Sólin Sólin Rís 07:32 • sest 19:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:01 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:42 • Síðdegis: 19:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 12:53 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Ingólfsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Oddur Ingólfsson er prófessor í eðlisefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Meginrannsóknasvið Odds lýtur að víxlverkun lágorkurafeinda við sameindir og sameindaþyrpingar. Á því sviði hefur hann meðal annars stundað rannsóknir á hlutverki lágorkurafeinda í rafgasi, í geislaskaða á lífsameindum og á hlutverki þeirra í örtækniprentun yfirborða, til dæmis til framleiðslu á örgjörvum. Oddur hefur einnig lagt sitt af mörkum til nýsköpunar á sviði vistvænna orkugjafa og er einn af stofnefndum fyrirtækjanna Carbon Recycling International og Lífdísill ehf. Það fyrra býður tæknilausnir á iðnaðarskala til framleiðslu á eldsneyti úr koltvíildi, og Lífdísill ehf. vinnur að tæknilausnum til framleiðslu á eldsneyti úr iðnaðar- og heimilisúrgangi.

Meginrannsóknasvið Odds lýtur að víxlverkun lágorkurafeinda við sameindir og sameindaþyrpingar.

Oddur hefur verið virkur í alþjóðavísindasamstarfi, tekið þátt í fjölda samvinnuverkefna og leitt slík verkefni. Hann stýrði COST-verkefninu Electron Controlled Chemical Lithography og stýrir nú Horizon2020 Evrópusambandsverkefninu ELENA, en það verkefni sameinar um 20 háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki við rannsóknir á áhrifum lágorkurafeinda á örtækniprentun yfirborða.

Oddur hefur birt fjölda greina um rannsóknir sínar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og er ritstjóri og meðhöfundur bókarinnar Low Energy Electrons; Fundamentals and Applications. Bókin kemur út um áramótin 2018/2019 og hefur allt það að geyma sem þig hefur alltaf langað að vita um lágorkurafeindir... en aldrei þorað að spyrja um. Oddur hefur kennt grunnnámskeið í efnafræði og leiðbeint doktorsnemum við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig verið virkur í stjórnun innan Háskólans og er nú deildarforseti Raunvísindadeildar og stjórnarformaður Eðlisvísindastofnunar Raunvísindastofnunar Háskólans.

Oddur er fæddur árið 1964 og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar 1984. Hann hóf nám við Freie Universität Berlin 1985, en þaðan útskrifaðist hann með doktorsgráðu vorið 1996. Þá lá leiðin til Tsukubu í Japan þar sem hann vann í þrjú ár við National Institute for Advanced Interdisciplinary Research áður en hann fluttist til Kalíforníu í Bandaríkjunum. Þar gegndi hann rannsóknastöðu við Santa Barbara-háskólann og vann einnig við sprotafyrirtækið EpiGenX. Árið 2002 flutti Oddur aftur til Íslands og vann í tvö ár hjá lyfjaþróunarfyrirtæki áður en hann þáði stöðu dósents við Háskóla Íslands árið 2004 og fékk framgang í stöðu prófessors árið 2007.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

7.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Ingólfsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2018. Sótt 30. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76823.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 7. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Ingólfsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76823

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Ingólfsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2018. Vefsíða. 30. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76823>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Ingólfsson rannsakað?
Oddur Ingólfsson er prófessor í eðlisefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Meginrannsóknasvið Odds lýtur að víxlverkun lágorkurafeinda við sameindir og sameindaþyrpingar. Á því sviði hefur hann meðal annars stundað rannsóknir á hlutverki lágorkurafeinda í rafgasi, í geislaskaða á lífsameindum og á hlutverki þeirra í örtækniprentun yfirborða, til dæmis til framleiðslu á örgjörvum. Oddur hefur einnig lagt sitt af mörkum til nýsköpunar á sviði vistvænna orkugjafa og er einn af stofnefndum fyrirtækjanna Carbon Recycling International og Lífdísill ehf. Það fyrra býður tæknilausnir á iðnaðarskala til framleiðslu á eldsneyti úr koltvíildi, og Lífdísill ehf. vinnur að tæknilausnum til framleiðslu á eldsneyti úr iðnaðar- og heimilisúrgangi.

Meginrannsóknasvið Odds lýtur að víxlverkun lágorkurafeinda við sameindir og sameindaþyrpingar.

Oddur hefur verið virkur í alþjóðavísindasamstarfi, tekið þátt í fjölda samvinnuverkefna og leitt slík verkefni. Hann stýrði COST-verkefninu Electron Controlled Chemical Lithography og stýrir nú Horizon2020 Evrópusambandsverkefninu ELENA, en það verkefni sameinar um 20 háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki við rannsóknir á áhrifum lágorkurafeinda á örtækniprentun yfirborða.

Oddur hefur birt fjölda greina um rannsóknir sínar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og er ritstjóri og meðhöfundur bókarinnar Low Energy Electrons; Fundamentals and Applications. Bókin kemur út um áramótin 2018/2019 og hefur allt það að geyma sem þig hefur alltaf langað að vita um lágorkurafeindir... en aldrei þorað að spyrja um. Oddur hefur kennt grunnnámskeið í efnafræði og leiðbeint doktorsnemum við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig verið virkur í stjórnun innan Háskólans og er nú deildarforseti Raunvísindadeildar og stjórnarformaður Eðlisvísindastofnunar Raunvísindastofnunar Háskólans.

Oddur er fæddur árið 1964 og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar 1984. Hann hóf nám við Freie Universität Berlin 1985, en þaðan útskrifaðist hann með doktorsgráðu vorið 1996. Þá lá leiðin til Tsukubu í Japan þar sem hann vann í þrjú ár við National Institute for Advanced Interdisciplinary Research áður en hann fluttist til Kalíforníu í Bandaríkjunum. Þar gegndi hann rannsóknastöðu við Santa Barbara-háskólann og vann einnig við sprotafyrirtækið EpiGenX. Árið 2002 flutti Oddur aftur til Íslands og vann í tvö ár hjá lyfjaþróunarfyrirtæki áður en hann þáði stöðu dósents við Háskóla Íslands árið 2004 og fékk framgang í stöðu prófessors árið 2007.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...