottinn það sem til er. Uppistaðan er korn, baunir, sætar kartöflur, fiskur eða kjöt af ýmsu tagi, naut, svín, kjúklingur, geit eða jafnvel pylsur. Þótt portúgalski framburðurinn á réttinum [kɐˈʃupɐ] svipi til framburðarins á íslenska réttinum kjötsúpu finn ég ekkert sem bendir á áreiðanleg tengsl.

Grænhöfðaeyjar samanstanda af 10 litlum eldfjallaeyjum vestan við meginland Afríku.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.6.2018

Spyrjandi

Hjalti Valþórsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2018, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75621.

Guðrún Kvaran. (2018, 18. júní). Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75621

Guðrún Kvaran. „Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2018. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75621>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Á Grænhöfðaeyjum er talað tungumál sem kallast „kreol“ og er kokkteill portúgölsku og ýmissa afrískra tungumála. Meðal ýmissa þjóðlegra rétta í matarmenningu eyjaskegga er svínakjötskássa sem svipar svolítið til íslenskrar kjötsúpu og nefnist cachupa en orðið er borið fram katsjúpa og svipar mjög til orðsins kjötsúpa. Innfæddur sagði að orðið sem slíkt hefði enga þýðingu aðra en að vera nafn þessa réttar. Spurningin er því þessi: Eru einhverjar líkur á því að þetta orð eigi norrænan eða jafnvel íslenskan uppruna?

Cachupa er algengur réttur á Grænhöfðaeyjum.

Cachupa er afar algengur réttur á Grænhöfðaeyjum (Cape Verde) í Vestur-Afríku. Hver eyja notar sína eigin uppskrift en svo virðist sem setja megi í pottinn það sem til er. Uppistaðan er korn, baunir, sætar kartöflur, fiskur eða kjöt af ýmsu tagi, naut, svín, kjúklingur, geit eða jafnvel pylsur. Þótt portúgalski framburðurinn á réttinum [kɐˈʃupɐ] svipi til framburðarins á íslenska réttinum kjötsúpu finn ég ekkert sem bendir á áreiðanleg tengsl.

Grænhöfðaeyjar samanstanda af 10 litlum eldfjallaeyjum vestan við meginland Afríku.

Myndir:

...