Sólin Sólin Rís 08:23 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 25:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðið negri og hvaðan kemur það?

Ari Páll Kristinsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvað þýðir orðið negri? Hvaðan kemur það í íslensku og hversu gamalt er það í málinu?

Fyrst verður litið á síðari hluta spurningarinnar, það er um uppruna og aldur orðsins negri í íslensku. Síðan verður fjallað um merkingu orðsins og varað við notkun þess.

Uppruni

Orðið negri er tökuorð úr dönsku, það er íslensk útgáfa af danska orðinu neger, í sömu merkingu. Í Den Danske Ordbog segir um orðið neger að það hafi borist í dönsku sem tökuorð úr spænsku og portúgölsku (raunar með viðkomu í þýsku og frönsku). Spænska orðið negro (kk.) merkir ‚svartur‘. Litarorðið er þar einnig haft í afmarkaðri merkingu um hörundsdökkt fólk, blökkumenn. Virðist sú merking hafa fylgt orðinu þegar það varð tökuorð í dönsku – og jafnframt þegar það barst þaðan yfir í íslensku í forminu negri.

Aldur

Orðið neger er þekkt í dönsku frá fyrri hluta 18. aldar (samkvæmt Ordbog over det danske sprog) en íslenska útgáfan, negri, virðist allnokkru yngri. Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá því í blálok 18. aldar, úr Minnisverðum tíðindum, og er svohljóðandi: „úrskurðuðu (þeir) alla svarta þræla, er kallast negrar, fría og franska borgara“. Á Tímarit.is má finna fleiri dæmi um orðið negri einmitt hjá ritstjóra Minnisverðra tíðinda, Magnúsi Stephensen, úr Skemmtilegri vinagleði (1797): „Þessi Frílönd smánudu alla vora upplýstu nordurálfu, med því ad verda lángfyrst til ad veita Negrum, er ádur þrælkudu í þeirra veldi, manneskiu-rétt og frelsi“. Í sama riti fjallar Magnús almennt um litarhaft Afríkumanna og raunar beinlínis um sjálft orðið negri:

Litarbragd Afríku-búa er annars margbreytt eptir hennar ýmislegu löndum, og segiast má, að þar finnist allir litir, hvítir, blackir, móraudir, gulgrænir, koparleitir, jarpir og bik-svartir menn. Nordarlega við fliótið Senegal og vídar, eru þar móraudir menn, eda sem vér nefnum moríána, en sunnarlega vid þad kol-svartir. Negrar er ordid alment nafn fyrir fiölda Sudurálfunnar innbúa, en þeir eru þó miög breytilegir.

Myndasíða úr bók sem gefin var út í Bandaríkjunum 1914 og á að sýna ýmsa ættbálka Afríkumanna.

Dæmum um orðið negri fjölgar eftir því sem líður á 19. öld en í Skírni (1836) er raunar áhugavert dæmi þar sem orðið er haft í gæsalöppum og sviga aftan við orðið svörtumenn: „Bæði í „Brasilíu“ og Sambanzríkjunum í norðurhluta Vesturálfunnar hafa einnig Svörtumenn („Negrar“) britt á óeírðum til að ná frelsi sínu.“

Merking

Orðið negri er skráð í margvíslegum orðabókum og orðasöfnum og því liggur beint við að tína fyrst til upplýsingar úr nokkrum þeirra.

Íslensk nútímamálsorðabókmálið.is) segir um negri: hörundsdökkur maður, svartur maður, blökkumaður. Jafnframt er tekið er fram, til leiðbeiningar um málnotkun, að orðið negri sé „gamaldags“.

Íslensk orðabóksnöru.is) skýrir orðið negri með því að vísa á orðið blökkumaður. Undir blökkumaður eru gefin þrjú samheiti: negríti, svertingi, negri, í þessari röð.

Landfræðiorðasafn (2000) hefur að geyma hugtakið maður af svarta kynstofninum og sýnir orðin negri og svertingi sem samheiti, það er með sömu grunnmerkingu. Þarna er verið að þýða hugtak sem á ensku er nefnt negroid.

Mynd eftir ítalska málarann Agostino Brunias (1730-1796) af hörundsdökku fólki á eyjunni Dóminíku.

