Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn?

Sverrir Jakobsson

Heitið Bláland kemur fyrir í fornum íslenskum sagnaritum, til dæmis í Mattheusar sögu postula, einu elsta sagnariti sem til er á íslensku. Af samanburði við erlendar gerðir sögunnar má sjá að þetta orð er þýðing á latneska heitinu Aethiopia. Í Historia de antiquitate regum Norwagiensium, norsku riti á latínu sem ritað er skömmu fyrir 1180, er tilvísun í landið Aethiopia „quam nos materna lingua Blaland vocamus“ [sem vér köllum Bláland á voru móðurmáli]. Íbúar Blálands eru svo nefndir Blámenn. Iðulega er gert ráð fyrir að til séu tvö Blálönd og annað þá nefnt Bláland hið mikla. Það væri í samræmi við hefð í landalýsingum þar sem einnig var talað um mörg Serklönd og Svíþjóð hina minni og meiri.

Blálandi er víða lýst í fornritum, bæði landalýsingum en einnig riddara- og ævintýrasögum sem látnar eru gerast þar. Í Dínus sögu drambláta segir að

[e]inn hinn mestur hlutur ríkis í Afrika er kallað er Bláland hið mikla. Það gengur vestur allt með hafinu og suður allt að Miðjarðarsjó, þar sem hafið vellur af sólarhita. Þar eru margir staðir sviðnir og brunnir af sólarhitanum. Þar fæðast mjög jötnar ýmislegir og blámenn bannsettir og alls kyns skessilegar skepnur.

Blámenn bjuggu í Blálandi. Á myndinni sést Presta-Jón í Eþíópíu, hann er dökkblár á lit. Kortið er frá 1457.

Í íslenskum ritum kemur fyrir að blámenn séu ekki flokkaðir með mennskum mönnum. Blámaður stjórnar helvítis öndum sem vilja sækja sál Karlamagnúsar konungs í Tveggja postula sögu Jakobs og Jóns og „blámenn hrafni svartari“ eru nefndir í Tveggja postula sögu Simonis ok Jude og virðast vera illir andar. Talað er um blámenn, berserki, risa og púka í einum vetvangi. Í Kirjalax sögu segir frá því að í her Soldáns Babilóníukóngs voru einnig „tólf hans kappar utan af Mauritania mjög svartir af sólar bruna, svo sterkir að varla mátti mannlegur kraftur viðstanda, og svo stórir sem risar og magnaðir með púkans krafti svo að öngan þeirra bitu járn“.

Til var saga um Flóres konung í Tattaríaríki sem var „mikill maður og sterkur, fríður sýnum“. Tengdasonur hans var Kastús, konungur í Kartagía, en „undir hann laut allt Affríkám að mestu“. Þríburasynir Flóresar og dóttursynir Kastusar reyndust svo ólíkir að sá fyrsti var „hvítur bæði á hár og hörund“, annar „rauðlitaður á hár og skinn“ en sá þriðji „dökkur bæði á hár og skinn“. Sá hvíti verður konungur yfir þriðjungi Skotlands, sá rauðleiti hertogi í Gaskóníaríki en sá dökki fór „vestur í Affríká“ og lagði undir sig „það ríki allt“. Hér virðist vera á ferð dæmisaga um upphaf kynþáttamunar.

Heimildir:
  • John Block Friedman, The Monstrous Races in Medieval Art and Thought (Cambridge, Mass. & London, 1981).
  • Sverrir Jakobsson, Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (Reykjavík 2005).

Mynd:

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

7.3.2014

Spyrjandi

Bjarki, f. 1996

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn? “ Vísindavefurinn, 7. mars 2014. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66674.

Sverrir Jakobsson. (2014, 7. mars). Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66674

Sverrir Jakobsson. „Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn? “ Vísindavefurinn. 7. mar. 2014. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66674>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn?
Heitið Bláland kemur fyrir í fornum íslenskum sagnaritum, til dæmis í Mattheusar sögu postula, einu elsta sagnariti sem til er á íslensku. Af samanburði við erlendar gerðir sögunnar má sjá að þetta orð er þýðing á latneska heitinu Aethiopia. Í Historia de antiquitate regum Norwagiensium, norsku riti á latínu sem ritað er skömmu fyrir 1180, er tilvísun í landið Aethiopia „quam nos materna lingua Blaland vocamus“ [sem vér köllum Bláland á voru móðurmáli]. Íbúar Blálands eru svo nefndir Blámenn. Iðulega er gert ráð fyrir að til séu tvö Blálönd og annað þá nefnt Bláland hið mikla. Það væri í samræmi við hefð í landalýsingum þar sem einnig var talað um mörg Serklönd og Svíþjóð hina minni og meiri.

Blálandi er víða lýst í fornritum, bæði landalýsingum en einnig riddara- og ævintýrasögum sem látnar eru gerast þar. Í Dínus sögu drambláta segir að

[e]inn hinn mestur hlutur ríkis í Afrika er kallað er Bláland hið mikla. Það gengur vestur allt með hafinu og suður allt að Miðjarðarsjó, þar sem hafið vellur af sólarhita. Þar eru margir staðir sviðnir og brunnir af sólarhitanum. Þar fæðast mjög jötnar ýmislegir og blámenn bannsettir og alls kyns skessilegar skepnur.

Blámenn bjuggu í Blálandi. Á myndinni sést Presta-Jón í Eþíópíu, hann er dökkblár á lit. Kortið er frá 1457.

Í íslenskum ritum kemur fyrir að blámenn séu ekki flokkaðir með mennskum mönnum. Blámaður stjórnar helvítis öndum sem vilja sækja sál Karlamagnúsar konungs í Tveggja postula sögu Jakobs og Jóns og „blámenn hrafni svartari“ eru nefndir í Tveggja postula sögu Simonis ok Jude og virðast vera illir andar. Talað er um blámenn, berserki, risa og púka í einum vetvangi. Í Kirjalax sögu segir frá því að í her Soldáns Babilóníukóngs voru einnig „tólf hans kappar utan af Mauritania mjög svartir af sólar bruna, svo sterkir að varla mátti mannlegur kraftur viðstanda, og svo stórir sem risar og magnaðir með púkans krafti svo að öngan þeirra bitu járn“.

Til var saga um Flóres konung í Tattaríaríki sem var „mikill maður og sterkur, fríður sýnum“. Tengdasonur hans var Kastús, konungur í Kartagía, en „undir hann laut allt Affríkám að mestu“. Þríburasynir Flóresar og dóttursynir Kastusar reyndust svo ólíkir að sá fyrsti var „hvítur bæði á hár og hörund“, annar „rauðlitaður á hár og skinn“ en sá þriðji „dökkur bæði á hár og skinn“. Sá hvíti verður konungur yfir þriðjungi Skotlands, sá rauðleiti hertogi í Gaskóníaríki en sá dökki fór „vestur í Affríká“ og lagði undir sig „það ríki allt“. Hér virðist vera á ferð dæmisaga um upphaf kynþáttamunar.

Heimildir:
  • John Block Friedman, The Monstrous Races in Medieval Art and Thought (Cambridge, Mass. & London, 1981).
  • Sverrir Jakobsson, Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (Reykjavík 2005).

Mynd:

...