Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?

Sverrir Jakobsson

Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur.

Í Chronicon eftir Ottó frá Freising segir frá munki frá löndum kristinna manna í Palestínu sem kom til hirðar Eugeniusar páfa árið 1145. Hann sagði frá auðugum konungi sem réði yfir borginni Ektabana í Medíu og væri kominn af einum vitringanna þriggja. Hann væri kallaður Presta-Jón og væri kristinn. Talið er að frásögn vísi til kristinna manna sem aðhylltust sið munksins Nestoriusar en fylgismenn hans hröktust austur á bóginn undan ofsóknum réttrúaðra á 6. öld. Á 12. öld voru kristnir menn úr þessum söfnuði við hirðir konunga í Austurlöndum fjær, til dæmis Karakítana sem börðust við Seldsjúka við Samarkand árið 1141. Frásagnir af þessum kristnu mönnum gætu hafa verið kveikjan af sögunni um Presta-Jón. Á þessum tíma stóðu yfir krossferðir og var farið að halla á kristna menn í baráttunni við múslima. Hugmyndin um öflugan bandamann í austri var því meðal annars leið til að vekja mönnum vonir í þeirri baráttu.

Kort eftir kortagerðarmanninn Abraham Ortelius frá 1592. Það sýnir ríki Presta-Jóns í Afríku.

Í kringum 1165 komst í umferð rit sem sagt var vera bréf Presta-Jóns Indlandskonungs til Manúels Komnenosar (1122-1180), keisara í austrómverska ríkinu, en bréf þetta náði mikilli útbreiðslu í Evrópu á miðöldum. Það var þekkt undir ýmsum nefnum, svo sem Epistola Johannis regis Indiæ eða De ritu et moribus Indorum. Þetta rit varð til þess að Alexander III páfi sendi mann með bréf til Presta-Jóns árið 1177 en ekki fer neinum sögum af afdrifum hans.

Í Konungs skuggsjá, sem rituð er um miðja 13. öld, er líklega að finna elstu heildstæðu lýsinguna á Norðurlöndum sem rituð er af norrænum manni. Þar er spurt um „gamansamlega“ hluti, þar á meðal „undur þau er hér eru norður með oss“. Í kjölfarið er rætt um litla bók „er komið hefir hingað til lands vors er kallað er að gjör væri á Indíalandi og ræðir um Indíalönd og er svo mælt í bókinni að send hafi verið Emmanuele Grikkja keisara.“ Hér er greinlega verið að ræða um De ritu et moribus Indorum. Ef marka má Konungs skuggsjá hefur þetta rit einnig borist til Norðurlanda. Frásagnir bókarinnar af margháttuðum undrum hafa orðið til þess að ritað var með svipuðum hætti um nágrannalöndin. Taldi hann víst að „ef gjörla skal hér rannsaka í vorum löndum þá eru ekki hér þeir hlutir færri heldur en hinn veg eru ritaðir er jafn undarlegir munu þykja eður undarlegri í öðrum löndum þeim sem ekki eru slíkir hlutir sénir eður dæmi til birt.“

Ekki virðast sögur af Presta-Jóni þó hafa náð viðlíka útbreiðslu á Íslandi og víða í Evrópu, þótt bréf hans til Manúels keisara hafi borist til Noregs. Eitt helsta dæmið sem ætla mætti að vísi til þess er í Rémundar sögu keisarasonar, sem samin var um miðja 14. öld. Þar er sögupersóna „Jóhannes, hinn ríki Indíakonungur“ og stjórnar hann kristnu ríki.

Presta-Jón var ekki tengdur sérstaklega við Afríku fyrr en í upphafi 14. aldar, nánar tiltekið árið 1306, en þá birtust sendimenn frá kristna ríkinu í Aksum, Eþíópíu, við hirð páfa í Róm og Avignon. Konungur (nəgusä nägäst eða negus negusi) Eþíópíumanna, Wedem Arad (d. 1314), sóttist eftir bandalagi við Spánarkonunga gegn múslimum. Þessir sendimenn ræddu við landfræðinginn Giovanni di Carignano og er útdrátt úr þeirri frásögn að finna í ritinu Supplementum chronicarum eftir kanokann Giacomo Filippo Foresti da Bergamo (1434-1520). Skömmu eftir þessa heimsókn staðsetti munkurinn Jordanus ríki Presta-Jóns í Afríku, í ritinu Mirabilia Descripta. Fram á 17. öld var svo algengast að ríki Presta-Jóns væri staðsett í Afríku en frá og með þeim tíma fór að draga úr trú lærðra manna á þessar frásagnir.

Heimildir:
  • Ottonis Episcopi Frisingensis Chronica; sive Historia de Duabus Civitatibus, útg. Adolf Hofmeister (Hannover, 1912).
  • Charles Beckingham, Prester John, the Mongols and the Ten Lost Tribes (Aldershot 1996).
  • Meir Bar-Ilan, “Prester John: Fiction and History”, History of European Ideas, 20:1-3 (1995), 291–298.
  • Konungs skuggsjá, útg. Magnús Már Lárusson (Reykjavík 1955).
  • Sverrir Jakobsson, „Draumurinn um Indíalönd og heimsmynd Íslendinga á miðöldum“, Þriðja íslenska söguþingið 18.-21. maí 2006. Ráðstefnurit, ritstj. Benedikt Eyþórsson og Hrafnkell Lárusson (Reykjavík 2007), 33-43.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver var Jón Prestur í Afríku? Var til kristilegt stórríki í Afríku fyrir utan Axum? Eru einhver tengsl þar á milli?

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

5.11.2013

Spyrjandi

Indriði Einar Reynisson

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2013, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29083.