Íslensk samheitaorðabók, aukin og endurbætt (2012), sýnir orðið negri en merkir það með tákninu *. Í því tákni felst sú viðvörun að „notandinn verður að gæta sín við notkun orðs sem þannig er merkt og verður að leita sér heimilda í öðrum orðabókum ef hann vill vera viss um notkunarsvið þess“ (bls. XIII). Gefin eru samheitin blámaður og svertingi. Undir blámaður má síðan í viðbót finna orðin blökkumaður og surtur. (Athygli vekur að láðst hefur í ritinu að stjörnumerkja síðastnefnda orðið; ærið tilefni hlýtur að vera til þess.)

Í opinberum ritreglum (Auglýsingar mennta- og menningarmálaráðuneytis nr. 695/2016 og 800/2018) kemur orðið negri fyrir og er þar talið upp meðal gamalla og úreltra heita: „1.3.5 Ýmis gömul (og úrelt) kynþáttaheiti (einkum byggð á útlitseinkennum) eru rituð með litlum upphafsstaf • aríar, eskimóar, kákasítar, mongólar (Asíubúar), negrar, negrítar.“

Í orðabókum má finna ýmis fleiri orð á sama merkingarsviði, meðal annars í Íslenskri orðabók orðin mór (merkt „fornt/úrelt“) og mári. Þar er enn fremur orðið niggari en málnotendum til leiðbeiningar er það orð greinilega merkt í Íslenskri orðabók sem „gróft“.

Í tilvitnun hér á undan til Magnúsar Stephensens frá lokum 18. aldar mátti sjá orðið moríáni. Þetta orð um hörundsdökka á lengri sögu í íslensku en orðið negri. Það kemur fyrir 1713 í þýðingu Steins Jónssonar á riti Johanns Lassenius Anthropologia sacra, Edur Andlegar Vmþeinkingar Vt Af Mannsins Høfudpørtum: „sem adrer Morianar svarter og osieleger“. Orðinu bregður einnig fyrir í mismunandi rithætti í ritum Lærdómslistafélagsins frá síðustu áratugum 18. aldar og síðan stöku sinnum í textum frá 19. öld og reyndar langt fram eftir þeirri tuttugustu, til dæmis í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á „ferðasögu frá Afríku“ eftir Gustaf Fröding: „Þeir kolsvörtu afríkanar,/ sem kallast Móríanar“;„Það verður loksins vani / að vera Móríani“ (Þjóðviljinn 7. apríl 1956).

Í Danskri orðabók með íslenzkum þýðingum (1851) eftir Konráð Gíslason eru orðin neger og mor(ian) ekki skýrð með hinum íslensku tökuorðum (negri, móríani) sem þó höfðu verið notuð síðan á 18. öld. Þess í stað eru höfð til skýringar orð af innlendum efniviði, í anda málhreinsunarstefnunnar: „blámaður, svertingi (Dr. Schev.)“. Hið síðarnefnda virðist Konráð eigna Hallgrími Scheving. Orðið svertingi er dregið af lýsingarorðinu svartur og minnir orðmyndunin að því leyti til á samband orðsins negri við latneska lýsingarorðið niger ,svartur‘. Hér á undan var sýnt dæmi úr Skírni frá 1836 um orðið svörtumenn sem virðist sprottið af sama meiði og svertingi en Konráð getur orðsins ekki í orðabók sinni.

Engin íslensku orðabókanna sem nefndar voru gefur eins nákvæma merkingarskýringu á orðinu negri og finna má við orðið neger í Den Danske Ordbogsproget.dk.). Því skal hér til fróðleiks sýnt hvernig neger er skýrt í því riti (enda á íslenska orðið negri uppruna sinn í danska heitinu): „person som tilhører en gruppe mennesker oprindeligt hjemmehørende i Afrika, og som bl.a. er karakteriseret ved meget mørk hud og mørkt, kruset hår – oftest nedsættende“.

Notkun

Mér þykir rétt að ræða í lokin svolítið nánar um notkun orðsins negri í íslensku.

Hér að framan hefur mátt sjá ákveðnar vísbendingar í orðabókum og leiðbeiningum um að orðið sé vandasamt eða varasamt í notkun, og það á vissulega ekki aðeins við um tökuorðið negri í íslensku heldur gegnir sama máli um danska „foreldrið“ neger.

