Sólin Sólin Rís 11:00 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 10:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík

Hversu stór eru nýfædd afkvæmi beinhákarla?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin var:
Hver er þyngd og lengd afkvæmis beinhákarls?

Beinhákarlar (Cetorhinus maximus) eru stærstu fiskar sem finnast hér við land. Fullorðnir beinhákarlar verða mest um 10 m á lengd en sagnir eru um stærri skepnur, allt að 15 metrar að lengd en það eru óstaðfest tilvik. Algengasta stærð beinhákarla sem hafa veiðst hér við land er um 7 metrar. Þyngdin er venjulega á bilinu 3-6 tonn.

Beinhákarlar er ein þriggja tegunda hákarla sem eru ekki ránfiskar heldur svifætur líkt og hvalháfur (Rhincodon typus) og gingapi (Megachasma pelagios). Beinhákarlar halda til úti á rúmsjó yfir veturinn en þegar hlýna tekur í hafinu koma þeir nær landi og lifa þar á dýrasvifi í efstu lögum sjávar.

Beinhákarl (Cetorhinus maximus) er næst stærstur allra hákarla. Afkvæmin eru líklega 150-200 cm löng.

Lítið er vitað um æxlunarlíffræði beinhákarla. Beinhákarlar gjóta ungum en ekki eggjum eða pétursskipum eins og flestir aðrir hákarlar. Ekki er ljóst hversu löng meðgangan er en talið að hún sé meira en ár og jafnvel allt að 24-36 mánuðir. Eins er ekki mikil vitneskja um afkvæmin en þó er vitað að þau eru á bilinu 150-200 cm á lengd við got. Minnsti beinhákarl sem hefur veiðst hér við land er 160 cm. Þessi takmarkaða vitneskja er meðal annars vegna þess að ekki er algengt að sjómenn eða vísindamenn rekist á ungafulla hrygnu. Aðeins er eitt skráð tilfelli með vissu að ólétt hrygna beinhákarls hafi veiðst. Þessi hrygna var með sex ófædd afkvæmi. Því er talið líklegt að í hverju goti séu ekki mjög mörg afkvæmi.

Heimildir og mynd:

 • Basking shark - Wikipedia.
 • Basking shark.
 • Basking Shark - Shark Facts and Information.
 • Mynd: Basking Shark.jpg - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 23.4.2019).
 • Höfundur

  Jón Már Halldórsson

  líffræðingur

  Útgáfudagur

  2.5.2019

  Spyrjandi

  Samúel Óli Pétursson

  Tilvísun

  Jón Már Halldórsson. „Hversu stór eru nýfædd afkvæmi beinhákarla?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2019. Sótt 7. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=77204.

  Jón Már Halldórsson. (2019, 2. maí). Hversu stór eru nýfædd afkvæmi beinhákarla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77204

  Jón Már Halldórsson. „Hversu stór eru nýfædd afkvæmi beinhákarla?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2019. Vefsíða. 7. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77204>.

  Chicago | APA | MLA

  Spyrja

  Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

  Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

  Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

  Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

  Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

  Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

  =

  Senda grein til vinar

  =

  Hversu stór eru nýfædd afkvæmi beinhákarla?
  Upprunalega spurningin var:

  Hver er þyngd og lengd afkvæmis beinhákarls?

  Beinhákarlar (Cetorhinus maximus) eru stærstu fiskar sem finnast hér við land. Fullorðnir beinhákarlar verða mest um 10 m á lengd en sagnir eru um stærri skepnur, allt að 15 metrar að lengd en það eru óstaðfest tilvik. Algengasta stærð beinhákarla sem hafa veiðst hér við land er um 7 metrar. Þyngdin er venjulega á bilinu 3-6 tonn.

  Beinhákarlar er ein þriggja tegunda hákarla sem eru ekki ránfiskar heldur svifætur líkt og hvalháfur (Rhincodon typus) og gingapi (Megachasma pelagios). Beinhákarlar halda til úti á rúmsjó yfir veturinn en þegar hlýna tekur í hafinu koma þeir nær landi og lifa þar á dýrasvifi í efstu lögum sjávar.

  Beinhákarl (Cetorhinus maximus) er næst stærstur allra hákarla. Afkvæmin eru líklega 150-200 cm löng.

  Lítið er vitað um æxlunarlíffræði beinhákarla. Beinhákarlar gjóta ungum en ekki eggjum eða pétursskipum eins og flestir aðrir hákarlar. Ekki er ljóst hversu löng meðgangan er en talið að hún sé meira en ár og jafnvel allt að 24-36 mánuðir. Eins er ekki mikil vitneskja um afkvæmin en þó er vitað að þau eru á bilinu 150-200 cm á lengd við got. Minnsti beinhákarl sem hefur veiðst hér við land er 160 cm. Þessi takmarkaða vitneskja er meðal annars vegna þess að ekki er algengt að sjómenn eða vísindamenn rekist á ungafulla hrygnu. Aðeins er eitt skráð tilfelli með vissu að ólétt hrygna beinhákarls hafi veiðst. Þessi hrygna var með sex ófædd afkvæmi. Því er talið líklegt að í hverju goti séu ekki mjög mörg afkvæmi.

  Heimildir og mynd:

 • Basking shark - Wikipedia.
 • Basking shark.
 • Basking Shark - Shark Facts and Information.
 • Mynd: Basking Shark.jpg - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 23.4.2019).
 • ...