Sverrir Jakobsson. (2013, 5. nóvember). Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29083

Sverrir Jakobsson. „Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2013. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29083>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?
Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur.

Í Chronicon eftir Ottó frá Freising segir frá munki frá löndum kristinna manna í Palestínu sem kom til hirðar Eugeniusar páfa árið 1145. Hann sagði frá auðugum konungi sem réði yfir borginni Ektabana í Medíu og væri kominn af einum vitringanna þriggja. Hann væri kallaður Presta-Jón og væri kristinn. Talið er að frásögn vísi til kristinna manna sem aðhylltust sið munksins Nestoriusar en fylgismenn hans hröktust austur á bóginn undan ofsóknum réttrúaðra á 6. öld. Á 12. öld voru kristnir menn úr þessum söfnuði við hirðir konunga í Austurlöndum fjær, til dæmis Karakítana sem börðust við Seldsjúka við Samarkand árið 1141. Frásagnir af þessum kristnu mönnum gætu hafa verið kveikjan af sögunni um Presta-Jón. Á þessum tíma stóðu yfir krossferðir og var farið að halla á kristna menn í baráttunni við múslima. Hugmyndin um öflugan bandamann í austri var því meðal annars leið til að vekja mönnum vonir í þeirri baráttu.

Kort eftir kortagerðarmanninn Abraham Ortelius frá 1592. Það sýnir ríki Presta-Jóns í Afríku.

Í kringum 1165 komst í umferð rit sem sagt var vera bréf Presta-Jóns Indlandskonungs til Manúels Komnenosar (1122-1180), keisara í austrómverska ríkinu, en bréf þetta náði mikilli útbreiðslu í Evrópu á miðöldum. Það var þekkt undir ýmsum nefnum, svo sem Epistola Johannis regis Indiæ eða De ritu et moribus Indorum. Þetta rit varð til þess að Alexander III páfi sendi mann með bréf til Presta-Jóns árið 1177 en ekki fer neinum sögum af afdrifum hans.

Í Konungs skuggsjá, sem rituð er um miðja 13. öld, er líklega að finna elstu heildstæðu lýsinguna á Norðurlöndum sem rituð er af norrænum manni. Þar er spurt um „gamansamlega“ hluti, þar á meðal „undur þau er hér eru norður með oss“. Í kjölfarið er rætt um litla bók „er komið hefir hingað til lands vors er kallað er að gjör væri á Indíalandi og ræðir um Indíalönd og er svo mælt í bókinni að send hafi verið Emmanuele Grikkja keisara.“ Hér er greinlega verið að ræða um De ritu et moribus Indorum. Ef marka má Konungs skuggsjá hefur þetta rit einnig borist til Norðurlanda. Frásagnir bókarinnar af margháttuðum undrum hafa orðið til þess að ritað var með svipuðum hætti um nágrannalöndin. Taldi hann víst að „ef gjörla skal hér rannsaka í vorum löndum þá eru ekki hér þeir hlutir færri heldur en hinn veg eru ritaðir er jafn undarlegir munu þykja eður undarlegri í öðrum löndum þeim sem ekki eru slíkir hlutir sénir eður dæmi til birt.“

Ekki virðast sögur af Presta-Jóni þó hafa náð viðlíka útbreiðslu á Íslandi og víða í Evrópu, þótt bréf hans til Manúels keisara hafi borist til Noregs. Eitt helsta dæmið sem ætla mætti að vísi til þess er í Rémundar sögu keisarasonar, sem samin var um miðja 14. öld. Þar er sögupersóna „Jóhannes, hinn ríki Indíakonungur“ og stjórnar hann kristnu ríki.

Presta-Jón var ekki tengdur sérstaklega við Afríku fyrr en í upphafi 14. aldar, nánar tiltekið árið 1306, en þá birtust sendimenn frá kristna ríkinu í Aksum, Eþíópíu, við hirð páfa í Róm og Avignon. Konungur (nəgusä nägäst eða negus negusi) Eþíópíumanna, Wedem Arad (d. 1314), sóttist eftir bandalagi við Spánarkonunga gegn múslimum. Þessir sendimenn ræddu við landfræðinginn Giovanni di Carignano og er útdrátt úr þeirri frásögn að finna í ritinu Supplementum chronicarum eftir kanokann Giacomo Filippo Foresti da Bergamo (1434-1520). Skömmu eftir þessa heimsókn staðsetti munkurinn Jordanus ríki Presta-Jóns í Afríku, í ritinu Mirabilia Descripta. Fram á 17. öld var svo algengast að ríki Presta-Jóns væri staðsett í Afríku en frá og með þeim tíma fór að draga úr trú lærðra manna á þessar frásagnir.

Heimildir:
  • Ottonis Episcopi Frisingensis Chronica; sive Historia de Duabus Civitatibus, útg. Adolf Hofmeister (Hannover, 1912).
  • Charles Beckingham, Prester John, the Mongols and the Ten Lost Tribes (Aldershot 1996).
  • Meir Bar-Ilan, “Prester John: Fiction and History”, History of European Ideas, 20:1-3 (1995), 291–298.
  • Konungs skuggsjá, útg. Magnús Már Lárusson (Reykjavík 1955).
  • Sverrir Jakobsson, „Draumurinn um Indíalönd og heimsmynd Íslendinga á miðöldum“, Þriðja íslenska söguþingið 18.-21. maí 2006. Ráðstefnurit, ritstj. Benedikt Eyþórsson og Hrafnkell Lárusson (Reykjavík 2007), 33-43.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver var Jón Prestur í Afríku? Var til kristilegt stórríki í Afríku fyrir utan Axum? Eru einhver tengsl þar á milli?

...