Íslensk nútímamálsorðabók segir orðið negri vera „gamaldags“ og Ritreglur telja orðið til „gamalla“ eða „úreltra“ kynþáttaheita. Það að orðið negri er stjörnumerkt (með viðvörun til málnotenda) í Íslenskri samheitaorðabók sýnir að talið er varasamt að nota það umhugsunarlaust til að vísa til blökkufólks eða annarra sem teljast dökkir á hörund. Enda þótt ekki sé hægt að fullyrða að rasískar kenndir búi endilega að baki þegar íslenskumælandi fólk notar orðið negri í grunnmerkingunni ‚maður af svarta kynstofninum‘ (á ensku negroid, samanber Landfræðiorðasafn) þá verður ekki fram hjá því horft að viðmælandi eða lesandi kann hæglega að telja orðnotkunina meiðandi eða særandi. Það út af fyrir sig er næg ástæða til að sneiða hjá notkun þess.

Málnotendur verða ávallt að hafa í huga að orðaval skiptir máli og það er vissulega hluti almenns siðferðis að forðast að særa eða meiða annað fólk ef þess er kostur. Rétt eins og fólk sneiðir nú orðið almennt hjá því að nota gömul og úrelt orð á borð við fávitar um þroskahamlaða einstaklinga eða kynvillingar um samkynhneigða þá er eðlilegt að ætlast til þeirrar kurteisi að sneiða hjá orðinu negri um hörundsdökkt fólk.

Orðið negri ber neikvæða hliðarmerkingu. Myndin er forsíða af enskri útgáfu nótnaheftisins Ten little niggers frá 19. öld.

Það er sem sé staðreynd í íslensku málsamfélagi að það er mat fjölda fólks að orðið negri beri neikvæða hliðarmerkingu. Um neikvæðan blæ orðsins negri, og hættuna sem stafað getur af óvarlegri orðanotkun, má til dæmis fræðast í BA-verkefni Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í mannfræði í HÍ (2015), Ímyndarsköpun kynþáttahyggju. Áhrif hugtaksins negri á mótun sjálfsmyndar.

Í bók minni Málheimum (2017) vík ég lítillega að orðnotkun í kaflanum Fordómar og málstýring (bls. 86–87). Þar lýsi ég því meginsjónarmiði að þegar talað er um fólk eða samfélagshópa eigi að nota þau orð sem viðkomandi hópur eða einstaklingur kýs sjálfur eftir því sem næst verður komist. Minnihlutahópar í samfélögum séu eðli máls samkvæmt viðkvæmir og það sé spurning um samfélagslega ábyrgð að gera þeim ekki erfiðara fyrir en þörf sé á, og þar komi tungumálið og hugtakanotkun sannarlega við sögu.

Nokkrar deilur risu á Íslandi árið 2007 í tengslum við endurútgáfu barnabókarinnar Tíu litlir negrastrákar. Bókin var fyrst íslenskuð árið 1922. Kristín Loftsdóttir greindi umræðuna frá 2007 vandlega í grein í Ritinu (2013), „Endurútgáfa Negrastrákanna. Söguleg sérstaða Íslands, þjóðernishyggja og kynþáttafordómar.“ Hún setur umræðurnar í víðara samhengi, sögulegt og alþjóðlegt, og kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að þótt bókin feli í sér sterka kynþáttafordóma „sé of mikil einföldun að líta eingöngu á sýn þeirra sem vörðu bókina árið 2007 sem tjáningu slíkra fordóma“. Umræðurnar 2007 snerust ekki aðeins um hvort réttlætanlegt væri í sjálfu sér að gefa bókina út enn á ný, heldur um merkingu orðsins negri í nútímamáli og stílgildi orðsins í íslenskum texta. Þar tókust á þau sjónarmið, annars vegar, að í grunnmerkingu orðsins fælist hlutlæg lýsing á útlitseinkennum fólks og bent var á að titill bókarinnar væri gamall og endurspeglaði eldri orðnotkun og, hins vegar, það mat að notkun orðsins negri, eða negrastrákur, væri gildishlaðin og aukamerking þess neikvæð og orðið ætti því ekki heima (lengur) í almennri notkun. Meðal þeirra sem létu í sér heyra 2007 var Þröstur Helgason sem ritaði grein í Morgunblaðið 1. nóvember 2007 með titilinn „Viðhorf einsleitninnar afhjúpað“. Þröstur rekur þar viðhorf til orðsins negri og hvaða skilaboð það sendir að halda notkun þess til streitu á okkar tímum. Hann segir umræðuna hafa afhjúpað „viðhorf eða kannski sofandahátt samfélags sem hefur þar til nýlega verið nánast einsleitt“.

Myndir:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

12.12.2019

Spyrjandi

Júlíus Helgi Magnússon

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvað þýðir orðið negri og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2019. Sótt 4. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77363.

