Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Jón Guðnason er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Hann leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni.

Rannsóknir Jóns í talmerkjafræði snúa aðallega að því að hanna og þróa aðferðir við að greina heilbrigði og hugrænt álag í rödd. Skipting raddmyndunar í raddlind og raddhol gerir það mögulegt að greina einkenni í rödd sem eiga sér mismunandi lífeðlisfræðilegan uppruna. Slíkt einkennaval hjálpar því til við að greina hluti eins og álag og raddgæði sem koma til út af mismunandi raddbeitingu. Enn fremur er hægt að nota slíka greiningu við að bera kennsl á röddina og greina hvaða hljóð er verið að segja.

Jón stundar rannsóknir á talmerkjafræði og máltækni.

Jón hefur látið að sér kveða í þróa máltækni fyrir íslensku. Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík sem Jón fer fyrir hefur þróað íslenskan talgreini sem hægt er að nota til að breyta íslensku talmáli í ritmál. Stofan vinnur einnig að gerð talgervils fyrir íslensku og safnar ýmsum málföngum fyrir íslenskt ritmál og talmál.

Jón er fæddur árið 1975. Hann útskrifaðist af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 1995 og hlaut MSc-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 þar sem hann vann með afturvirk tauganet og talmerki. Hann lauk doktorsnámi í talmerkjafræði frá Imperial College London árið 2007 þar sem hann hannaði ný reiknirit við að tímasetja sveiflur raddbanda og beitti þeim í að auðkenna raddir. Eftir doktorsnám hélt Jón áfram stöfum hjá Imperial College London við að beita vélrænu námi í talgreiningu en varð svo gestafræðimaður við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum árið 2008 þar sem hann vann við að líkanagera raddað tal. Jón hefur starfað við Háskólann í Reykjavík síðan 2009 þar sem hann hefur látið að sér kveða á sviði gervigreindar og máltækni.

Mynd:
  • Úr safni JG.

Útgáfudagur

25.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2018, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75697.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 25. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75697

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2018. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75697>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað?
Jón Guðnason er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Hann leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni.

Rannsóknir Jóns í talmerkjafræði snúa aðallega að því að hanna og þróa aðferðir við að greina heilbrigði og hugrænt álag í rödd. Skipting raddmyndunar í raddlind og raddhol gerir það mögulegt að greina einkenni í rödd sem eiga sér mismunandi lífeðlisfræðilegan uppruna. Slíkt einkennaval hjálpar því til við að greina hluti eins og álag og raddgæði sem koma til út af mismunandi raddbeitingu. Enn fremur er hægt að nota slíka greiningu við að bera kennsl á röddina og greina hvaða hljóð er verið að segja.

Jón stundar rannsóknir á talmerkjafræði og máltækni.

Jón hefur látið að sér kveða í þróa máltækni fyrir íslensku. Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík sem Jón fer fyrir hefur þróað íslenskan talgreini sem hægt er að nota til að breyta íslensku talmáli í ritmál. Stofan vinnur einnig að gerð talgervils fyrir íslensku og safnar ýmsum málföngum fyrir íslenskt ritmál og talmál.

Jón er fæddur árið 1975. Hann útskrifaðist af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 1995 og hlaut MSc-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 þar sem hann vann með afturvirk tauganet og talmerki. Hann lauk doktorsnámi í talmerkjafræði frá Imperial College London árið 2007 þar sem hann hannaði ný reiknirit við að tímasetja sveiflur raddbanda og beitti þeim í að auðkenna raddir. Eftir doktorsnám hélt Jón áfram stöfum hjá Imperial College London við að beita vélrænu námi í talgreiningu en varð svo gestafræðimaður við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum árið 2008 þar sem hann vann við að líkanagera raddað tal. Jón hefur starfað við Háskólann í Reykjavík síðan 2009 þar sem hann hefur látið að sér kveða á sviði gervigreindar og máltækni.

Mynd:
  • Úr safni JG.

...