Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Jukka Heinonen rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Jukka Heinonen er prófessor í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa aðallega að sjálfbærni manngerðs umhverfis.

Jukka er með doktorsgráðu í fasteignahagfræði frá Aalto-háskóla í Finnlandi og MS-gráðu í félagsvísindum (hagfræði) frá Helsinki-háskóla. Í rannsóknum sínum hefur hann einbeitt sér að útreikningum á neyslutengdri losun gróðurhúsalofttegunda, svokallaðs kolefnisspors. Niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að þær aðferðir sem nú er beitt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiði til aukinnar „úthýsingar“ á losun og skapi stöðu sem kalla má „lágkolefnissjónhverfingu borgarinnar.“ Jukka hefur þannig meðal annars sýnt fram á að kolefnislosun Íslendinga á mann er ein sú hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn, þrátt fyrir hlutfallslega lága kolefnislosun innanlands.

Í rannsóknum sínum hefur Jukka einbeitt sér að útreikningum á neyslutengdri losun gróðurhúsalofttegunda, svokallaðs kolefnisspors.

Jukka hefur á síðari árum rannsakað svokölluð endurvarpsáhrif í neyslumynstri, það er að segja hvernig það að draga úr neyslu á vöru eða þjónustu á einu sviði getur leitt til aukinnar neyslu á öðru sviði. Heildaráhrifin eru oft þau að árangur sértækra aðgerða sem beitt er til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem þegar dregið er úr notkun bíla í þéttbýli, verður minni en ætla mætti.

Jukka Heinonen hefur birt fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindaritum. Hann gegnir stöðu aðjúnkt-prófessors við Aalto-háskólann í Finnlandi, auk þess að vera gestarannsakandi við Háskólann í Nýju Suður-Wales í Sydney í Ástralíu. Hann hefur einnig verið gestarannsakandi í boði Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum sem er meðal fremstu háskóla heims í umhverfisvísindum.

Jukka er fæddur árið 1977 í Vantaa í Finnlandi. Að loknu doktorsprófi starfaði hann sem nýdoktor við Aalto-háskóla þar til hann tók við stöðu dósents við byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands árið 2014. Þar hlaut hann framgang í stöðu prófessors árið 2016.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

2.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jukka Heinonen rannsakað?“ Vísindavefurinn, 2. október 2018. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76404.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 2. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Jukka Heinonen rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76404

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jukka Heinonen rannsakað?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2018. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76404>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jukka Heinonen rannsakað?
Jukka Heinonen er prófessor í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa aðallega að sjálfbærni manngerðs umhverfis.

Jukka er með doktorsgráðu í fasteignahagfræði frá Aalto-háskóla í Finnlandi og MS-gráðu í félagsvísindum (hagfræði) frá Helsinki-háskóla. Í rannsóknum sínum hefur hann einbeitt sér að útreikningum á neyslutengdri losun gróðurhúsalofttegunda, svokallaðs kolefnisspors. Niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að þær aðferðir sem nú er beitt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiði til aukinnar „úthýsingar“ á losun og skapi stöðu sem kalla má „lágkolefnissjónhverfingu borgarinnar.“ Jukka hefur þannig meðal annars sýnt fram á að kolefnislosun Íslendinga á mann er ein sú hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn, þrátt fyrir hlutfallslega lága kolefnislosun innanlands.

Í rannsóknum sínum hefur Jukka einbeitt sér að útreikningum á neyslutengdri losun gróðurhúsalofttegunda, svokallaðs kolefnisspors.

Jukka hefur á síðari árum rannsakað svokölluð endurvarpsáhrif í neyslumynstri, það er að segja hvernig það að draga úr neyslu á vöru eða þjónustu á einu sviði getur leitt til aukinnar neyslu á öðru sviði. Heildaráhrifin eru oft þau að árangur sértækra aðgerða sem beitt er til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem þegar dregið er úr notkun bíla í þéttbýli, verður minni en ætla mætti.

Jukka Heinonen hefur birt fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindaritum. Hann gegnir stöðu aðjúnkt-prófessors við Aalto-háskólann í Finnlandi, auk þess að vera gestarannsakandi við Háskólann í Nýju Suður-Wales í Sydney í Ástralíu. Hann hefur einnig verið gestarannsakandi í boði Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum sem er meðal fremstu háskóla heims í umhverfisvísindum.

Jukka er fæddur árið 1977 í Vantaa í Finnlandi. Að loknu doktorsprófi starfaði hann sem nýdoktor við Aalto-háskóla þar til hann tók við stöðu dósents við byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands árið 2014. Þar hlaut hann framgang í stöðu prófessors árið 2016.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...