Ari Páll Kristinsson. (2019, 12. desember). Hvað þýðir orðið negri og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77363

Ari Páll Kristinsson. „Hvað þýðir orðið negri og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2019. Vefsíða. 4. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77363>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið negri og hvaðan kemur það?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað þýðir orðið negri? Hvaðan kemur það í íslensku og hversu gamalt er það í málinu?

Fyrst verður litið á síðari hluta spurningarinnar, það er um uppruna og aldur orðsins negri í íslensku. Síðan verður fjallað um merkingu orðsins og varað við notkun þess.

Uppruni

Orðið negri er tökuorð úr dönsku, það er íslensk útgáfa af danska orðinu neger, í sömu merkingu. Í Den Danske Ordbog segir um orðið neger að það hafi borist í dönsku sem tökuorð úr spænsku og portúgölsku (raunar með viðkomu í þýsku og frönsku). Spænska orðið negro (kk.) merkir ‚svartur‘. Litarorðið er þar einnig haft í afmarkaðri merkingu um hörundsdökkt fólk, blökkumenn. Virðist sú merking hafa fylgt orðinu þegar það varð tökuorð í dönsku – og jafnframt þegar það barst þaðan yfir í íslensku í forminu negri.

Aldur

Orðið neger er þekkt í dönsku frá fyrri hluta 18. aldar (samkvæmt Ordbog over det danske sprog) en íslenska útgáfan, negri, virðist allnokkru yngri. Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá því í blálok 18. aldar, úr Minnisverðum tíðindum, og er svohljóðandi: „úrskurðuðu (þeir) alla svarta þræla, er kallast negrar, fría og franska borgara“. Á Tímarit.is má finna fleiri dæmi um orðið negri einmitt hjá ritstjóra Minnisverðra tíðinda, Magnúsi Stephensen, úr Skemmtilegri vinagleði (1797): „Þessi Frílönd smánudu alla vora upplýstu nordurálfu, med því ad verda lángfyrst til ad veita Negrum, er ádur þrælkudu í þeirra veldi, manneskiu-rétt og frelsi“. Í sama riti fjallar Magnús almennt um litarhaft Afríkumanna og raunar beinlínis um sjálft orðið negri:

Litarbragd Afríku-búa er annars margbreytt eptir hennar ýmislegu löndum, og segiast má, að þar finnist allir litir, hvítir, blackir, móraudir, gulgrænir, koparleitir, jarpir og bik-svartir menn. Nordarlega við fliótið Senegal og vídar, eru þar móraudir menn, eda sem vér nefnum moríána, en sunnarlega vid þad kol-svartir. Negrar er ordid alment nafn fyrir fiölda Sudurálfunnar innbúa, en þeir eru þó miög breytilegir.

Myndasíða úr bók sem gefin var út í Bandaríkjunum 1914 og á að sýna ýmsa ættbálka Afríkumanna.

Dæmum um orðið negri fjölgar eftir því sem líður á 19. öld en í Skírni (1836) er raunar áhugavert dæmi þar sem orðið er haft í gæsalöppum og sviga aftan við orðið svörtumenn: „Bæði í „Brasilíu“ og Sambanzríkjunum í norðurhluta Vesturálfunnar hafa einnig Svörtumenn („Negrar“) britt á óeírðum til að ná frelsi sínu.“

Merking

Orðið negri er skráð í margvíslegum orðabókum og orðasöfnum og því liggur beint við að tína fyrst til upplýsingar úr nokkrum þeirra.

Íslensk nútímamálsorðabókmálið.is) segir um negri: hörundsdökkur maður, svartur maður, blökkumaður. Jafnframt er tekið er fram, til leiðbeiningar um málnotkun, að orðið negri sé „gamaldags“.

Íslensk orðabóksnöru.is) skýrir orðið negri með því að vísa á orðið blökkumaður. Undir blökkumaður eru gefin þrjú samheiti: negríti, svertingi, negri, í þessari röð.

Landfræðiorðasafn (2000) hefur að geyma hugtakið maður af svarta kynstofninum og sýnir orðin negri og svertingi sem samheiti, það er með sömu grunnmerkingu. Þarna er verið að þýða hugtak sem á ensku er nefnt negroid.

Mynd eftir ítalska málarann Agostino Brunias (1730-1796) af hörundsdökku fólki á eyjunni Dóminíku.

