Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 17:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:19 • Sest 11:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:32 • Síðdegis: 14:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:58 • Síðdegis: 21:19 í Reykjavík

Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?

Guðrún Kvaran

Spurningin hljóðaði svona í sinni upprunalegu mynd:

Af hverju er talað um að taka slátur. Af hverju býr maður það ekki til?

Ekkert dæmi fann ég í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að „taka slátur“. Orðasambandið er ekki í Íslenskri orðabók (2002) og ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924). Það kemur ekki fyrir í ritinu Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili eða annars staðar þar sem ég hef leitað.

Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna talað er um að taka slátur frekar en að búa það til.

Mér hefur helst hugkvæmst að ferlið sé svona: Kona (eða karl) fer til að kaupa slátur, það er innmat, haus og fætur af kind. Seljandinn spyr: „Hvað ætlarðu að taka mörg slátur?“ og á þá við innmatinn og allt sem honum fylgir. Merkingin færist síðan yfir á verknaðinn að vinna blóðmör og lifrarpylsu úr hluta af slátrinu. „Ég ætla að taka fimm slátur“ merkir almennt nú: Ég ætla að gera/búa til blóðmör og lifrarpylsu úr fimm slátrum.“

Ef einhver hefur aðra eða betri skýringu má sá hinn sami gjarnan senda hana á Vísindavefinn.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.1.2019

Spyrjandi

Rafn Erlingsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2019. Sótt 28. janúar 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=76794.

Guðrún Kvaran. (2019, 17. janúar). Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76794

Guðrún Kvaran. „Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2019. Vefsíða. 28. jan. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76794>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?
Spurningin hljóðaði svona í sinni upprunalegu mynd:

Af hverju er talað um að taka slátur. Af hverju býr maður það ekki til?

Ekkert dæmi fann ég í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að „taka slátur“. Orðasambandið er ekki í Íslenskri orðabók (2002) og ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924). Það kemur ekki fyrir í ritinu Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili eða annars staðar þar sem ég hef leitað.

Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna talað er um að taka slátur frekar en að búa það til.

Mér hefur helst hugkvæmst að ferlið sé svona: Kona (eða karl) fer til að kaupa slátur, það er innmat, haus og fætur af kind. Seljandinn spyr: „Hvað ætlarðu að taka mörg slátur?“ og á þá við innmatinn og allt sem honum fylgir. Merkingin færist síðan yfir á verknaðinn að vinna blóðmör og lifrarpylsu úr hluta af slátrinu. „Ég ætla að taka fimm slátur“ merkir almennt nú: Ég ætla að gera/búa til blóðmör og lifrarpylsu úr fimm slátrum.“

Ef einhver hefur aðra eða betri skýringu má sá hinn sami gjarnan senda hana á Vísindavefinn.

Mynd:

...