Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Er það rétt að allir forsetar Bandaríkjanna sem hafa verið kjörnir á ártali sem endar á núll hafa látist í embætti?

GÞM

Af átta forsetum Bandaríkjanna sem látist hafa í embætti tók meirihluti þeirra við embættinu á ártali sem endar á núlli. Hins vegar flækir það málið aðeins að sumir þeirra gegndu forsetaembættinu í meira en eitt kjörtímabil og létust á því kjörtímabili sem byrjaði ekki á ártali sem endar á núlli.

Fimm forsetanna, þeir William Henry Harrison (1773-1841, kjörinn 1840), James Abraham Garfield (1831-1881, kjörinn 1880), Warren Gamaliel Harding (1865-1923, kjörinn 1920), William McKinley (1843-1901, kjörinn 1896 og 1900) og John Fitzgerald Kennedy (1917-1963, kjörinn 1960) létust allir á kjörtímabili sem byrjaði á ártali sem endar á núlli.

Tveir aðrir forsetar þjónuðu meira en eitt kjörtímabil og voru einhvern tíma kjörnir á ártali sem endar á núlli, en létust ekki á því kjörtímabili. Þetta eru þeir Abraham Lincoln (1809-1865, kjörinn 1860 og 1864) og Franklin Delano Roosevelt (1882-1945, kjörinn 1932, 1936, 1940 og 1944).

Að lokum eyðileggja tveir forsetar „kenninguna“ sem sett er fram í spurningunni. Zachary Taylor (1784-1850), sem sést hér á mynd til hliðar, lést af völdum magaflensu 1850, en var kjörinn árið 1848, sem endar ekki á núlli. Að lokum tók Millard Fillmore (1800-1874) svo við embætti af Zachary Taylor árið 1850, sem endar vissulega á núlli, en Fillmore lifði ágætu lífi fram á áttræðisaldur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.8.2009

Spyrjandi

Hörður Garðarsson

Tilvísun

GÞM. „Er það rétt að allir forsetar Bandaríkjanna sem hafa verið kjörnir á ártali sem endar á núll hafa látist í embætti?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2009. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7655.

GÞM. (2009, 26. ágúst). Er það rétt að allir forsetar Bandaríkjanna sem hafa verið kjörnir á ártali sem endar á núll hafa látist í embætti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7655

GÞM. „Er það rétt að allir forsetar Bandaríkjanna sem hafa verið kjörnir á ártali sem endar á núll hafa látist í embætti?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2009. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7655>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að allir forsetar Bandaríkjanna sem hafa verið kjörnir á ártali sem endar á núll hafa látist í embætti?
Af átta forsetum Bandaríkjanna sem látist hafa í embætti tók meirihluti þeirra við embættinu á ártali sem endar á núlli. Hins vegar flækir það málið aðeins að sumir þeirra gegndu forsetaembættinu í meira en eitt kjörtímabil og létust á því kjörtímabili sem byrjaði ekki á ártali sem endar á núlli.

Fimm forsetanna, þeir William Henry Harrison (1773-1841, kjörinn 1840), James Abraham Garfield (1831-1881, kjörinn 1880), Warren Gamaliel Harding (1865-1923, kjörinn 1920), William McKinley (1843-1901, kjörinn 1896 og 1900) og John Fitzgerald Kennedy (1917-1963, kjörinn 1960) létust allir á kjörtímabili sem byrjaði á ártali sem endar á núlli.

Tveir aðrir forsetar þjónuðu meira en eitt kjörtímabil og voru einhvern tíma kjörnir á ártali sem endar á núlli, en létust ekki á því kjörtímabili. Þetta eru þeir Abraham Lincoln (1809-1865, kjörinn 1860 og 1864) og Franklin Delano Roosevelt (1882-1945, kjörinn 1932, 1936, 1940 og 1944).

Að lokum eyðileggja tveir forsetar „kenninguna“ sem sett er fram í spurningunni. Zachary Taylor (1784-1850), sem sést hér á mynd til hliðar, lést af völdum magaflensu 1850, en var kjörinn árið 1848, sem endar ekki á núlli. Að lokum tók Millard Fillmore (1800-1874) svo við embætti af Zachary Taylor árið 1850, sem endar vissulega á núlli, en Fillmore lifði ágætu lífi fram á áttræðisaldur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...