Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?

SIV og ÞV

Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.

Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að vera nokkuð sver og hæðarmunur á vatnsbóli og þessum klefa nokkur til þess að vatnið komi á nógu miklum hraða inn í klefann til að knýja dæluna. Þegar vatnið er á litlum hraða flæðir vatnið út um loka (c). Ef hraðinn er meiri lokast loki (c) og vatnið sem er á mikill ferð streymir inn í efri klefann (d). Hann fer að fyllast af vatni og þá minnkar rýmið fyrir loft í efri hluta klefans. Þar byggist því upp þrýstingur. Þegar sá þrýstingur er orðinn mikill hægir á vatnsflæðinu og lokinn milli klefanna (e) lokast. Þá veldur loftþrýstingur í efri klefanum því að vatnið streymir upp mjóu stigpípuna (f) til notenda. Þegar hægir á vatnsflæðinu í fremri klefanum (b) opnast loki (c) aftur og vatnið streymir út. Þannig getur hringurinn endurtekið sig á um einnar sekúndu fresti. Vatnshrúta er hentugt að nota í lítil dælukerfi, til dæmis fyrir sumarbústaði, þar sem virkjaður er lækur eða önnur lind þar sem í lagi er að mest vatnið fari framhjá kerfinu. Vatnshrútur krefst afar lítils viðhalds vegna þess að í honum eru aðeins tveir hlutar sem hreyfast, lokarnir.

Á ensku nefnist vatnshrútur ram pump. Lesa má um ýmsar gerðir dælna á þessari ensku vefsíðu.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Höfundar

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.8.2000

Spyrjandi

Gunnar Ingi Gunnarsson

Tilvísun

SIV og ÞV. „Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2000. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=785.

SIV og ÞV. (2000, 14. ágúst). Hvar finn ég teikningu af vatnshrút? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=785

SIV og ÞV. „Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2000. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=785>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?
Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að vera nokkuð sver og hæðarmunur á vatnsbóli og þessum klefa nokkur til þess að vatnið komi á nógu miklum hraða inn í klefann til að knýja dæluna. Þegar vatnið er á litlum hraða flæðir vatnið út um loka (c). Ef hraðinn er meiri lokast loki (c) og vatnið sem er á mikill ferð streymir inn í efri klefann (d). Hann fer að fyllast af vatni og þá minnkar rýmið fyrir loft í efri hluta klefans. Þar byggist því upp þrýstingur. Þegar sá þrýstingur er orðinn mikill hægir á vatnsflæðinu og lokinn milli klefanna (e) lokast. Þá veldur loftþrýstingur í efri klefanum því að vatnið streymir upp mjóu stigpípuna (f) til notenda. Þegar hægir á vatnsflæðinu í fremri klefanum (b) opnast loki (c) aftur og vatnið streymir út. Þannig getur hringurinn endurtekið sig á um einnar sekúndu fresti. Vatnshrúta er hentugt að nota í lítil dælukerfi, til dæmis fyrir sumarbústaði, þar sem virkjaður er lækur eða önnur lind þar sem í lagi er að mest vatnið fari framhjá kerfinu. Vatnshrútur krefst afar lítils viðhalds vegna þess að í honum eru aðeins tveir hlutar sem hreyfast, lokarnir.

Á ensku nefnist vatnshrútur ram pump. Lesa má um ýmsar gerðir dælna á þessari ensku vefsíðu.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:...