Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Snædís H. Björnsdóttir er dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum.

Örverur finnast nánast alls staðar á jörðinni, meðal annars í heitum, súrum og jafnvel sjóðandi hverum. Þar mynda þær samfélög sem oft eru flókin og geta fengið orku úr ólífrænum efnum eins og járn- og brennisteinssamböndum. Snædís hefur rannsakað slík örverusamfélög, meðal annars í tengslum við umhverfismat og Rammaáætlun um nýtingu jarðvarma á háhitasvæðum. Hún hefur einangrað örverur af slíkum svæðum og lýst í vísindagreinum.

Snædís stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum. Hér er hún við sýnatökur á háhitasvæði.

Snædís vinnur nú ásamt samstarfsaðilum að rannsóknum á örverusamfélögum, samfélagsgerðum, áhrifum lífrænna og ólífrænna þátta á mótun þeirra og aðlögun að umhverfisaðstæðum. Einn liður í þessum rannsóknum er samanburður á erfðamengjum hitakærra baktería og greining á aðskilnaði tegunda.

Í doktorsnáminu vann Snædís með bakteríuna Rhodothermus marinus sem var einangruð úr fjöruhver í Ísafjarðardjúpi. Hún þróaði aðferðir til að erfðabreyta bakteríunni og auka möguleika á því að rannsaka hana, hvort sem er í vísindalegum eða hagnýtum tilgangi. Hún er nú í samstarfi um rannsóknir á efnaskiptalíffræði Rhodothermus marinus og breytingum á bakteríunni með það að markmiði að hún henti betur til notkunar í líftækniverum.

Örverur finnast nánast hvar sem er, til að mynda í heitum, súrum og jafnvel sjóðandi hverum. Hér sýnir rafeindasmásjármynd örverur úr 55°C heitum hver.

Snædís varð stúdent af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 1993. Hún lauk BS-prófi í lífffræði af sameindalínu frá Háskóla Íslands árið 1998 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2010. Hún hefur starfað við rannsóknir hjá líftæknifyrirtækinu Prokaria, hjá Matís og við Háskóla Íslands og var ráðin lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild skólans árið 2016. Snædís lauk diplómaprófi í háskólakennslufræðum árið 2017.

Myndir:
  • Úr safni SHB.

Útgáfudagur

27.6.2018

Síðast uppfært

14.4.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2018, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75989.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 27. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75989

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2018. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75989>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað?
Snædís H. Björnsdóttir er dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum.

Örverur finnast nánast alls staðar á jörðinni, meðal annars í heitum, súrum og jafnvel sjóðandi hverum. Þar mynda þær samfélög sem oft eru flókin og geta fengið orku úr ólífrænum efnum eins og járn- og brennisteinssamböndum. Snædís hefur rannsakað slík örverusamfélög, meðal annars í tengslum við umhverfismat og Rammaáætlun um nýtingu jarðvarma á háhitasvæðum. Hún hefur einangrað örverur af slíkum svæðum og lýst í vísindagreinum.

Snædís stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum. Hér er hún við sýnatökur á háhitasvæði.

Snædís vinnur nú ásamt samstarfsaðilum að rannsóknum á örverusamfélögum, samfélagsgerðum, áhrifum lífrænna og ólífrænna þátta á mótun þeirra og aðlögun að umhverfisaðstæðum. Einn liður í þessum rannsóknum er samanburður á erfðamengjum hitakærra baktería og greining á aðskilnaði tegunda.

Í doktorsnáminu vann Snædís með bakteríuna Rhodothermus marinus sem var einangruð úr fjöruhver í Ísafjarðardjúpi. Hún þróaði aðferðir til að erfðabreyta bakteríunni og auka möguleika á því að rannsaka hana, hvort sem er í vísindalegum eða hagnýtum tilgangi. Hún er nú í samstarfi um rannsóknir á efnaskiptalíffræði Rhodothermus marinus og breytingum á bakteríunni með það að markmiði að hún henti betur til notkunar í líftækniverum.

Örverur finnast nánast hvar sem er, til að mynda í heitum, súrum og jafnvel sjóðandi hverum. Hér sýnir rafeindasmásjármynd örverur úr 55°C heitum hver.

Snædís varð stúdent af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 1993. Hún lauk BS-prófi í lífffræði af sameindalínu frá Háskóla Íslands árið 1998 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2010. Hún hefur starfað við rannsóknir hjá líftæknifyrirtækinu Prokaria, hjá Matís og við Háskóla Íslands og var ráðin lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild skólans árið 2016. Snædís lauk diplómaprófi í háskólakennslufræðum árið 2017.

Myndir:
  • Úr safni SHB.

...