Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta?

Geir Þ. Þórarinsson

Skipting Rómaveldis í austur- og vesturhluta varð til á löngum tíma. Segja má að stjórnarkreppur og valdaátök hafi átt sinn þátt í að kljúfa ríkið en aðstæður í austur- og vesturhluta ríkisins voru einnig gerólíkar.

Rómaveldi varð í reynd að keisaradæmi árið 27 f.Kr. enda þótt það væri enn þá lýðveldi að nafninu til. Á valdatíma Trajanusar keisara á árunum 98-117 e.Kr. var Rómaveldi stærst en undir lok 2. aldar hófst langt hnignunarskeið. Ósjaldan var barist um völdin en margir valdamanna voru auk þess vanhæfir.

Árið 285 komst Gaius Aurelius Valerius Díocletíanus til valda en þá hafði ríkt löng stjórnvaldskreppa í heimsveldinu. Hann hafði ekki fyrr tekið við völdum en Gallar gerðu uppreisn og árið 286 lýsti herforinginn Carausius sig keisara á Bretlandi. Díocletíanus gerði félaga sinn Valerius Maximianus að aðstoðarkeisara og fól honum að sjá um uppreisnirnar en Díocletíanus einbeitti sér að stjórn austurhluta heimsveldisins.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Kort af Rómaveldi.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Maximianusi tókst ekki að bola Carausiusi frá völdum á Bretlandi og því varð að viðurkenna yfirráð hans þar að svo stöddu. Árið 293 gerði Díocletíanus herforingjann Constantius I Chlorus að aðstoðarkeisara og fól honum það verkefni að ná aftur yfirráðum yfir Bretlandi. Það tókst árið 296.

Gaius Galerius hafði einnig verið gerður aðstoðarkeisari árið 293 en hann fékk sömuleiðis það verkefni að bæla niður uppreisnir, eina á eftir annarri. Nú voru keisarar orðnir fjórir. Þeir Díocletíanus og Maximianus voru eins konar yfirkeisarar en þeim til aðstoðar voru tveir aðstoðarkeisarar. Þetta er nefnt fjórveldisstjórnin.

Díocletíanus einbeitti sér að stjórn austurhluta ríkisins með hjálp Galeriusar en Maximianus að stjórn vesturhlutans með hjálp Constantiusar og þannig varð til vísir að skiptingu ríkisins í austur- og vesturhluta. Díocletíanusi tókst að koma stjórn ríkisins í betra horf en fjórveldisfyrirkomulagið brotnaði niður skömmu eftir að hann lét af völdum vegna heilsubrests árið 305.

Ári síðar lést Constantius I í York á Bretlandi en þá hófst óvissutími og allt að sjö manns gerðu tilkall til keisaratignar. Her Constantiusar studdi son hans, Constantinus I, sem nefndur er Constantinus mikli. Galerius viðurkenndi hann þó ekki sem yfirkeisara í vestri heldur einungis sem aðstoðarkeisara en studdi í staðinn Severus sem orðið hafði aðstoðarkeisari árið 305. Galerius lést árið 311. Ári síðar réðst Constantinus inn í Ítalíu og hélt til Rómar. Hann hrakti frá völdum Maxentius, sem hafði lýst sjálfan sig keisara í vestri. Með stuðningi öldungaráðsins varð Constantinus yfirkeisari í vestri.

Árið 313 komst Flavius Galerius Valerius Licinianus Licinius til valda sem keisari í austurhluta ríkisins. Átök brutust út milli hans og Constantinusar árið 316 og aftur árið 323. Constantinus hafði betur og árið 324 gafst Licinius upp og var tekinn af lífi. Nú var Constantinus einn keisari í öllu Rómaveldi. Constantinus ákvað að færa stjórnarsetur heimsveldisins til austurhluta ríkisins. Borgin sem hann stofnaði árið 330 og nefndi Konstantínópel hafði áður heitið Býzantíon og þaðan er komið nafnið Býsansríkið, sem er annað heiti á Austrómverska ríkinu. Borgin (sem í dag heitir Istanbúl) varð síðar höfuðborg Austrómverska ríkisins.

Constantinus lést árið 337. Synir hans þrír tóku við völdum að honum látnum og skiptu ríkinu milli sín. Constantinus II, sem var elstur þeirra, tók við völdum í vestri. Constantius II tók við völdum í austri en Constans, sem var yngstur, stjórnaði Afríku, Ítalíu og Illyríu undir yfirstjórn Constantinusar II. Árið 340 skarst í odda með þeim. Í orrustunni við Aquileia hafi Constans betur en Constantinus II lést í orrustunni. Þar með komst Constans til valda í vesturhluta ríkisins. Hann var síðar tekinn af lífi í samsæri gegn honum en Constantius bróðir hans sigraði að endingu samsærismennina og varð þar með einvaldur í heimsveldinu öllu. Þannig var aftur tekist á um völdin í heimsveldinu næstu áratugina. Uppreisnir voru tíðar og ýmsir gerðu tilkall til valda. Stundum gekk erfiðlega að bæla uppreisnirnar niður.


