Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Gunnarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Rannsóknarsvið Sigrúnar Gunnarsdóttur snýr að velferð starfsfólks með áherslu á starfsumhverfi, samskipti, stjórnun og forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði fyrst í heilsugæslu og síðar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlæknisembætti sem verkefnisstjóri heilsueflingar. Í framhaldi af starfi á vettvangi heilsugæslu, heilsueflingar og lýðheilsu hefur Sigrún einbeitt sér að rannsóknum og kennslu þar sem áherslan er á líðan fólks í vinnu og sálfélagslega þætti sem hafa áhrif á heilsu og líðan starfsmanna. Sigrún starfaði sem gæðastjóri Landspítala, leiddi þar deild heilsueflingar og öryggis starfsmanna og vann síðar á sjúkrahúsinu sem ráðgjafi og rannsakandi.

Rannsóknarsvið Sigrúnar Gunnarsdóttur snýr að velferð starfsfólks með áherslu á starfsumhverfi, samskipti, stjórnun og forystu.

Sigrún lauk meistaragráðu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2000 og fjallaði rannsóknarverkefni hennar um heilsueflingu starfsfólks í þvottahúsi og eldhúsi Landspítala. Árið 2005 lauk Sigrún doktorsprófi við London School of Hygiene & Tropical Medicine á sviði lýðheilsu, stefnumótunar og stjórnunar. Efni doktorsritgerðarinnar er starfsumhverfi á Landspítala, líðan hjúkrunarfræðinga í starfi og gæði þjónustunnar og var rannsóknin hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem byggir á meginþáttum Magnet-sjúkrahúsa (Magnet er viðurkenning sem sjúkrahús hljóta fyrir góða stjórnun, gott starfsmannahald og betri þjónustu við sjúklinga). Á námsárunum í London byrjaði Sigrún að starfa sem ráðgjafi fyrir Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Kaupmannahöfn vegna verkefna á sviði mannauðsmála heilbrigðisþjónustu og nýtti rannsóknir sínar til að taka þátt í ritun bókarinnar Human resources for health in Europe sem gefin var út árið 2006 af WHO og European Observatory í London.

Sigrún var um árabil stundakennari við Norræna lýðheilsuskólann í Gautaborg og frá árinu 2007 hefur hún starfað við Háskóla Íslands, fyrst í hjúkrunarfræðideild og frá 2016 í viðskiptafræðideild. Frá árinu 2013 hefur Sigrún einnig starfað sem dósent við Háskólann á Bifröst og leitt þar nám um þjónandi forystu.

Rannsóknir Sigrúnar hafa birst í tímaritum hérlendis og erlendis sem og í bókarköflum. Síðustu árin hefur rannsóknarsvið hennar verið starfsumhverfi og áhrifaþættir vellíðunar og árangurs með sérstakri áherslu á þjónandi forystu. Sigrún er þátttakandi í íslenskum og erlendum rannsóknarverkefnum um starfsumhverfi og árangur og leiðir nokkur rannsóknarverkefni um þjónandi forystu hérlendis og í samvinnu við samstarfsfólk á Norðurlöndunum. Meðal núverandi rannsóknarverkefna eru samskipti og nýting þjónandi forystu á vettvangi ráðuneyta og sveitarstjórna, hagnýting þjónandi forystu í fyrirtækjum, innleiðing straumlínustjórnunar með hliðsjón af líðan starfsfólks, gildi þjónandi forystu fyrir sköpun og heilsueflandi starfsumhverfi og forysta í heilbrigðisþjónustu.

Sigrún leiðir Þekkingarsetur um þjónandi forystu hér á landi og er varaformaður stjórnar NOVO sem eru samtök rannsakenda á Norðurlöndum um heilbrigt og sjálfbært starfsumhverfi heilbrigðisþjónustu. Sigrún var varaþingmaður árin 2013-2017 og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra árið 2017.

Mynd:
  • Úr safni SG.

