Sólin Sólin Rís 10:34 • sest 16:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:35 • Sest 11:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:46 • Síðdegis: 22:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgreina erfðavísa sem hafa áhrif á myndun eða þróun krabbameins í brjóstum. Skilgreining slíkra erfðavísa og skilningur á virkni þeirra getur gert það mögulegt að nota upplýsingar um þá til greiningar, meðferðar eða til þess að spá fyrir um horfur sjúklinga með meinið. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna og þrátt fyrir mikinn árangur í meðferð brjóstakrabbameins, 5 ára lifun er 92%, þá svara ekki allar konur lyfjameðferð og sumar þeirra fá meinið á ný. Því má gera betur og með aukinni þekkingu og skilningi á myndun brjóstaæxla verður hægt að spá betur fyrir um horfur brjóstakrabbameinssjúklinga. Rannsóknahópurinn hefur beint sjónum að litningabreytingum, sem eru algengar í brjóstaæxlum. Afleiðingar slíkra breytinga geta verið breytt tjáningarmynstur og samsetning erfðavísa sem geta stutt við æxlismyndun.

Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgreina erfðavísa sem hafa áhrif á myndun eða þróun krabbameins í brjóstum.

Hjá erfðafræðideild Íslenskrar erfðagreiningar leiddi Inga rannsóknahóp sem kannaði tengsl erfðabreytileika við sykursýki af tegund 2 og þarmabólgu með það fyrir augum að nýta mætti breytingarnar sjúklingum til hagsbóta, til dæmis við val á meðferð. Hjá lyfjaþróunardeild fyrirtækisins fékk Inga tækifæri til að rannsaka nánar einn af sykursýkiserfðavísunum. Lyfjaþróunardeild Íslenskrar erfðagreiningar nýtti niðurstöður erfðafræðirannsóknanna, skilgreindi virkni gena og þróaði lyf gegn þeim.

Inga fæddist í Reykjavík 1962 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1982. Eftir dvöl í Þýskalandi hélt Inga vestur um haf til Bandaríkjanna og lauk hún þar BS-prófi í líffræði frá Columbia-háskóla í New York 1987. Frá sama skóla lauk Inga MS-prófi í líffræði 1989 og doktorsprófi í frumu- og sameindalíffræði 1993. Að námi loknu vann Inga sem nýdoktor við Sloan-Kettering-krabbameinsstofnunina í New York. Árið 1997 flutti hún til Íslands á ný og hóf störf hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í lok árs 2007 hóf hún störf á meinafræðideild Landspítala.

Mynd:
  • Úr safni IR.

Útgáfudagur

20.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2018. Sótt 23. janúar 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=76109.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. ágúst). Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76109

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2018. Vefsíða. 23. jan. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76109>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?
Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgreina erfðavísa sem hafa áhrif á myndun eða þróun krabbameins í brjóstum. Skilgreining slíkra erfðavísa og skilningur á virkni þeirra getur gert það mögulegt að nota upplýsingar um þá til greiningar, meðferðar eða til þess að spá fyrir um horfur sjúklinga með meinið. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna og þrátt fyrir mikinn árangur í meðferð brjóstakrabbameins, 5 ára lifun er 92%, þá svara ekki allar konur lyfjameðferð og sumar þeirra fá meinið á ný. Því má gera betur og með aukinni þekkingu og skilningi á myndun brjóstaæxla verður hægt að spá betur fyrir um horfur brjóstakrabbameinssjúklinga. Rannsóknahópurinn hefur beint sjónum að litningabreytingum, sem eru algengar í brjóstaæxlum. Afleiðingar slíkra breytinga geta verið breytt tjáningarmynstur og samsetning erfðavísa sem geta stutt við æxlismyndun.

Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgreina erfðavísa sem hafa áhrif á myndun eða þróun krabbameins í brjóstum.

Hjá erfðafræðideild Íslenskrar erfðagreiningar leiddi Inga rannsóknahóp sem kannaði tengsl erfðabreytileika við sykursýki af tegund 2 og þarmabólgu með það fyrir augum að nýta mætti breytingarnar sjúklingum til hagsbóta, til dæmis við val á meðferð. Hjá lyfjaþróunardeild fyrirtækisins fékk Inga tækifæri til að rannsaka nánar einn af sykursýkiserfðavísunum. Lyfjaþróunardeild Íslenskrar erfðagreiningar nýtti niðurstöður erfðafræðirannsóknanna, skilgreindi virkni gena og þróaði lyf gegn þeim.

Inga fæddist í Reykjavík 1962 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1982. Eftir dvöl í Þýskalandi hélt Inga vestur um haf til Bandaríkjanna og lauk hún þar BS-prófi í líffræði frá Columbia-háskóla í New York 1987. Frá sama skóla lauk Inga MS-prófi í líffræði 1989 og doktorsprófi í frumu- og sameindalíffræði 1993. Að námi loknu vann Inga sem nýdoktor við Sloan-Kettering-krabbameinsstofnunina í New York. Árið 1997 flutti hún til Íslands á ný og hóf störf hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í lok árs 2007 hóf hún störf á meinafræðideild Landspítala.

Mynd:
  • Úr safni IR.

...