Theodosius I var síðasti keisarinn sem ríkti bæði yfir austur- og vesturhluta Rómaveldis.

Árið 379 komst Theodosius I til valda. Hann var síðasti keisarinn sem ríkti bæði yfir austur- og vesturhluta Rómaveldis. Þegar Valentinus II, keisari í vesturhluta ríkisins, lést árið 392 brutust út átök milli Theodosiusar og Eugeniusar. Theodosius hafði betur eftir orrustuna við Frigidus en lést sjálfur þremur árum síðar. Synir hans Flavius Arcadius og Honorius, tóku þá við völdum. Arcadius, sá eldri, tók við völdum í austurhluta ríkisins og hélt völdum til dauðadags árið 408 en þá tók sonur hans, Theodosius II, við völdum og ríkti til æviloka árið 450. Honorius tók hins vegar við völdum í vesturhluta ríkisins og hélt völdum þar til hann féll frá árið 423 án erfingja. Þá tók systursonur hans, Flavius Placidius Valentinianus, við völdum og ríkti til dauðadags árið 455. Skipting ríkisins var nú orðin varanleg og upp úr henni urðu til Vestrómverska ríkið og Austrómverska ríkið. Valdatími keisaranna í hvorum hluta ríkisins fyrir sig var fremur langur en um árið 450 voru aðstæður í austur- og vesturhluta ríkisins gerólíkar.

Í Vestrómverska ríkinu hafði hnignunin haldið áfram og aukist frá dauða Theodosiusar árið 395. Innrásir úr norðri voru tíðar, hagstjórn var slæm og farsóttir geisuðu. Germanskir þjóðflokkar náðu að endingu völdum í borginni og hröktu Rómúlus Ágústus, síðasta keisara Vestrómverska ríkisins, í útlegð árið árið 476. Oftast er fall Vestrómverska ríkisins miðað við þetta ártal. Úr leifum Vestrómverska ríkisins urðu síðar til ný ríki, meðal annars Frankaríkið og síðar Heilaga rómverska keisaradæmið. Býsansríkið hélt hins vegar velli í austri og féll ekki fyrr en árið 1453.

Svör um tengt efni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni:
  • Sinnigen, William G. og Boak, Arthur E.R., A History of Rome to A.D. 565. 6. útg. (New York: Macmillan, 1977).

Kort:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

8.1.2008

Spyrjandi

Hjálmar Örn Elísson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2008, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6988.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 8. janúar). Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6988

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2008. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6988>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta?
Skipting Rómaveldis í austur- og vesturhluta varð til á löngum tíma. Segja má að stjórnarkreppur og valdaátök hafi átt sinn þátt í að kljúfa ríkið en aðstæður í austur- og vesturhluta ríkisins voru einnig gerólíkar.

Rómaveldi varð í reynd að keisaradæmi árið 27 f.Kr. enda þótt það væri enn þá lýðveldi að nafninu til. Á valdatíma Trajanusar keisara á árunum 98-117 e.Kr. var Rómaveldi stærst en undir lok 2. aldar hófst langt hnignunarskeið. Ósjaldan var barist um völdin en margir valdamanna voru auk þess vanhæfir.

Árið 285 komst Gaius Aurelius Valerius Díocletíanus til valda en þá hafði ríkt löng stjórnvaldskreppa í heimsveldinu. Hann hafði ekki fyrr tekið við völdum en Gallar gerðu uppreisn og árið 286 lýsti herforinginn Carausius sig keisara á Bretlandi. Díocletíanus gerði félaga sinn Valerius Maximianus að aðstoðarkeisara og fól honum að sjá um uppreisnirnar en Díocletíanus einbeitti sér að stjórn austurhluta heimsveldisins.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Kort af Rómaveldi.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Maximianusi tókst ekki að bola Carausiusi frá völdum á Bretlandi og því varð að viðurkenna yfirráð hans þar að svo stöddu. Árið 293 gerði Díocletíanus herforingjann Constantius I Chlorus að aðstoðarkeisara og fól honum það verkefni að ná aftur yfirráðum yfir Bretlandi. Það tókst árið 296.

Gaius Galerius hafði einnig verið gerður aðstoðarkeisari árið 293 en hann fékk sömuleiðis það verkefni að bæla niður uppreisnir, eina á eftir annarri. Nú voru keisarar orðnir fjórir. Þeir Díocletíanus og Maximianus voru eins konar yfirkeisarar en þeim til aðstoðar voru tveir aðstoðarkeisarar. Þetta er nefnt fjórveldisstjórnin.

Díocletíanus einbeitti sér að stjórn austurhluta ríkisins með hjálp Galeriusar en Maximianus að stjórn vesturhlutans með hjálp Constantiusar og þannig varð til vísir að skiptingu ríkisins í austur- og vesturhluta. Díocletíanusi tókst að koma stjórn ríkisins í betra horf en fjórveldisfyrirkomulagið brotnaði niður skömmu eftir að hann lét af völdum vegna heilsubrests árið 305.

