Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir efnaverkfræðingur, er verkefnisstjóri við Efnis-, líf- og orkutæknideild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og framkvæmdarstjóri Álklasans. Rannsóknir hennar hafa verið á ýmsum sviðum, allt frá efnisþróun hlífðarefna fyrir örgjörva, myndgreiningaraðferða á virkni efnahvata til osmósuvirkjana á íslenskum vatnsföllum.

Á undanförnum árum hefur Guðbjörg einkum fengist við rannsóknir sem tengjast íslenskum iðnaði og hefur hún meðal annars skoðað framleiðsla einangrunarefna úr affallssefni frá iðnaði og álframleiðslu með óvirkum rafskautum. Guðbjörg hefur starfað sem framkvæmdarstjóri Álklasans frá stofnun hans árið 2015 en klasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja á sviði áliðnaðar og stóriðju og hefur meðal annars að markmiði að stuðla að virðisaukningu og nýsköpun í þessum geira.

Guðbjörg Hrönn hefur meðal annars rannsakað efnisþróun hlífðarefna fyrir örgjörva og framleiðslu áls með óvirkum rafskautum.

Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir er fædd árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995 og BS-gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 1998. Hún lauk doktorsgráðu í efnaverkfræði frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum árið 2003. Doktorsverkefni Guðbjargar fjallaði um nýtingu FT-IR-myndgreiningar á virkni efnahvata sem gaf möguleika á að skoða samhliða virkni efnahvatanna og umbreytingu hvarfefna í myndefni hjá allt að sextán efnahvötum samtímis.

Guðbjörg starfaði sem verkfræðingur hjá Intel Corporation í Bandaríkjunum 2003-2005, hjá Iðntæknistofnun 2005-2006, hjá Actavis 2006-2008 og hefur starfað hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands frá 2008.

Mynd:
  • Úr safni GHÓ.

Útgáfudagur

6.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75623.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 6. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75623

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75623>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir rannsakað?

Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir efnaverkfræðingur, er verkefnisstjóri við Efnis-, líf- og orkutæknideild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og framkvæmdarstjóri Álklasans. Rannsóknir hennar hafa verið á ýmsum sviðum, allt frá efnisþróun hlífðarefna fyrir örgjörva, myndgreiningaraðferða á virkni efnahvata til osmósuvirkjana á íslenskum vatnsföllum.

Á undanförnum árum hefur Guðbjörg einkum fengist við rannsóknir sem tengjast íslenskum iðnaði og hefur hún meðal annars skoðað framleiðsla einangrunarefna úr affallssefni frá iðnaði og álframleiðslu með óvirkum rafskautum. Guðbjörg hefur starfað sem framkvæmdarstjóri Álklasans frá stofnun hans árið 2015 en klasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja á sviði áliðnaðar og stóriðju og hefur meðal annars að markmiði að stuðla að virðisaukningu og nýsköpun í þessum geira.

Guðbjörg Hrönn hefur meðal annars rannsakað efnisþróun hlífðarefna fyrir örgjörva og framleiðslu áls með óvirkum rafskautum.

Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir er fædd árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995 og BS-gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 1998. Hún lauk doktorsgráðu í efnaverkfræði frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum árið 2003. Doktorsverkefni Guðbjargar fjallaði um nýtingu FT-IR-myndgreiningar á virkni efnahvata sem gaf möguleika á að skoða samhliða virkni efnahvatanna og umbreytingu hvarfefna í myndefni hjá allt að sextán efnahvötum samtímis.

Guðbjörg starfaði sem verkfræðingur hjá Intel Corporation í Bandaríkjunum 2003-2005, hjá Iðntæknistofnun 2005-2006, hjá Actavis 2006-2008 og hefur starfað hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands frá 2008.

Mynd:
  • Úr safni GHÓ.

...