Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum (e. translational medicine) og barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir klínískrar erfðafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er einnig dósent í barnalækningum og erfðafræði við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.

Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið að því að skilja ástæður breytileika á utangenaerfðum og hefur hann sýnt fram á að bæði aldur og erfðabreytileikar í histónhalakerfinu geta haft áhrif á utangenaerfðir.

Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið að því að skilja ástæður breytileika á utangenaerfðum og hefur hann sýnt fram á að bæði aldur og erfðabreytileikar í histónhalakerfinu geta haft áhrif á utangenaerfðir.

Síðustu ár hafa rannsóknir Hans Tómasar snúist um hvort hægt sé að hafa áhrif á utangenaerfðir til að draga úr sjúkdómseinkennum í sjaldgæfum erfðasjúkdómum. Hópur hans hefur sýnt að mýs með stökkbreytingu í Kmt2d-geni, sem veldur Kabuki-heilkenni í mönnum og viðheldur histónhalametýleringu, hafa minnisskerðingu og truflun á tauganýmyndun og hefur rannsóknahópurinn hans sýnt fram á að þessar sjúkdómsmyndir lagast við meðferð með lyfjum og næringafræðilegum aðferðum sem áhrif hafa á utangenaerfðir. Þetta bendir til þess að Kabuki-heilkenni sé meðhöndlanleg ástæða fyrir þroskaskerðingu, jafnvel eftir fæðingu, og er verið að skipuleggja klínískar prófanir í sjúklingum. Einnig hefur hópur Hans Tómasar lýst nýjum sjúkdómi (Pilarowski-Björnsson-heilkenni) sem veldur málstoli og einhverfu.

Hans Tómas Björnsson er fæddur árið 1975 og útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands 2001 og kláraði kandidatsár ári síðar. Hann lauk doktorsprófi í mannerfðafræði 2007 frá Johns Hopkins-háskólanum í Baltimore og sérfræðinámi í barnalækningum og klínískri erfðafræði frá sömu stofnun árið 2012. Hann hefur gegnt starfi lektors við Johns Hopkins-háskólann frá 2012 en var ráðinn yfirlæknir í klínískri erfðafræði við Landspítalann í janúar 2018 og ráðinn dósent við Háskóla Íslands í október 2018. Hans Tómas hefur meðal annars fengið stóra styrki (NIH director's Early Independence Award, 2013), verðlaun fyrir klíníska þjónustu við sjúklinga með Kabuki-heilkenni (Elizabeth Golab Memorial Award frá All Things Kabuki, 2016) og erfðafræðiverðlaun (William K. Bowes Award, 2014).

Mynd:
  • Úr safni HTB.

Útgáfudagur

8.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2019, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76954.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 8. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76954

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2019. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76954>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?
Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum (e. translational medicine) og barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir klínískrar erfðafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er einnig dósent í barnalækningum og erfðafræði við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.

Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið að því að skilja ástæður breytileika á utangenaerfðum og hefur hann sýnt fram á að bæði aldur og erfðabreytileikar í histónhalakerfinu geta haft áhrif á utangenaerfðir.

Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið að því að skilja ástæður breytileika á utangenaerfðum og hefur hann sýnt fram á að bæði aldur og erfðabreytileikar í histónhalakerfinu geta haft áhrif á utangenaerfðir.

Síðustu ár hafa rannsóknir Hans Tómasar snúist um hvort hægt sé að hafa áhrif á utangenaerfðir til að draga úr sjúkdómseinkennum í sjaldgæfum erfðasjúkdómum. Hópur hans hefur sýnt að mýs með stökkbreytingu í Kmt2d-geni, sem veldur Kabuki-heilkenni í mönnum og viðheldur histónhalametýleringu, hafa minnisskerðingu og truflun á tauganýmyndun og hefur rannsóknahópurinn hans sýnt fram á að þessar sjúkdómsmyndir lagast við meðferð með lyfjum og næringafræðilegum aðferðum sem áhrif hafa á utangenaerfðir. Þetta bendir til þess að Kabuki-heilkenni sé meðhöndlanleg ástæða fyrir þroskaskerðingu, jafnvel eftir fæðingu, og er verið að skipuleggja klínískar prófanir í sjúklingum. Einnig hefur hópur Hans Tómasar lýst nýjum sjúkdómi (Pilarowski-Björnsson-heilkenni) sem veldur málstoli og einhverfu.

Hans Tómas Björnsson er fæddur árið 1975 og útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands 2001 og kláraði kandidatsár ári síðar. Hann lauk doktorsprófi í mannerfðafræði 2007 frá Johns Hopkins-háskólanum í Baltimore og sérfræðinámi í barnalækningum og klínískri erfðafræði frá sömu stofnun árið 2012. Hann hefur gegnt starfi lektors við Johns Hopkins-háskólann frá 2012 en var ráðinn yfirlæknir í klínískri erfðafræði við Landspítalann í janúar 2018 og ráðinn dósent við Háskóla Íslands í október 2018. Hans Tómas hefur meðal annars fengið stóra styrki (NIH director's Early Independence Award, 2013), verðlaun fyrir klíníska þjónustu við sjúklinga með Kabuki-heilkenni (Elizabeth Golab Memorial Award frá All Things Kabuki, 2016) og erfðafræðiverðlaun (William K. Bowes Award, 2014).

Mynd:
  • Úr safni HTB.

...