Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er til fornt íslenskt orð yfir það að hreinsa lús úr höfði?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Sonur minn Hannes, er að leika í Jörundi hundadagakonungi um þessar mundir í Færeyjum. Hann spurði mig um orð yfir lúshreinsun, á íslensku. Ég var með orðið, að kemba, og lúshreinsa, menn voru svo kallaðir lúsablesar, en það orð var nú notað í fleirri merkingum. Er til fornt orð yfir þessa athöfn að hreinsa lús úr höfði?

Nafnorðið lús og lýsingarorðið lúsugur finnast í fornmálsorðabók Johans Fritzners sem og orðasambandið sárt bítr soltin lús (1891 II:572). Elst dæmi um orðasambandið að leita einhverjum lúsa í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá lokum 18. aldar en ætla má að það sé talsvert eldra í töluðu máli. Um lúsakamb er elst dæmi í Ritmálsskránni frá miðri 19. öld og aðeins yngra er dæmi um lúsagreiðu, eða frá lokum 19. aldar.

Um lúsakamb er elst dæmi í Ritmálsskránni frá miðri 19. öld og aðeins yngra er dæmi um lúsagreiðu, eða frá lokum 19. aldar. Mynd af lúsakamb sem fannst við uppgröft árið 1984 í rústum bæjarins Stóru-Borg undir Eyjafjöllum.

Lúsin var svo algeng að ekki hefur þótt ástæða til að skrifa mikið um hana. Hugmynd um hvað menn reyndu til að losna við þennan óvinsæla gest má lesa um í stuttum kafla í riti Jónasar Jónassonar, Íslenzkir þjóðhættir (1961: 33) en bókin var rituð í lok 19. aldar. Þar segir meðal annars:

Lúsin var aftur manns eigin eign, enda var almennt álitið, að hún sprytti innan úr holdi manns og væri því ekki til neins að ætla sér að reyna að eyða henni útvortis frá, en ef menn átu mulninga (lúsamulninga), var það segin saga að menn skriðu kvikir í lús. Þó vildu flestir vera lausir við þessa gesti, sem von var, og var leitað ýmsra ráða, t.d. að leggja lúsalyng (krækiberjalyng) undir rúmfötin í rúmið, bera á sér bein úr dauðum manni, og Atli segir frá ýmsum ráðum við lús, til dæmis taka vel tilreyktan pípuhaus, mylja hann í duft og gera smyrsli af.

Neðanmáls stendur að öruggasta ráð til að eyða lús sé að taka lifandi kött og binda hann á bakið á þeim sem lúsugur er og láta köttinn liggja þar heila nótt. Þá séu lýsnar komnar í æxli eða kúlu undir skinninu þar sem kötturinn lá og ekki þurfi annað en spretta á kúluna og hleypa öllu út. (Mulningar (lúsamulningar) eru berin á sortulynginu. Atli er rit séra Björns Halldórssonar sem fyrst kom út 1790, leiðarvísir fyrir bændur).

Smásjármynd af höfuðlús (Pediculus humanus capitis) og hárum.

Heimildir:

  • Fritzner, Johan. 1891. Ordbog over det gamle norske Sprog. Andet Bind, Hl–P, bls. 572. Den norske Forlagsforening: Kristiania.
  • Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Íslenzkir þjóðhættir. 1961. Þriðja útgáfa. Einar Ólafur Sveinsson bjó undir prentun. Ísafoldarprentsmiðja h.f.: Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.11.2018

Spyrjandi

Gísli Guðmundur Engilbertsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til fornt íslenskt orð yfir það að hreinsa lús úr höfði?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76540.

Guðrún Kvaran. (2018, 21. nóvember). Er til fornt íslenskt orð yfir það að hreinsa lús úr höfði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76540

Guðrún Kvaran. „Er til fornt íslenskt orð yfir það að hreinsa lús úr höfði?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76540>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til fornt íslenskt orð yfir það að hreinsa lús úr höfði?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Sonur minn Hannes, er að leika í Jörundi hundadagakonungi um þessar mundir í Færeyjum. Hann spurði mig um orð yfir lúshreinsun, á íslensku. Ég var með orðið, að kemba, og lúshreinsa, menn voru svo kallaðir lúsablesar, en það orð var nú notað í fleirri merkingum. Er til fornt orð yfir þessa athöfn að hreinsa lús úr höfði?

Nafnorðið lús og lýsingarorðið lúsugur finnast í fornmálsorðabók Johans Fritzners sem og orðasambandið sárt bítr soltin lús (1891 II:572). Elst dæmi um orðasambandið að leita einhverjum lúsa í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá lokum 18. aldar en ætla má að það sé talsvert eldra í töluðu máli. Um lúsakamb er elst dæmi í Ritmálsskránni frá miðri 19. öld og aðeins yngra er dæmi um lúsagreiðu, eða frá lokum 19. aldar.

Um lúsakamb er elst dæmi í Ritmálsskránni frá miðri 19. öld og aðeins yngra er dæmi um lúsagreiðu, eða frá lokum 19. aldar. Mynd af lúsakamb sem fannst við uppgröft árið 1984 í rústum bæjarins Stóru-Borg undir Eyjafjöllum.

Lúsin var svo algeng að ekki hefur þótt ástæða til að skrifa mikið um hana. Hugmynd um hvað menn reyndu til að losna við þennan óvinsæla gest má lesa um í stuttum kafla í riti Jónasar Jónassonar, Íslenzkir þjóðhættir (1961: 33) en bókin var rituð í lok 19. aldar. Þar segir meðal annars:

Lúsin var aftur manns eigin eign, enda var almennt álitið, að hún sprytti innan úr holdi manns og væri því ekki til neins að ætla sér að reyna að eyða henni útvortis frá, en ef menn átu mulninga (lúsamulninga), var það segin saga að menn skriðu kvikir í lús. Þó vildu flestir vera lausir við þessa gesti, sem von var, og var leitað ýmsra ráða, t.d. að leggja lúsalyng (krækiberjalyng) undir rúmfötin í rúmið, bera á sér bein úr dauðum manni, og Atli segir frá ýmsum ráðum við lús, til dæmis taka vel tilreyktan pípuhaus, mylja hann í duft og gera smyrsli af.

Neðanmáls stendur að öruggasta ráð til að eyða lús sé að taka lifandi kött og binda hann á bakið á þeim sem lúsugur er og láta köttinn liggja þar heila nótt. Þá séu lýsnar komnar í æxli eða kúlu undir skinninu þar sem kötturinn lá og ekki þurfi annað en spretta á kúluna og hleypa öllu út. (Mulningar (lúsamulningar) eru berin á sortulynginu. Atli er rit séra Björns Halldórssonar sem fyrst kom út 1790, leiðarvísir fyrir bændur).

Smásjármynd af höfuðlús (Pediculus humanus capitis) og hárum.

Heimildir:

  • Fritzner, Johan. 1891. Ordbog over det gamle norske Sprog. Andet Bind, Hl–P, bls. 572. Den norske Forlagsforening: Kristiania.
  • Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Íslenzkir þjóðhættir. 1961. Þriðja útgáfa. Einar Ólafur Sveinsson bjó undir prentun. Ísafoldarprentsmiðja h.f.: Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Myndir:

...