Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þegar sveppir eru tíndir, skiptir máli hvort þeir eru skornir eða slitnir upp?

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Þegar sveppir eru tíndir, skiptir máli hvort þeir eru skornir eða slitnir upp? Og ef svo er, hvers vegna?

Nei það skiptir ekki máli hvort sveppir eru skornir eða slitnir upp því það eru sveppaldin sem maður tínir en ekki líkami sveppsins. Líkami sveppsins er gerður úr fínlegum sveppþráðum og er til dæmis ofan í jarðvegi, vafinn utan um rótarenda hýsiltrjáa svepprótarsveppa eða inni í rotnandi trjábol. Svo lengi sem líkami sveppsins er ekki skemmdur þá mun hann framleiða fleiri aldin þegar aðstæður henta til fjölgunar. Aldin sveppa eru ætluð til þess að skýla því þegar gró sveppsins eru mynduð og að auðvelda dreifingu þeirra. Þegar gróin eru fokin út í veður og vind er hlutverki aldinanna lokið.

Kúalubbi (Leccinum scabrum) er einn allra algengasti hattsveppur á Íslandi og myndar svepprót með birki. Hann er ágætur matsveppur ef hann er ungur og óskemmdur.

Ef að ætlunin er að greina sveppi þá er nauðsynlegt að allur stafurinn fylgi með því á sumum sveppum eru greiningareinkenni á enda stafsins. Ef fólk hins vegar þekkir sveppinn þá skiptir ekki máli hvort það losar allt aldinið eða skilur endann eftir. Sveppatínslumenn ættu samt að leitast við að ganga vel um landið. Aldin matsveppa sem orðin eru of gömul til að nýtast til matar er best að láta standa óhreyfð.

Mynd:

Útgáfudagur

17.8.2018

Spyrjandi

Guðrún Bachmann

Höfundur

sveppafræðingur, Náttúrufræðistofnun, Akureyrarsetri

Tilvísun

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. „Þegar sveppir eru tíndir, skiptir máli hvort þeir eru skornir eða slitnir upp?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2018. Sótt 22. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=76201.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. (2018, 17. ágúst). Þegar sveppir eru tíndir, skiptir máli hvort þeir eru skornir eða slitnir upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76201

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. „Þegar sveppir eru tíndir, skiptir máli hvort þeir eru skornir eða slitnir upp?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2018. Vefsíða. 22. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76201>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

1973

Sigurbjörn Árni Arngrímsson er prófessor í íþróttafræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði HÍ og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn stundar rannsóknir á sviði heilsueflingar auk rannsókna á afreksíþróttafólki.