Íslensk samheitaorðabók, aukin og endurbætt (2012), sýnir orðið negri en merkir það með tákninu *. Í því tákni felst sú viðvörun að „notandinn verður að gæta sín við notkun orðs sem þannig er merkt og verður að leita sér heimilda í öðrum orðabókum ef hann vill vera viss um notkunarsvið þess“ (bls. XIII). Gefin eru samheitin blámaður og svertingi. Undir blámaður má síðan í viðbót finna orðin blökkumaður og surtur. (Athygli vekur að láðst hefur í ritinu að stjörnumerkja síðastnefnda orðið; ærið tilefni hlýtur að vera til þess.)

Í opinberum ritreglum (Auglýsingar mennta- og menningarmálaráðuneytis nr. 695/2016 og 800/2018) kemur orðið negri fyrir og er þar talið upp meðal gamalla og úreltra heita: „1.3.5 Ýmis gömul (og úrelt) kynþáttaheiti (einkum byggð á útlitseinkennum) eru rituð með litlum upphafsstaf • aríar, eskimóar, kákasítar, mongólar (Asíubúar), negrar, negrítar.“

Í orðabókum má finna ýmis fleiri orð á sama merkingarsviði, meðal annars í Íslenskri orðabók orðin mór (merkt „fornt/úrelt“) og mári. Þar er enn fremur orðið niggari en málnotendum til leiðbeiningar er það orð greinilega merkt í Íslenskri orðabók sem „gróft“.

Í tilvitnun hér á undan til Magnúsar Stephensens frá lokum 18. aldar mátti sjá orðið moríáni. Þetta orð um hörundsdökka á lengri sögu í íslensku en orðið negri. Það kemur fyrir 1713 í þýðingu Steins Jónssonar á riti Johanns Lassenius Anthropologia sacra, Edur Andlegar Vmþeinkingar Vt Af Mannsins Høfudpørtum: „sem adrer Morianar svarter og osieleger“. Orðinu bregður einnig fyrir í mismunandi rithætti í ritum Lærdómslistafélagsins frá síðustu áratugum 18. aldar og síðan stöku sinnum í textum frá 19. öld og reyndar langt fram eftir þeirri tuttugustu, til dæmis í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á „ferðasögu frá Afríku“ eftir Gustaf Fröding: „Þeir kolsvörtu afríkanar,/ sem kallast Móríanar“;„Það verður loksins vani / að vera Móríani“ (Þjóðviljinn 7. apríl 1956).

Í Danskri orðabók með íslenzkum þýðingum (1851) eftir Konráð Gíslason eru orðin neger og mor(ian) ekki skýrð með hinum íslensku tökuorðum (negri, móríani) sem þó höfðu verið notuð síðan á 18. öld. Þess í stað eru höfð til skýringar orð af innlendum efniviði, í anda málhreinsunarstefnunnar: „blámaður, svertingi (Dr. Schev.)“. Hið síðarnefnda virðist Konráð eigna Hallgrími Scheving. Orðið svertingi er dregið af lýsingarorðinu svartur og minnir orðmyndunin að því leyti til á samband orðsins negri við latneska lýsingarorðið niger ,svartur‘. Hér á undan var sýnt dæmi úr Skírni frá 1836 um orðið svörtumenn sem virðist sprottið af sama meiði og svertingi en Konráð getur orðsins ekki í orðabók sinni.

Engin íslensku orðabókanna sem nefndar voru gefur eins nákvæma merkingarskýringu á orðinu negri og finna má við orðið neger í Den Danske Ordbogsproget.dk.). Því skal hér til fróðleiks sýnt hvernig neger er skýrt í því riti (enda á íslenska orðið negri uppruna sinn í danska heitinu): „person som tilhører en gruppe mennesker oprindeligt hjemmehørende i Afrika, og som bl.a. er karakteriseret ved meget mørk hud og mørkt, kruset hår – oftest nedsættende“.

Notkun

Mér þykir rétt að ræða í lokin svolítið nánar um notkun orðsins negri í íslensku.

Hér að framan hefur mátt sjá ákveðnar vísbendingar í orðabókum og leiðbeiningum um að orðið sé vandasamt eða varasamt í notkun, og það á vissulega ekki aðeins við um tökuorðið negri í íslensku heldur gegnir sama máli um danska „foreldrið“ neger.

