Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Þrátt fyrir margvíslegar hugmyndir og kenningar um tilurð nafnsins þykir líklegast að vatnið dragi nafn sitt af leðju eða leir, af orðinu ap, í fleirtölu öp, Apavatn.

Líklegt er að jörðin Apavatn hafi byggst þegar á landnámsöld. Sighvatur Þórðarson skáld var fóstraður þar en hann var fæddur um 995. Til eru máldagar kirkju þar frá 13. öld. Örnefnið Apavatn er því fornt og hefur jafnvel orðið til á landnámsöld. Apá heitir áin sem rennur í vatnið og Aphóll stendur rétt hjá bænum Neðra-Apavatni.

Finnur Jónsson prófessor taldi í riti sínu Bæjanöfn á Íslandi (1907-1915) að forliður nafnsins væri mannsnafnið Api. Nafnið væri einkum til í Danmörku en fátítt í Noregi eða alls ekki til. Í Danmörku er til örnefnið Appenæs sem er talið náskylt hinu forndanska mannsnafni Api. Í Noregi er til dæmis Apnes í Lófót, og í Englandi er Apethorpe þar sem forliðurinn er talið danska eða sænska mannsnafnið Api. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá Apa, landnámsmanni sem átti að vera heygður ásamt báti sínum og hundi í Aphól við Apavatn. En samkvæmt annarri munnmælasögu átti Gylta að hafa verið kona Apa og búa á Neðra-Apavatni en hann á Efra-Apavatni. Guðni Jónsson prófessor taldi að Api ætti við gölt sem hefði verið í miklu uppáhaldi ábúenda á jörðinni.


Apavatn séð til austurs.

Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur frá Neðra-Apavatni hefur í nýlegu riti um leiðir Skálholtsbiskupa um Lyngdalsheiði bent á að fjöldi nafna í Noregi með þessum forlið vísi oft til apaldra í merkingunni eplatré, en það eigi tæpast við hér. Þá sé hugsanlegt að nafnið vísi til viðurnefnisins api sem dæmi séu um að menn hafi borið. Þá telur Guðrún ekki útilokað að upphafleg nafnmynd hafi verið Papavatn sem vísi til írskra manna. Hún nefnir einnig að fornt orð um naut sé apli og kunni nafnið upphaflega að hafa verið Aplavatn en aflagast síðar. Þá er og að nefna að orðið api merkti meðal annars jötunn í fornu máli (35).

Þessar tilraunir til skýringar á nafninu eru misjafnlega sennilegar. Óhætt er að útiloka flestar þeirra, að það sé kennt við dýrið apa eða jötuninn Apa, apla eða papa. Ekki er útilokað að vatnið gæti verið kennt við gölt með því nafni, þar sem vötn eru kennd við svín, til dæmis Svínavatn í næsta nágrenni, en ekki verður það talið sennilegt enda er þess aðeins getið í þjóðsögum. Hugsanlegt er að mannsnafnið Api eða viðurnefnið api hafi verið til hér á landi, en hvergi er það í skráðum heimildum. Það má nefna hér að í fornum heimildum er apa fyrst og fremst getið í sambandi við djöfulinn, þar sem hann birtist mönnum stundum í líki apa.

Þá er ógetið þeirrar skýringar á bæjarnafninu sem er sennilegust. Í norsku er til árheitið Opo í Ullensvang á Hörðalandi. Við hana er kennt bæjarnafnið Opedal, sem nefnt er „i Apudale“ 1340. Í fornu norsku máli kemur fyrir Öpudalr, sem væntanlega er dregið af árheitinu Apa. Ásgeir Blöndal Magnússon taldi mjög sennilegt að þessi örnefni ættu skylt við íslenska orðið epja í merkingunni svað, slabb, krapableyta. Örnefnið Epjuteigur er til í landi Sandlækjar í Árnessýslu og á við raklenda engjaspildu. Upphaflega merkingin hefur því verið for, bleyta. Það kemur vel heim og saman við nafnliðinn ap- sem kemur oft fyrir í evrópskum fljótaheitum, og er meðal annars að finna í fornírsku ab í merkingunni 'fljót, á'. Í Skotlandi er til örnefnið Apper sem er talið úr keltnesku eabar eða abar í merkingunni 'aur, leðja, votlendi'.

Líklegast er, sem fyrr segir, að vatnið hafi dregið nafn af leðju eða leir, af orðinu ap, í fleirtölu öp, Apavatn. Orðið epja er skylt efja sem getur merkt sand- eða leirbleyta (í fjöruborði). Sagt er um botn Apavatns að hann sé sléttur og leirborinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

11.8.2000

Síðast uppfært

29.5.2020

Spyrjandi

Sveinn Guðmarsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2000, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=772.

