Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásdís Helgadóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ásdís Helgadóttir er lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni rannsókna hennar hafa verið hönnun og beiting tölulegra aðferða fyrir hlutafleiðujöfnur, sérstaklega þeirra sem koma við sögu í varmaflutnings- og straumfræði. Oft er of flókið að leysa slíkar jöfnur beint og má því notast við tölulega lausn til að nálgast fræðilega lausn. Við lausn hlutafleiðujafna er lykilatriði að setja rétt jaðarskilyrði og á hárréttan stað, annars er verið að finna lausn á öðru viðfangsefni.

Þegar yfirborð er óreglulegt getur reynst erfitt að vita nákvæmlega hvar jaðar þess er, því er notað svonefnt tæmingarfall (e. level set) til að tilgreina jaðar og þróun hans, ef jaðarinn beytist með tíma.

Notað er tæmingarfall til að tilgreina jaðar og þróun hans.

Til að setja rétt jaðarskilyrði á óreglulegan jaðar hefur Ásdís hannað blendingsmismunaaðferð (e. finite difference) / mismunarúmmálsaðferð (e. finite difference). Reikninetið þarf að vera fínast næst óreglulega jaðrinum en þarf þó ekki að falla að honum sé fyrrnefndri aðferð beitt. Reikninetið má einnig vera gróft fjær yfirborðinu og stundum þarf það beinlínis til þess að jafnvel öflugustu tölvur geti leyst verkefnið. Til að ná þessu fram er hagkvæmast að nota svonefnt áttutrésreikninet (e. octree). Ásdís hefur einnig unnið með aðrar tölulegar aðferðir eins og mismunarúmmálsaðferð fyrir hringflæði í pípu. Slíkt hringflæði eykur varmaflutning í varmaskiptum. Einnig eru mörg önnur ólík rannsóknarverkefni í burðarliðnum hjá Ásdísi.

Meginviðfangsefni rannsókna Ásdísar hafa verið hönnun og beiting tölulegra aðferða fyrir hlutafleiðujöfnur, sérstaklega þeirra sem koma við sögu í varmaflutnings- og straumfræði.

Ásdís fæddist árið 1982 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2002. Hún lauk BS-gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Árið 2007 lauk hún meistaragráðu frá Kaliforníuháskóla, Santa Barbara í vélaverkfræði og doktorsgráðu við sama háskóla árið 2010. Doktorsverkefni Ásdísar fjallaði um hönnun á tölulegum aðferðum sem beitt var á Poissonjöfnu með stökkum (lýsir til dæmis þrýstistökki í tvífasaflæði), Poisson Boltzmannjöfnu (lýsir rafmætti í míkróflæðisrás) og Navier Stokesjöfnu (lýsir flæði vökva/gass). Í öllum tilfellum var um óregluleg yfirborð að ræða og reikninetið varð að vera fínt nálægt yfirborði en gróft fjær yfirborði.

Eftir útskrift starfaði Ásdís sem nýdoktor við Kaliforníuháskóla í rúmt ár. Hún var sérfræðingur í straumfræði hjá Veðurstofu Íslands frá 2012 til 2014 en hóf þá störf við Háskóla Íslands.

Myndir:

  • Úr safni ÁH.

Útgáfudagur

22.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ásdís Helgadóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2018, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76741.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 22. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Ásdís Helgadóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76741

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ásdís Helgadóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2018. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76741>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásdís Helgadóttir rannsakað?
Ásdís Helgadóttir er lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni rannsókna hennar hafa verið hönnun og beiting tölulegra aðferða fyrir hlutafleiðujöfnur, sérstaklega þeirra sem koma við sögu í varmaflutnings- og straumfræði. Oft er of flókið að leysa slíkar jöfnur beint og má því notast við tölulega lausn til að nálgast fræðilega lausn. Við lausn hlutafleiðujafna er lykilatriði að setja rétt jaðarskilyrði og á hárréttan stað, annars er verið að finna lausn á öðru viðfangsefni.

Þegar yfirborð er óreglulegt getur reynst erfitt að vita nákvæmlega hvar jaðar þess er, því er notað svonefnt tæmingarfall (e. level set) til að tilgreina jaðar og þróun hans, ef jaðarinn beytist með tíma.

Notað er tæmingarfall til að tilgreina jaðar og þróun hans.

Til að setja rétt jaðarskilyrði á óreglulegan jaðar hefur Ásdís hannað blendingsmismunaaðferð (e. finite difference) / mismunarúmmálsaðferð (e. finite difference). Reikninetið þarf að vera fínast næst óreglulega jaðrinum en þarf þó ekki að falla að honum sé fyrrnefndri aðferð beitt. Reikninetið má einnig vera gróft fjær yfirborðinu og stundum þarf það beinlínis til þess að jafnvel öflugustu tölvur geti leyst verkefnið. Til að ná þessu fram er hagkvæmast að nota svonefnt áttutrésreikninet (e. octree). Ásdís hefur einnig unnið með aðrar tölulegar aðferðir eins og mismunarúmmálsaðferð fyrir hringflæði í pípu. Slíkt hringflæði eykur varmaflutning í varmaskiptum. Einnig eru mörg önnur ólík rannsóknarverkefni í burðarliðnum hjá Ásdísi.

Meginviðfangsefni rannsókna Ásdísar hafa verið hönnun og beiting tölulegra aðferða fyrir hlutafleiðujöfnur, sérstaklega þeirra sem koma við sögu í varmaflutnings- og straumfræði.

Ásdís fæddist árið 1982 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2002. Hún lauk BS-gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Árið 2007 lauk hún meistaragráðu frá Kaliforníuháskóla, Santa Barbara í vélaverkfræði og doktorsgráðu við sama háskóla árið 2010. Doktorsverkefni Ásdísar fjallaði um hönnun á tölulegum aðferðum sem beitt var á Poissonjöfnu með stökkum (lýsir til dæmis þrýstistökki í tvífasaflæði), Poisson Boltzmannjöfnu (lýsir rafmætti í míkróflæðisrás) og Navier Stokesjöfnu (lýsir flæði vökva/gass). Í öllum tilfellum var um óregluleg yfirborð að ræða og reikninetið varð að vera fínt nálægt yfirborði en gróft fjær yfirborði.

Eftir útskrift starfaði Ásdís sem nýdoktor við Kaliforníuháskóla í rúmt ár. Hún var sérfræðingur í straumfræði hjá Veðurstofu Íslands frá 2012 til 2014 en hóf þá störf við Háskóla Íslands.

Myndir:

  • Úr safni ÁH.

...