Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Unnar Arnalds rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Unnar Arnalds er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskólans. Hann stundar rannsóknir í eðlisfræði þéttefnis með áherslu á efniseðlisfræði og þróun nýrra efna og á eiginleikum spunakerfa. Hann hefur auk þess starfað að þróun tækjabúnaðar í eðlisfræði og efnisvísindum og smíðaði meðal annars fyrstu smugsjána sem sett var upp á Íslandi og var notuð í rannsóknir á yfirborðum með atómgreinigæðum.

Sérsvið Unnars eru þróun nýrra efna og rannsóknir í efniseðlisfræði og á eiginleikum spunakerfa.

Meðal sérsviða Unnars eru rannsóknir á eiginleikum fatraðra (e. frustrated) gervispunakerfa sem búin eru til með aðferðum nanótækni. Upphaf rannsókna á gervispunakerfum eins og gervispunaíss má rekja til kristalla sem kallast spunaísar. Í spunaísum leiðir uppröðun atóma til fötrunar í uppröðun segulstefna en í þessum efnum hefur meðal annars verið sýnt fram á birtingarmynd frjálsra seguleinskauta. Gervispunaís er tvívítt birtingarform spunaíss þar sem unnt er að stýra rúmfræðilegum eiginleikum nanómynstranna, svo sem gerð og víxlverkunarstyrk milli mynstureininga. Með því má ákvarða áhrif þeirra á seguluppröðun og hreyfifræði í víxlverkandi og fötruðum kerfum. Slíkar rannsóknir gefa tækifæri til að skoða þá eðlisfræði sem liggur að baki því hvernig uppröðun og víxlverkun stjórna eiginleikum og hegðun kerfa.

Innan efnisvísinda hefur Unnar einbeitt sér að þróun nýrra efna og örmynstra, rannsóknum á eðlisfræði þeirra og hagnýtingu þeirra í iðnaði. Í þessari rannsóknar- og þróunarvinnu hefur Unnar mest beitt aðferðum segulspætunar og örtækni. Hann hefur starfað sem umsjónarmaður Örtæknikjarna Háskóla Íslands frá árinu 2014.

Í rannsóknum sínum notast Unnar við rannsóknarinnviði Örtæknikjarna Háskóla Íslands, bæði til þróunar nýrra efna og rannsóknum á eiginleikum þeirra.

Unnar er fæddur árið 1976 og lauk B.Sc.-gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og M.Sc.-gráðu í eðlisfræði árið 2002. Hann hóf störf í framhaldi af því hjá þróunarfyrirtækinu Matvice ehf. þar sem hann vann að þróun smugsjártækni og efnisræktunar á nanóskala. Árið 2007 fluttist hann til Svíþjóðar og lauk doktorsnámi í eðlisfræði frá Uppsala-háskóla árið 2012. Hann hefur starfað sem fræðimaður hjá Raunvísindastofnun Háskólans frá árinu 2014. Unnar er einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Grein Research ehf., sem starfar að þróun nýrra efna fyrir hagnýtingu í iðnaði og ráðgjöf og þjónustu í efnisvísindum.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni UA.

Útgáfudagur

3.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Unnar Arnalds rannsakað?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2018, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76738.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Unnar Arnalds rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76738

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Unnar Arnalds rannsakað?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2018. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76738>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Unnar Arnalds rannsakað?
Unnar Arnalds er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskólans. Hann stundar rannsóknir í eðlisfræði þéttefnis með áherslu á efniseðlisfræði og þróun nýrra efna og á eiginleikum spunakerfa. Hann hefur auk þess starfað að þróun tækjabúnaðar í eðlisfræði og efnisvísindum og smíðaði meðal annars fyrstu smugsjána sem sett var upp á Íslandi og var notuð í rannsóknir á yfirborðum með atómgreinigæðum.

Sérsvið Unnars eru þróun nýrra efna og rannsóknir í efniseðlisfræði og á eiginleikum spunakerfa.

Meðal sérsviða Unnars eru rannsóknir á eiginleikum fatraðra (e. frustrated) gervispunakerfa sem búin eru til með aðferðum nanótækni. Upphaf rannsókna á gervispunakerfum eins og gervispunaíss má rekja til kristalla sem kallast spunaísar. Í spunaísum leiðir uppröðun atóma til fötrunar í uppröðun segulstefna en í þessum efnum hefur meðal annars verið sýnt fram á birtingarmynd frjálsra seguleinskauta. Gervispunaís er tvívítt birtingarform spunaíss þar sem unnt er að stýra rúmfræðilegum eiginleikum nanómynstranna, svo sem gerð og víxlverkunarstyrk milli mynstureininga. Með því má ákvarða áhrif þeirra á seguluppröðun og hreyfifræði í víxlverkandi og fötruðum kerfum. Slíkar rannsóknir gefa tækifæri til að skoða þá eðlisfræði sem liggur að baki því hvernig uppröðun og víxlverkun stjórna eiginleikum og hegðun kerfa.

Innan efnisvísinda hefur Unnar einbeitt sér að þróun nýrra efna og örmynstra, rannsóknum á eðlisfræði þeirra og hagnýtingu þeirra í iðnaði. Í þessari rannsóknar- og þróunarvinnu hefur Unnar mest beitt aðferðum segulspætunar og örtækni. Hann hefur starfað sem umsjónarmaður Örtæknikjarna Háskóla Íslands frá árinu 2014.

Í rannsóknum sínum notast Unnar við rannsóknarinnviði Örtæknikjarna Háskóla Íslands, bæði til þróunar nýrra efna og rannsóknum á eiginleikum þeirra.

Unnar er fæddur árið 1976 og lauk B.Sc.-gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og M.Sc.-gráðu í eðlisfræði árið 2002. Hann hóf störf í framhaldi af því hjá þróunarfyrirtækinu Matvice ehf. þar sem hann vann að þróun smugsjártækni og efnisræktunar á nanóskala. Árið 2007 fluttist hann til Svíþjóðar og lauk doktorsnámi í eðlisfræði frá Uppsala-háskóla árið 2012. Hann hefur starfað sem fræðimaður hjá Raunvísindastofnun Háskólans frá árinu 2014. Unnar er einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Grein Research ehf., sem starfar að þróun nýrra efna fyrir hagnýtingu í iðnaði og ráðgjöf og þjónustu í efnisvísindum.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni UA.

...