Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Hrönn Pálmadóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hrönn Pálmadóttir er dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru samskipti og leikur barna og hlutverk leikskólakennara. Nú vinnur hún að rannsókn þar sem könnuð eru viðhorf leikskólakennara og foreldra með ólíkan bakgrunn um upphaf leikskólagöngu barna. Auk þess tekur Hrönn þátt í rannsóknarverkefninu Politics of Belonging: Promoting childrens inclusion in educational settings across borders ásamt sérfræðingum frá Finnlandi, Hollandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Hrönn lauk doktorsprófi árið 2015 og fjallaði ritgerð hennar um það hvernig yngstu leikskólabörnin tjá sjónarmið sín og skapa samfélag í leik.

Meginviðfangsefni Hrannar í kennslu og rannsóknum eru samskipti og leikur barna og hlutverk leikskólakennara.

Undanfarin ár hefur Hrönn tekið þátt í rannsóknar- og þróunarverkefnum hér á landi. Flest fela þau í sér að bæta við þekkingu á sviðinu, þjónustu við skóla til að þróa starf sitt og að þróa kennslu í háskólanum. Má þar nefna verkefnið Má ég vera með? þar sem samskipti barna og starfsmanna í leikskólanum voru í brennidepli. Hrönn tók þátt í rannsókninni Raddir barna sem unnin var í samvinnu við Rannsóknarstofu í menntunarfræði ungra barna RannUng. Markmiðið var að varpa ljósi á viðhorf og hugmyndir barna á ýmsum þáttum í daglegu lífi þeirra og skólagöngu.

Hrönn hefur einnig tekið þátt í norrænum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á viðfangsefnum sem eru aðkallandi í menntun ungra barna. Nordplus-verkefnið: Young children in preschool teacher education, þar sem sérfræðingar úr háskólum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð auk Íslands skoðuðu umfjöllun í námi leikskólakennara um leikskólastarf með börnum undir þriggja ára aldri. Nýjasta Nordplus-verkefnið fjallar um sjálfbærni og hvernig má ýta undir þann þátt í leikskólastarfi.

Hrönn er fædd 1954 og lauk prófi frá Fósturskóla Íslands 1976. Hún lauk prófi í sérkennslufræðum frá Högskolen for specialutdanning í Noregi 1983. Grunnskólakennaraprófi 1992 og meistaraprófi í menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands 2001. Doktorsprófi frá Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands 2015.

Hrönn hefur starfað í leikskólum, á barnageðdeild og vistheimili barna. Hún hefur kennt í Fósturskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og frá árinu 2008 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Mynd

  • © Kristinn Ingólfsson

Útgáfudagur

18.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hrönn Pálmadóttir stundað? “ Vísindavefurinn, 18. desember 2018. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76630.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 18. desember). Hvaða rannsóknir hefur Hrönn Pálmadóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76630

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hrönn Pálmadóttir stundað? “ Vísindavefurinn. 18. des. 2018. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76630>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Hrönn Pálmadóttir stundað?
Hrönn Pálmadóttir er dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru samskipti og leikur barna og hlutverk leikskólakennara. Nú vinnur hún að rannsókn þar sem könnuð eru viðhorf leikskólakennara og foreldra með ólíkan bakgrunn um upphaf leikskólagöngu barna. Auk þess tekur Hrönn þátt í rannsóknarverkefninu Politics of Belonging: Promoting childrens inclusion in educational settings across borders ásamt sérfræðingum frá Finnlandi, Hollandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Hrönn lauk doktorsprófi árið 2015 og fjallaði ritgerð hennar um það hvernig yngstu leikskólabörnin tjá sjónarmið sín og skapa samfélag í leik.

Meginviðfangsefni Hrannar í kennslu og rannsóknum eru samskipti og leikur barna og hlutverk leikskólakennara.

Undanfarin ár hefur Hrönn tekið þátt í rannsóknar- og þróunarverkefnum hér á landi. Flest fela þau í sér að bæta við þekkingu á sviðinu, þjónustu við skóla til að þróa starf sitt og að þróa kennslu í háskólanum. Má þar nefna verkefnið Má ég vera með? þar sem samskipti barna og starfsmanna í leikskólanum voru í brennidepli. Hrönn tók þátt í rannsókninni Raddir barna sem unnin var í samvinnu við Rannsóknarstofu í menntunarfræði ungra barna RannUng. Markmiðið var að varpa ljósi á viðhorf og hugmyndir barna á ýmsum þáttum í daglegu lífi þeirra og skólagöngu.

Hrönn hefur einnig tekið þátt í norrænum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á viðfangsefnum sem eru aðkallandi í menntun ungra barna. Nordplus-verkefnið: Young children in preschool teacher education, þar sem sérfræðingar úr háskólum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð auk Íslands skoðuðu umfjöllun í námi leikskólakennara um leikskólastarf með börnum undir þriggja ára aldri. Nýjasta Nordplus-verkefnið fjallar um sjálfbærni og hvernig má ýta undir þann þátt í leikskólastarfi.

Hrönn er fædd 1954 og lauk prófi frá Fósturskóla Íslands 1976. Hún lauk prófi í sérkennslufræðum frá Högskolen for specialutdanning í Noregi 1983. Grunnskólakennaraprófi 1992 og meistaraprófi í menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands 2001. Doktorsprófi frá Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands 2015.

Hrönn hefur starfað í leikskólum, á barnageðdeild og vistheimili barna. Hún hefur kennt í Fósturskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og frá árinu 2008 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Mynd

  • © Kristinn Ingólfsson

...