Íslensk nútímamálsorðabók segir orðið negri vera „gamaldags“ og Ritreglur telja orðið til „gamalla“ eða „úreltra“ kynþáttaheita. Það að orðið negri er stjörnumerkt (með viðvörun til málnotenda) í Íslenskri samheitaorðabók sýnir að talið er varasamt að nota það umhugsunarlaust til að vísa til blökkufólks eða annarra sem teljast dökkir á hörund. Enda þótt ekki sé hægt að fullyrða að rasískar kenndir búi endilega að baki þegar íslenskumælandi fólk notar orðið negri í grunnmerkingunni ‚maður af svarta kynstofninum‘ (á ensku negroid, samanber Landfræðiorðasafn) þá verður ekki fram hjá því horft að viðmælandi eða lesandi kann hæglega að telja orðnotkunina meiðandi eða særandi. Það út af fyrir sig er næg ástæða til að sneiða hjá notkun þess.

Málnotendur verða ávallt að hafa í huga að orðaval skiptir máli og það er vissulega hluti almenns siðferðis að forðast að særa eða meiða annað fólk ef þess er kostur. Rétt eins og fólk sneiðir nú orðið almennt hjá því að nota gömul og úrelt orð á borð við fávitar um þroskahamlaða einstaklinga eða kynvillingar um samkynhneigða þá er eðlilegt að ætlast til þeirrar kurteisi að sneiða hjá orðinu negri um hörundsdökkt fólk.

Orðið negri ber neikvæða hliðarmerkingu. Myndin er forsíða af enskri útgáfu nótnaheftisins Ten little niggers frá 19. öld.

Það er sem sé staðreynd í íslensku málsamfélagi að það er mat fjölda fólks að orðið negri beri neikvæða hliðarmerkingu. Um neikvæðan blæ orðsins negri, og hættuna sem stafað getur af óvarlegri orðanotkun, má til dæmis fræðast í BA-verkefni Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í mannfræði í HÍ (2015), Ímyndarsköpun kynþáttahyggju. Áhrif hugtaksins negri á mótun sjálfsmyndar.

Í bók minni Málheimum (2017) vík ég lítillega að orðnotkun í kaflanum Fordómar og málstýring (bls. 86–87). Þar lýsi ég því meginsjónarmiði að þegar talað er um fólk eða samfélagshópa eigi að nota þau orð sem viðkomandi hópur eða einstaklingur kýs sjálfur eftir því sem næst verður komist. Minnihlutahópar í samfélögum séu eðli máls samkvæmt viðkvæmir og það sé spurning um samfélagslega ábyrgð að gera þeim ekki erfiðara fyrir en þörf sé á, og þar komi tungumálið og hugtakanotkun sannarlega við sögu.

Nokkrar deilur risu á Íslandi árið 2007 í tengslum við endurútgáfu barnabókarinnar Tíu litlir negrastrákar. Bókin var fyrst íslenskuð árið 1922. Kristín Loftsdóttir greindi umræðuna frá 2007 vandlega í grein í Ritinu (2013), „Endurútgáfa Negrastrákanna. Söguleg sérstaða Íslands, þjóðernishyggja og kynþáttafordómar.“ Hún setur umræðurnar í víðara samhengi, sögulegt og alþjóðlegt, og kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að þótt bókin feli í sér sterka kynþáttafordóma „sé of mikil einföldun að líta eingöngu á sýn þeirra sem vörðu bókina árið 2007 sem tjáningu slíkra fordóma“. Umræðurnar 2007 snerust ekki aðeins um hvort réttlætanlegt væri í sjálfu sér að gefa bókina út enn á ný, heldur um merkingu orðsins negri í nútímamáli og stílgildi orðsins í íslenskum texta. Þar tókust á þau sjónarmið, annars vegar, að í grunnmerkingu orðsins fælist hlutlæg lýsing á útlitseinkennum fólks og bent var á að titill bókarinnar væri gamall og endurspeglaði eldri orðnotkun og, hins vegar, það mat að notkun orðsins negri, eða negrastrákur, væri gildishlaðin og aukamerking þess neikvæð og orðið ætti því ekki heima (lengur) í almennri notkun. Meðal þeirra sem létu í sér heyra 2007 var Þröstur Helgason sem ritaði grein í Morgunblaðið 1. nóvember 2007 með titilinn „Viðhorf einsleitninnar afhjúpað“. Þröstur rekur þar viðhorf til orðsins negri og hvaða skilaboð það sendir að halda notkun þess til streitu á okkar tímum. Hann segir umræðuna hafa afhjúpað „viðhorf eða kannski sofandahátt samfélags sem hefur þar til nýlega verið nánast einsleitt“.

Myndir:...