Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Björn Margeirsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Björn Margeirsson er rannsóknastjóri hjá plastframleiðslufyrirtækjunum og systurfyrirtækjunum Sæplast Iceland og Tempra, auk hlutastarfs sem lektor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Hjá Sæplasti og Tempru sinnir Björn bæði rannsóknum og vöruþróun á hverfisteyptum, fjölnota matvælakerum (einkum þekkt sem „fiskiker“ á Íslandi) fyrir Sæplast og einnota frauðplastkössum fyrir Tempru.

Björn (til vinstri) kælir fisk í kerum með Gunnari Þórðarsyni hjá Matís.

Rannsóknir Björns snúast einkum um hagnýtingu varmaflutningslíkangerðar fyrir einangraðar matvælapakkningar og áhrif mismunandi kæli- og pökkunaraðferða á hitastýringu, gæði og nýtingu í vinnslu- og flutningsferlum sjávarafurða. Ein afurð doktorsverkefnis hans var endurbætt hönnun frauðplastkassa, sem hefur verið í framleiðslu hjá stærsta framleiðanda frauðplastkassa á Íslandi (Tempru) síðan 2010. Í sumum rannsóknaverkefnum Björns hafa framleiðsluvörur beggja systurfyrirtækja (Sæplasts og Tempru) verið til skoðunar, enda geta í sumum tilfellum bæði ker og kassar komið til greina sem umbúðir fyrir ferskan fisk. Eitt áhugaverðasta yfirstandandi rannsókna- og þróunarverkefnið hjá Sæplasti snýst um ný flutningaker, sem ætlað er að minnka flutningskostnað á tómum kerum um allt að 50-60%, auka fiskgæði og hreinlæti. Þá hefur Björn einnig komið að fjölda verkefna um aflameðferð, frystingu og þurrkun sjávarfangs.

Björn er fæddur árið 1979. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1998, BS-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og MS-prófi í vélaverkfræði frá Chalmers-tækniháskólanum (CTH) árið 2007. Samhliða störfum hjá Matís frá 2007 vann hann að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands um hermun hitastigsbreytinga í flutningi ferskra fiskafurða, sem hann lauk árið 2012. Björn hóf störf sem rannsóknastjóri hjá Sæplasti og Tempru árið 2013. Hann sinnti stundakennslu við Háskóla Íslands frá 2007 til 2016 þegar hann tók við hlutastarfi lektors í vélaverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild.

Mynd:
  • Úr safni BM.

Útgáfudagur

10.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Björn Margeirsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 10. september 2018. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76294.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 10. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Björn Margeirsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76294

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Björn Margeirsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2018. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76294>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Björn Margeirsson rannsakað?
Björn Margeirsson er rannsóknastjóri hjá plastframleiðslufyrirtækjunum og systurfyrirtækjunum Sæplast Iceland og Tempra, auk hlutastarfs sem lektor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Hjá Sæplasti og Tempru sinnir Björn bæði rannsóknum og vöruþróun á hverfisteyptum, fjölnota matvælakerum (einkum þekkt sem „fiskiker“ á Íslandi) fyrir Sæplast og einnota frauðplastkössum fyrir Tempru.

Björn (til vinstri) kælir fisk í kerum með Gunnari Þórðarsyni hjá Matís.

Rannsóknir Björns snúast einkum um hagnýtingu varmaflutningslíkangerðar fyrir einangraðar matvælapakkningar og áhrif mismunandi kæli- og pökkunaraðferða á hitastýringu, gæði og nýtingu í vinnslu- og flutningsferlum sjávarafurða. Ein afurð doktorsverkefnis hans var endurbætt hönnun frauðplastkassa, sem hefur verið í framleiðslu hjá stærsta framleiðanda frauðplastkassa á Íslandi (Tempru) síðan 2010. Í sumum rannsóknaverkefnum Björns hafa framleiðsluvörur beggja systurfyrirtækja (Sæplasts og Tempru) verið til skoðunar, enda geta í sumum tilfellum bæði ker og kassar komið til greina sem umbúðir fyrir ferskan fisk. Eitt áhugaverðasta yfirstandandi rannsókna- og þróunarverkefnið hjá Sæplasti snýst um ný flutningaker, sem ætlað er að minnka flutningskostnað á tómum kerum um allt að 50-60%, auka fiskgæði og hreinlæti. Þá hefur Björn einnig komið að fjölda verkefna um aflameðferð, frystingu og þurrkun sjávarfangs.

Björn er fæddur árið 1979. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1998, BS-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og MS-prófi í vélaverkfræði frá Chalmers-tækniháskólanum (CTH) árið 2007. Samhliða störfum hjá Matís frá 2007 vann hann að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands um hermun hitastigsbreytinga í flutningi ferskra fiskafurða, sem hann lauk árið 2012. Björn hóf störf sem rannsóknastjóri hjá Sæplasti og Tempru árið 2013. Hann sinnti stundakennslu við Háskóla Íslands frá 2007 til 2016 þegar hann tók við hlutastarfi lektors í vélaverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild.

Mynd:
  • Úr safni BM.

...