Sólin Sólin Rís 10:42 • sest 15:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:20 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsins í sögulegum skáldskap og kvikmyndum, með áherslu á viðtökur og upplifun lesenda/áhorfenda, og einnig ástæður þess að rithöfundar velja að skrifa um atburði og persónur þessa vinsæla tímabils.

Ingibjörg Ágústsdóttir hefur meðal annars rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsins í sögulegum skáldskap og kvikmyndum.

Að auki hefur Ingibjörg skoðað vinsældir drottninga í kvikmyndum, skáldsögum og dægurmenningu. Hún hefur birt fjölda greina á alþjóðlegum vettvangi, til dæmis um Maríu Stúart Skotadrottningu og hvernig mynd er dregin upp af henni í sögulegum skáldskap og kvikmyndum, og um hlutverk frönsku byltingarinnar í sögulegum skáldsögum Charles Dickens. Doktorsverkefni Ingibjargar fjallar um verk skoska rithöfundarins Robin Jenkins (1912-2005) og hefur Ingibjörg birt fjölda greina um bækur hans.

Núverandi rannsóknir Ingibjargar snúa fyrst og fremst að sögulegum skáldskap og skoskum bókmenntum, þá sér í lagi hlutverki landslags, náttúru og umhverfis í endurtúlkun mikilvægra eða þekktra sögulegra atburða, með áherslu á greiningu út frá vistrýni og femínisma.

Ingibjörg fæddist árið 1970 í Árneshreppi á Ströndum og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1989. Hún stundaði nám í ensku við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi 1993 og MA-prófi 1995. Hún lauk doktorsprófi í skoskum bókmenntum frá háskólanum í Glasgow árið 2001. Ingibjörg starfaði sem enskukennari við Menntaskólann á Akureyri 2002-2010. Hún hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2010. Hún var greinarformaður í ensku 2012-2013 og varadeildarforseti Mála- og menningardeildar 2015-2017.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

28.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2018. Sótt 30. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=75886.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 28. maí). Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75886

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2018. Vefsíða. 30. nóv. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75886>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?
Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsins í sögulegum skáldskap og kvikmyndum, með áherslu á viðtökur og upplifun lesenda/áhorfenda, og einnig ástæður þess að rithöfundar velja að skrifa um atburði og persónur þessa vinsæla tímabils.

Ingibjörg Ágústsdóttir hefur meðal annars rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsins í sögulegum skáldskap og kvikmyndum.

Að auki hefur Ingibjörg skoðað vinsældir drottninga í kvikmyndum, skáldsögum og dægurmenningu. Hún hefur birt fjölda greina á alþjóðlegum vettvangi, til dæmis um Maríu Stúart Skotadrottningu og hvernig mynd er dregin upp af henni í sögulegum skáldskap og kvikmyndum, og um hlutverk frönsku byltingarinnar í sögulegum skáldsögum Charles Dickens. Doktorsverkefni Ingibjargar fjallar um verk skoska rithöfundarins Robin Jenkins (1912-2005) og hefur Ingibjörg birt fjölda greina um bækur hans.

Núverandi rannsóknir Ingibjargar snúa fyrst og fremst að sögulegum skáldskap og skoskum bókmenntum, þá sér í lagi hlutverki landslags, náttúru og umhverfis í endurtúlkun mikilvægra eða þekktra sögulegra atburða, með áherslu á greiningu út frá vistrýni og femínisma.

Ingibjörg fæddist árið 1970 í Árneshreppi á Ströndum og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1989. Hún stundaði nám í ensku við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi 1993 og MA-prófi 1995. Hún lauk doktorsprófi í skoskum bókmenntum frá háskólanum í Glasgow árið 2001. Ingibjörg starfaði sem enskukennari við Menntaskólann á Akureyri 2002-2010. Hún hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2010. Hún var greinarformaður í ensku 2012-2013 og varadeildarforseti Mála- og menningardeildar 2015-2017.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...