Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigurveig H. Sigurðardóttir er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað þjónustu við eldra fólk, bæði þá þjónustu sem veitt er af opinberum aðilum; heimaþjónustu og heimahjúkrun og þá þjónustu sem fjölskyldan veitir öldruðum aðstandendum sínum. Hún hefur einnig rannsakað samskipti kynslóða, afa og ömmu og barnabarna og hvaða þjónustu eldra fólk veitir öðrum. Sigurveig vinnur nú að rannsóknum á öldrunarfordómum, ójöfnuði meðal aldraðra og aðstæðum eldri innflytjenda.

Niðurstöður rannsókna Sigurveigar benda til að stuðningur og aðstoð fjölskyldu, vina og nágranna séu mikilvægur þáttur í að styðja eldra fólk með færniskerðingu til að búa á heimilum sínum. Aldraðir gegna stóru hlutverki í að aðstoða fjölskyldur sínar. Þeir hjálpa öðrum öldruðum, fötluðum og veikum þó svo að þeir þarfnist sjálfir aðstoðar.

Sigurveig hefur meðal annars rannsakað samskipti kynslóða, afa og ömmu og barnabarna og hvaða þjónustu eldra fólk veitir öðrum.

Sambandið og stuðningur milli kynslóða, afa/ömmu og barnabarna er meira af tilfinningalegum og félagslegum toga en hagnýtum. Báðir aðilar telja að stuðningurinn sem kynslóðirnar veita hvor annarri sé þeim mikils virði. Kyn hefur áhrif á sambandið milli kynslóða, þar sem konurnar rækta frekar samböndin en karlarnir. Ömmurnar eru líklegri til að hafa frumkvæði að samskiptum við barnabarnið en afarnir og eru líklegri til að veita þeim tilfinningalegan stuðning.

Sigurveig hefur tekið þátt í norrænum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á sviði öldrunarmála. Hún hlaut styrk frá REASSESS - Nordic Centre of Excellence in Welfare Research til að rannsaka þjónustu við aldraða og styrk frá NordForsk ásamt samstarfsfólki til að rannsaka ójöfnuð meðal aldraðra á Norðurlöndunum (Social inequalities in Ageing (SIA); health, care and institutional reforms in the Nordic welfare model).

Sigurveig H. Sigurðardóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974 og prófi í félagsráðgjöf 1979 frá Háskólanum í Gautaborg, Svíþjóð. Hún lauk meistaraprófi í lýðheilsfræðum 2001 frá Norræna lýðheilsuháskólanum í Gautaborg og doktorsprófi í öldrunarfræðum frá Háskólanum í Jönköping, Svíþjóð 2013. Hún starfaði sem stundakennari við Háskóla Ísland frá 1994, lektor frá 2003 og dósent frá 2010. Sigurveig hefur verið deildarforseti Félagsráðgjafardeildar frá árinu 2014. Áður en Sigurveig kom til starfa við Háskóla Íslands var hún félagsráðgjafi á Öldrunarlækningadeild Landspítalans og síðan framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík.

Mynd:

  • ©Sif.

Útgáfudagur

5.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2019, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76845.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 5. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76845

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2019. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76845>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?
Sigurveig H. Sigurðardóttir er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað þjónustu við eldra fólk, bæði þá þjónustu sem veitt er af opinberum aðilum; heimaþjónustu og heimahjúkrun og þá þjónustu sem fjölskyldan veitir öldruðum aðstandendum sínum. Hún hefur einnig rannsakað samskipti kynslóða, afa og ömmu og barnabarna og hvaða þjónustu eldra fólk veitir öðrum. Sigurveig vinnur nú að rannsóknum á öldrunarfordómum, ójöfnuði meðal aldraðra og aðstæðum eldri innflytjenda.

Niðurstöður rannsókna Sigurveigar benda til að stuðningur og aðstoð fjölskyldu, vina og nágranna séu mikilvægur þáttur í að styðja eldra fólk með færniskerðingu til að búa á heimilum sínum. Aldraðir gegna stóru hlutverki í að aðstoða fjölskyldur sínar. Þeir hjálpa öðrum öldruðum, fötluðum og veikum þó svo að þeir þarfnist sjálfir aðstoðar.

Sigurveig hefur meðal annars rannsakað samskipti kynslóða, afa og ömmu og barnabarna og hvaða þjónustu eldra fólk veitir öðrum.

Sambandið og stuðningur milli kynslóða, afa/ömmu og barnabarna er meira af tilfinningalegum og félagslegum toga en hagnýtum. Báðir aðilar telja að stuðningurinn sem kynslóðirnar veita hvor annarri sé þeim mikils virði. Kyn hefur áhrif á sambandið milli kynslóða, þar sem konurnar rækta frekar samböndin en karlarnir. Ömmurnar eru líklegri til að hafa frumkvæði að samskiptum við barnabarnið en afarnir og eru líklegri til að veita þeim tilfinningalegan stuðning.

Sigurveig hefur tekið þátt í norrænum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á sviði öldrunarmála. Hún hlaut styrk frá REASSESS - Nordic Centre of Excellence in Welfare Research til að rannsaka þjónustu við aldraða og styrk frá NordForsk ásamt samstarfsfólki til að rannsaka ójöfnuð meðal aldraðra á Norðurlöndunum (Social inequalities in Ageing (SIA); health, care and institutional reforms in the Nordic welfare model).

Sigurveig H. Sigurðardóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974 og prófi í félagsráðgjöf 1979 frá Háskólanum í Gautaborg, Svíþjóð. Hún lauk meistaraprófi í lýðheilsfræðum 2001 frá Norræna lýðheilsuháskólanum í Gautaborg og doktorsprófi í öldrunarfræðum frá Háskólanum í Jönköping, Svíþjóð 2013. Hún starfaði sem stundakennari við Háskóla Ísland frá 1994, lektor frá 2003 og dósent frá 2010. Sigurveig hefur verið deildarforseti Félagsráðgjafardeildar frá árinu 2014. Áður en Sigurveig kom til starfa við Háskóla Íslands var hún félagsráðgjafi á Öldrunarlækningadeild Landspítalans og síðan framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík.

Mynd:

  • ©Sif.

...