Ári síðar lést Constantius I í York á Bretlandi en þá hófst óvissutími og allt að sjö manns gerðu tilkall til keisaratignar. Her Constantiusar studdi son hans, Constantinus I, sem nefndur er Constantinus mikli. Galerius viðurkenndi hann þó ekki sem yfirkeisara í vestri heldur einungis sem aðstoðarkeisara en studdi í staðinn Severus sem orðið hafði aðstoðarkeisari árið 305. Galerius lést árið 311. Ári síðar réðst Constantinus inn í Ítalíu og hélt til Rómar. Hann hrakti frá völdum Maxentius, sem hafði lýst sjálfan sig keisara í vestri. Með stuðningi öldungaráðsins varð Constantinus yfirkeisari í vestri.

Árið 313 komst Flavius Galerius Valerius Licinianus Licinius til valda sem keisari í austurhluta ríkisins. Átök brutust út milli hans og Constantinusar árið 316 og aftur árið 323. Constantinus hafði betur og árið 324 gafst Licinius upp og var tekinn af lífi. Nú var Constantinus einn keisari í öllu Rómaveldi. Constantinus ákvað að færa stjórnarsetur heimsveldisins til austurhluta ríkisins. Borgin sem hann stofnaði árið 330 og nefndi Konstantínópel hafði áður heitið Býzantíon og þaðan er komið nafnið Býsansríkið, sem er annað heiti á Austrómverska ríkinu. Borgin (sem í dag heitir Istanbúl) varð síðar höfuðborg Austrómverska ríkisins.

Constantinus lést árið 337. Synir hans þrír tóku við völdum að honum látnum og skiptu ríkinu milli sín. Constantinus II, sem var elstur þeirra, tók við völdum í vestri. Constantius II tók við völdum í austri en Constans, sem var yngstur, stjórnaði Afríku, Ítalíu og Illyríu undir yfirstjórn Constantinusar II. Árið 340 skarst í odda með þeim. Í orrustunni við Aquileia hafi Constans betur en Constantinus II lést í orrustunni. Þar með komst Constans til valda í vesturhluta ríkisins. Hann var síðar tekinn af lífi í samsæri gegn honum en Constantius bróðir hans sigraði að endingu samsærismennina og varð þar með einvaldur í heimsveldinu öllu. Þannig var aftur tekist á um völdin í heimsveldinu næstu áratugina. Uppreisnir voru tíðar og ýmsir gerðu tilkall til valda. Stundum gekk erfiðlega að bæla uppreisnirnar niður.


Theodosius I var síðasti keisarinn sem ríkti bæði yfir austur- og vesturhluta Rómaveldis.

Árið 379 komst Theodosius I til valda. Hann var síðasti keisarinn sem ríkti bæði yfir austur- og vesturhluta Rómaveldis. Þegar Valentinus II, keisari í vesturhluta ríkisins, lést árið 392 brutust út átök milli Theodosiusar og Eugeniusar. Theodosius hafði betur eftir orrustuna við Frigidus en lést sjálfur þremur árum síðar. Synir hans Flavius Arcadius og Honorius, tóku þá við völdum. Arcadius, sá eldri, tók við völdum í austurhluta ríkisins og hélt völdum til dauðadags árið 408 en þá tók sonur hans, Theodosius II, við völdum og ríkti til æviloka árið 450. Honorius tók hins vegar við völdum í vesturhluta ríkisins og hélt völdum þar til hann féll frá árið 423 án erfingja. Þá tók systursonur hans, Flavius Placidius Valentinianus, við völdum og ríkti til dauðadags árið 455. Skipting ríkisins var nú orðin varanleg og upp úr henni urðu til Vestrómverska ríkið og Austrómverska ríkið. Valdatími keisaranna í hvorum hluta ríkisins fyrir sig var fremur langur en um árið 450 voru aðstæður í austur- og vesturhluta ríkisins gerólíkar.

Í Vestrómverska ríkinu hafði hnignunin haldið áfram og aukist frá dauða Theodosiusar árið 395. Innrásir úr norðri voru tíðar, hagstjórn var slæm og farsóttir geisuðu. Germanskir þjóðflokkar náðu að endingu völdum í borginni og hröktu Rómúlus Ágústus, síðasta keisara Vestrómverska ríkisins, í útlegð árið árið 476. Oftast er fall Vestrómverska ríkisins miðað við þetta ártal. Úr leifum Vestrómverska ríkisins urðu síðar til ný ríki, meðal annars Frankaríkið og síðar Heilaga rómverska keisaradæmið. Býsansríkið hélt hins vegar velli í austri og féll ekki fyrr en árið 1453.

Svör um tengt efni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni:
  • Sinnigen, William G. og Boak, Arthur E.R., A History of Rome to A.D. 565. 6. útg. (New York: Macmillan, 1977).

Kort:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Mynd:...