Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Árni Sigurður Ingason er framkvæmdarstjóri Grein Research, sprotafyrirtækis sem starfar á sviði efnistækni og er sprottið upp úr rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands. Fyrirtækið vinnur að því markmiði að brúa bil milli framleiðsluþekkingar og -aðstöðu annars vegar, bæði á Íslandi og erlendis, og íslensk iðnaðar hins vegar. Rannsóknir Árna snúa því meðal annars að vandamálum í íslenskum iðnaði sem leysa mætti með efnistækni og falla þannig undir eðlis- og efnafræði, sem og verkfræði.

Rannsóknir Árna snúa að vandamálum í íslenskum iðnaði sem leysa mætti með efnistækni.

Aðferðir sem notast er við í þessum rannsóknum eru margvíslegar en vinnan snýst oft og tíðum um að búa til þunnar húðir af efnum sem svo eru greindar með ýmsum aðferðum. Þykkt þessara húða veltur á því í hvaða tilgangi þær eru búnar til og getur hún spannað allt frá örfáum atómum á yfirborði upp í nokkra míkrómetra að þykkt. En hvers vegna er unnið er með svo þunnar húðir? Í fyrsta lagi má nefna að þegar efnum er húðað á hluti má ljá þeim eiginleika sem þeir ekki hafa fyrir. Hér er til dæmis verið að tala um harðar húðir fyrir skertól eða vélarhluta, litaðar húðir fyrir útlit eða húðir sem eru þolnari gagnvart tæringu en bolefnið sem húðað er á. Í öðru lagi er um að ræða húðir í rafeindatækni, til dæmis rafrásir í örgjörvum eða húðir með ákveðna seguleiginleika.

Ásamt mynstrun er slík húðun lykilhluti allrar rafeindatækni. Að lokum eru þunnar húðir nýttar til að smíða og rannsaka ný efni, ekki síst vegna þeirrar miklu nákvæmni sem hægt er að ná á öllum aðstæðum í húðuninni. Þessa miklu nákvæmni má til dæmis nýta til að byggja einkristallahúð af því efni sem rannsaka á. Þannig er hægt að framkvæma mælingar á efninu í hreinasta mögulega formi og skoða því nákvæmlega efniseiginleika þess án þess að aðrir þættir eins og veilur eða óhreinindi hafi teljandi áhrif.

Gegnskins-rafeindasmásjármynd af einstökum lögum frumeinda í kristalli sem Árni hefur smíðað. Svarta strikið á myndinni er 1 nm á lengd sem samsvarar um 1/100000 úr hársbreidd.

Fyrri rannsóknir Árna snerust að miklu leyti um smíði nýrra efna, þar á meðal efna sem ekki fyrirfinnast í náttúrunni en spáð var fyrir með kennilegum útreikningum að hægt væri að mynda. Mn2GaC er dæmi um fast efni sem hefur einungis verið hægt, hingað til, að búa til sem þunna húð en rannsóknahópur sem Árni starfaði hjá í Linköping í Svíþjóð spáði fyrir um tilvist þess og hann stýrði svo vinnunni í sama hóp sem varð til þess að hægt var að framleiða þunnar húðir af efninu. Samhliða slíkum grunnrannsóknum hefur Árni einnig leitast við að auka skilvirkni efnasmíðanna.

Nýverið hafa rannsóknirnar Árna hjá nýsköpunarfyrirtækinu Grein Research í meira mæli beint sjónum að vandamálum sem snúa að íslenskum iðnaði. Þær miða meðal annars að því að finna ný efni sem nýta mætti sem tæringaþolnar húðir fyrir jarðhitaiðnað og fiskiðnað, auk fleiri verkefna.

Árni Sigurður er fæddur 1979 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1999 og hóf sama ár nám í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Árið 2005 kláraði hann meistarapróf í verkfræði við HÍ og snérust rannsóknir hans þar um vetnisgeymslu í málmum. 2010 útskrifaðist Árni með doktorspróf í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og fór í kjölfarið til Linköping í Svíþjóð þar sem hann starfaði sem vísindamaður fram til ársins 2016 þegar hann flutti til baka til Íslands og stofnaði fyrirtækið Grein Research. Árni hefur birt ríflega 40 vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum á fjöldamörgum sviðum.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson

Útgáfudagur

29.4.2018

Síðast uppfært

14.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2018, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75755.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 29. apríl). Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75755