Útgáfudagur

22.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Gunnarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2019, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76442.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 22. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Gunnarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76442

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Gunnarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2019. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76442>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Gunnarsdóttir rannsakað?
Rannsóknarsvið Sigrúnar Gunnarsdóttur snýr að velferð starfsfólks með áherslu á starfsumhverfi, samskipti, stjórnun og forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði fyrst í heilsugæslu og síðar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlæknisembætti sem verkefnisstjóri heilsueflingar. Í framhaldi af starfi á vettvangi heilsugæslu, heilsueflingar og lýðheilsu hefur Sigrún einbeitt sér að rannsóknum og kennslu þar sem áherslan er á líðan fólks í vinnu og sálfélagslega þætti sem hafa áhrif á heilsu og líðan starfsmanna. Sigrún starfaði sem gæðastjóri Landspítala, leiddi þar deild heilsueflingar og öryggis starfsmanna og vann síðar á sjúkrahúsinu sem ráðgjafi og rannsakandi.

Rannsóknarsvið Sigrúnar Gunnarsdóttur snýr að velferð starfsfólks með áherslu á starfsumhverfi, samskipti, stjórnun og forystu.

Sigrún lauk meistaragráðu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2000 og fjallaði rannsóknarverkefni hennar um heilsueflingu starfsfólks í þvottahúsi og eldhúsi Landspítala. Árið 2005 lauk Sigrún doktorsprófi við London School of Hygiene & Tropical Medicine á sviði lýðheilsu, stefnumótunar og stjórnunar. Efni doktorsritgerðarinnar er starfsumhverfi á Landspítala, líðan hjúkrunarfræðinga í starfi og gæði þjónustunnar og var rannsóknin hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem byggir á meginþáttum Magnet-sjúkrahúsa (Magnet er viðurkenning sem sjúkrahús hljóta fyrir góða stjórnun, gott starfsmannahald og betri þjónustu við sjúklinga). Á námsárunum í London byrjaði Sigrún að starfa sem ráðgjafi fyrir Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Kaupmannahöfn vegna verkefna á sviði mannauðsmála heilbrigðisþjónustu og nýtti rannsóknir sínar til að taka þátt í ritun bókarinnar Human resources for health in Europe sem gefin var út árið 2006 af WHO og European Observatory í London.

Sigrún var um árabil stundakennari við Norræna lýðheilsuskólann í Gautaborg og frá árinu 2007 hefur hún starfað við Háskóla Íslands, fyrst í hjúkrunarfræðideild og frá 2016 í viðskiptafræðideild. Frá árinu 2013 hefur Sigrún einnig starfað sem dósent við Háskólann á Bifröst og leitt þar nám um þjónandi forystu.

Rannsóknir Sigrúnar hafa birst í tímaritum hérlendis og erlendis sem og í bókarköflum. Síðustu árin hefur rannsóknarsvið hennar verið starfsumhverfi og áhrifaþættir vellíðunar og árangurs með sérstakri áherslu á þjónandi forystu. Sigrún er þátttakandi í íslenskum og erlendum rannsóknarverkefnum um starfsumhverfi og árangur og leiðir nokkur rannsóknarverkefni um þjónandi forystu hérlendis og í samvinnu við samstarfsfólk á Norðurlöndunum. Meðal núverandi rannsóknarverkefna eru samskipti og nýting þjónandi forystu á vettvangi ráðuneyta og sveitarstjórna, hagnýting þjónandi forystu í fyrirtækjum, innleiðing straumlínustjórnunar með hliðsjón af líðan starfsfólks, gildi þjónandi forystu fyrir sköpun og heilsueflandi starfsumhverfi og forysta í heilbrigðisþjónustu.

Sigrún leiðir Þekkingarsetur um þjónandi forystu hér á landi og er varaformaður stjórnar NOVO sem eru samtök rannsakenda á Norðurlöndum um heilbrigt og sjálfbært starfsumhverfi heilbrigðisþjónustu. Sigrún var varaþingmaður árin 2013-2017 og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra árið 2017.

Mynd:
  • Úr safni SG.

...