Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er segulskekkja á Íslandi í dag?

Leó Kristjánsson (1943-2020)

Misvísun (segulskekkja, e. magnetic declination) segir til um hornið (í láréttu plani) milli segulnorðurs (það er stefnunnar sem áttavitanál vísar á) og hánorðurs (það er stefnunnar til norðurpóls) á hverjum stað. Misvísunin er ekki aðeins breytileg eftir stað heldur einnig tíma.

Misvísun er hornið milli segulnorðurs og hánorðurs.

Samkvæmt korti í Almanaki fyrir Ísland er misvísunin núna um 10° vestlæg austast á Austfjörðum, 13° vestlæg austan við Langjökul og 16° vestlæg suðvestast á Vestfjörðum. Ef farið er inn í einfalda reiknivél á vegum NOAA á Netinu, gefur líkan þeirra af meðal-jarðsegulsviðinu lægri gildi sem nemur um hálfri gráðu.

Kort sem sýnir stefnu ótruflaðrar áttavitanálar á Íslandi árið 2015. Norðurendinn á nálinni vísar um það bil í NNV. Línurnar á kortinu sýna hversu miklu munar á áttavitastefnunni og réttri norðurstefnu. Misvísunin er munurinn þar á mill.

Það þarf að átta sig á því að þótt kúrfurnar fyrir jöfn misvísunargildi liggi SSV-NNA, stefnir áttavitanálin sjálf í N til NNV hér. Misvísunin minnkar um nálægt 0,3° á ári. Svo getur segulmagnað berg í námunda við athugandann víða haft truflandi áhrif á segulstefnuna, sem nemur nokkrum gráðum.

Myndir:
  • https://www.omnicalculator.com/physics/magnetic-declination. (Sótt 11. 10. 2022).
  • Almanak Háskóla Íslands. (Sótt 12. 2. 2019).

Höfundur

Leó Kristjánsson (1943-2020)

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

13.2.2019

Síðast uppfært

11.10.2022

Spyrjandi

Torfi H. Ágústsson

Tilvísun

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hver er segulskekkja á Íslandi í dag?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2019, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77142.

Leó Kristjánsson (1943-2020). (2019, 13. febrúar). Hver er segulskekkja á Íslandi í dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77142

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hver er segulskekkja á Íslandi í dag?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2019. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77142>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er segulskekkja á Íslandi í dag?
Misvísun (segulskekkja, e. magnetic declination) segir til um hornið (í láréttu plani) milli segulnorðurs (það er stefnunnar sem áttavitanál vísar á) og hánorðurs (það er stefnunnar til norðurpóls) á hverjum stað. Misvísunin er ekki aðeins breytileg eftir stað heldur einnig tíma.

Misvísun er hornið milli segulnorðurs og hánorðurs.

Samkvæmt korti í Almanaki fyrir Ísland er misvísunin núna um 10° vestlæg austast á Austfjörðum, 13° vestlæg austan við Langjökul og 16° vestlæg suðvestast á Vestfjörðum. Ef farið er inn í einfalda reiknivél á vegum NOAA á Netinu, gefur líkan þeirra af meðal-jarðsegulsviðinu lægri gildi sem nemur um hálfri gráðu.

Kort sem sýnir stefnu ótruflaðrar áttavitanálar á Íslandi árið 2015. Norðurendinn á nálinni vísar um það bil í NNV. Línurnar á kortinu sýna hversu miklu munar á áttavitastefnunni og réttri norðurstefnu. Misvísunin er munurinn þar á mill.

Það þarf að átta sig á því að þótt kúrfurnar fyrir jöfn misvísunargildi liggi SSV-NNA, stefnir áttavitanálin sjálf í N til NNV hér. Misvísunin minnkar um nálægt 0,3° á ári. Svo getur segulmagnað berg í námunda við athugandann víða haft truflandi áhrif á segulstefnuna, sem nemur nokkrum gráðum.

Myndir:
  • https://www.omnicalculator.com/physics/magnetic-declination. (Sótt 11. 10. 2022).
  • Almanak Háskóla Íslands. (Sótt 12. 2. 2019).

...