Svavar Sigmundsson. (2000, 11. ágúst). Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=772

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2000. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=772>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni?
Þrátt fyrir margvíslegar hugmyndir og kenningar um tilurð nafnsins þykir líklegast að vatnið dragi nafn sitt af leðju eða leir, af orðinu ap, í fleirtölu öp, Apavatn.

Líklegt er að jörðin Apavatn hafi byggst þegar á landnámsöld. Sighvatur Þórðarson skáld var fóstraður þar en hann var fæddur um 995. Til eru máldagar kirkju þar frá 13. öld. Örnefnið Apavatn er því fornt og hefur jafnvel orðið til á landnámsöld. Apá heitir áin sem rennur í vatnið og Aphóll stendur rétt hjá bænum Neðra-Apavatni.

Finnur Jónsson prófessor taldi í riti sínu Bæjanöfn á Íslandi (1907-1915) að forliður nafnsins væri mannsnafnið Api. Nafnið væri einkum til í Danmörku en fátítt í Noregi eða alls ekki til. Í Danmörku er til örnefnið Appenæs sem er talið náskylt hinu forndanska mannsnafni Api. Í Noregi er til dæmis Apnes í Lófót, og í Englandi er Apethorpe þar sem forliðurinn er talið danska eða sænska mannsnafnið Api. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá Apa, landnámsmanni sem átti að vera heygður ásamt báti sínum og hundi í Aphól við Apavatn. En samkvæmt annarri munnmælasögu átti Gylta að hafa verið kona Apa og búa á Neðra-Apavatni en hann á Efra-Apavatni. Guðni Jónsson prófessor taldi að Api ætti við gölt sem hefði verið í miklu uppáhaldi ábúenda á jörðinni.


Apavatn séð til austurs.

Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur frá Neðra-Apavatni hefur í nýlegu riti um leiðir Skálholtsbiskupa um Lyngdalsheiði bent á að fjöldi nafna í Noregi með þessum forlið vísi oft til apaldra í merkingunni eplatré, en það eigi tæpast við hér. Þá sé hugsanlegt að nafnið vísi til viðurnefnisins api sem dæmi séu um að menn hafi borið. Þá telur Guðrún ekki útilokað að upphafleg nafnmynd hafi verið Papavatn sem vísi til írskra manna. Hún nefnir einnig að fornt orð um naut sé apli og kunni nafnið upphaflega að hafa verið Aplavatn en aflagast síðar. Þá er og að nefna að orðið api merkti meðal annars jötunn í fornu máli (35).

Þessar tilraunir til skýringar á nafninu eru misjafnlega sennilegar. Óhætt er að útiloka flestar þeirra, að það sé kennt við dýrið apa eða jötuninn Apa, apla eða papa. Ekki er útilokað að vatnið gæti verið kennt við gölt með því nafni, þar sem vötn eru kennd við svín, til dæmis Svínavatn í næsta nágrenni, en ekki verður það talið sennilegt enda er þess aðeins getið í þjóðsögum. Hugsanlegt er að mannsnafnið Api eða viðurnefnið api hafi verið til hér á landi, en hvergi er það í skráðum heimildum. Það má nefna hér að í fornum heimildum er apa fyrst og fremst getið í sambandi við djöfulinn, þar sem hann birtist mönnum stundum í líki apa.

Þá er ógetið þeirrar skýringar á bæjarnafninu sem er sennilegust. Í norsku er til árheitið Opo í Ullensvang á Hörðalandi. Við hana er kennt bæjarnafnið Opedal, sem nefnt er „i Apudale“ 1340. Í fornu norsku máli kemur fyrir Öpudalr, sem væntanlega er dregið af árheitinu Apa. Ásgeir Blöndal Magnússon taldi mjög sennilegt að þessi örnefni ættu skylt við íslenska orðið epja í merkingunni svað, slabb, krapableyta. Örnefnið Epjuteigur er til í landi Sandlækjar í Árnessýslu og á við raklenda engjaspildu. Upphaflega merkingin hefur því verið for, bleyta. Það kemur vel heim og saman við nafnliðinn ap- sem kemur oft fyrir í evrópskum fljótaheitum, og er meðal annars að finna í fornírsku ab í merkingunni 'fljót, á'. Í Skotlandi er til örnefnið Apper sem er talið úr keltnesku eabar eða abar í merkingunni 'aur, leðja, votlendi'.

Líklegast er, sem fyrr segir, að vatnið hafi dregið nafn af leðju eða leir, af orðinu ap, í fleirtölu öp, Apavatn. Orðið epja er skylt efja sem getur merkt sand- eða leirbleyta (í fjöruborði). Sagt er um botn Apavatns að hann sé sléttur og leirborinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...