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2018. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75755>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað?
Árni Sigurður Ingason er framkvæmdarstjóri Grein Research, sprotafyrirtækis sem starfar á sviði efnistækni og er sprottið upp úr rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands. Fyrirtækið vinnur að því markmiði að brúa bil milli framleiðsluþekkingar og -aðstöðu annars vegar, bæði á Íslandi og erlendis, og íslensk iðnaðar hins vegar. Rannsóknir Árna snúa því meðal annars að vandamálum í íslenskum iðnaði sem leysa mætti með efnistækni og falla þannig undir eðlis- og efnafræði, sem og verkfræði.

Rannsóknir Árna snúa að vandamálum í íslenskum iðnaði sem leysa mætti með efnistækni.

Aðferðir sem notast er við í þessum rannsóknum eru margvíslegar en vinnan snýst oft og tíðum um að búa til þunnar húðir af efnum sem svo eru greindar með ýmsum aðferðum. Þykkt þessara húða veltur á því í hvaða tilgangi þær eru búnar til og getur hún spannað allt frá örfáum atómum á yfirborði upp í nokkra míkrómetra að þykkt. En hvers vegna er unnið er með svo þunnar húðir? Í fyrsta lagi má nefna að þegar efnum er húðað á hluti má ljá þeim eiginleika sem þeir ekki hafa fyrir. Hér er til dæmis verið að tala um harðar húðir fyrir skertól eða vélarhluta, litaðar húðir fyrir útlit eða húðir sem eru þolnari gagnvart tæringu en bolefnið sem húðað er á. Í öðru lagi er um að ræða húðir í rafeindatækni, til dæmis rafrásir í örgjörvum eða húðir með ákveðna seguleiginleika.

Ásamt mynstrun er slík húðun lykilhluti allrar rafeindatækni. Að lokum eru þunnar húðir nýttar til að smíða og rannsaka ný efni, ekki síst vegna þeirrar miklu nákvæmni sem hægt er að ná á öllum aðstæðum í húðuninni. Þessa miklu nákvæmni má til dæmis nýta til að byggja einkristallahúð af því efni sem rannsaka á. Þannig er hægt að framkvæma mælingar á efninu í hreinasta mögulega formi og skoða því nákvæmlega efniseiginleika þess án þess að aðrir þættir eins og veilur eða óhreinindi hafi teljandi áhrif.

Gegnskins-rafeindasmásjármynd af einstökum lögum frumeinda í kristalli sem Árni hefur smíðað. Svarta strikið á myndinni er 1 nm á lengd sem samsvarar um 1/100000 úr hársbreidd.

Fyrri rannsóknir Árna snerust að miklu leyti um smíði nýrra efna, þar á meðal efna sem ekki fyrirfinnast í náttúrunni en spáð var fyrir með kennilegum útreikningum að hægt væri að mynda. Mn2GaC er dæmi um fast efni sem hefur einungis verið hægt, hingað til, að búa til sem þunna húð en rannsóknahópur sem Árni starfaði hjá í Linköping í Svíþjóð spáði fyrir um tilvist þess og hann stýrði svo vinnunni í sama hóp sem varð til þess að hægt var að framleiða þunnar húðir af efninu. Samhliða slíkum grunnrannsóknum hefur Árni einnig leitast við að auka skilvirkni efnasmíðanna.

Nýverið hafa rannsóknirnar Árna hjá nýsköpunarfyrirtækinu Grein Research í meira mæli beint sjónum að vandamálum sem snúa að íslenskum iðnaði. Þær miða meðal annars að því að finna ný efni sem nýta mætti sem tæringaþolnar húðir fyrir jarðhitaiðnað og fiskiðnað, auk fleiri verkefna.

Árni Sigurður er fæddur 1979 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1999 og hóf sama ár nám í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Árið 2005 kláraði hann meistarapróf í verkfræði við HÍ og snérust rannsóknir hans þar um vetnisgeymslu í málmum. 2010 útskrifaðist Árni með doktorspróf í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og fór í kjölfarið til Linköping í Svíþjóð þar sem hann starfaði sem vísindamaður fram til ársins 2016 þegar hann flutti til baka til Íslands og stofnaði fyrirtækið Grein Research. Árni hefur birt ríflega 40 vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum á fjöldamörgum sviðum.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson
...