Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?

Eiríkur Rögnvaldsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spænsku, ítölsku)? Hefur þetta breyst í gegnum tíðina? Hafa t.d. ný orð eða tökuorð í íslensku tilhneigingu til að vera hvorugkyns?

Spurningu um kynjahlutföll má skilja á tvo vegu. Annars vegar getur verið átt við fjölda mismunandi orða í hverju kyni (flettiorð), en hins vegar getur verið átt við fjölda dæma um orð af hverju kyni í texta (lesmálsorð).

Spurningu um hlutfall dæma af hverju kyni í texta má svara með vísun til Risamálheildarinnar sem er textasafn úr íslensku nútímamáli og hefur að geyma um það bil 1,2 milljarða lesmálsorða. Þar er hlutfall dæma um karlkynsorð um það bil 38% af heildinni, dæmi um kvenkynsorð eru um 32%, og dæmi um hvorugkynsorð um 30%. Í Markaðri íslenskri málheild, sem er einnig safn texta úr nútímamáli en inniheldur aðeins 25 milljónir lesmálsorða eru hlutföllin nokkurn veginn nákvæmlega þau sömu. Hér verður að taka fram að málfræðileg greining orða í þessum söfnum var gerð á vélrænan hátt og í henni er töluvert af villum. Líklegt er þó að þær villur jafni sig út – ekkert bendir til þess að þær skekki þetta hlutfall. Það liggja hins vegar ekki fyrir tölur um fjölda mismunandi orða í hverju kyni fyrir sig en trúlegt er að kynjahlutföllin séu svipuð þar.

Í textasafni úr íslensku nútímamáli eru karlkynsorð um það bil 38% af heildinni, dæmi um kvenkynsorð eru um 32%, og dæmi um hvorugkynsorð um 30%.

Í fornu máli eru hlutföllin talsvert ólík. Í safni sem hefur að geyma Íslendingasögur, Sturlungu, Heimskringlu og Landnámabók eru tæplega 1700 þúsund orð. Þar er hlutfall dæma um karlkynsorð um það bil 60%, dæmi um kvenkynsorð eru um 19%, og dæmi um hvorugkynsorð um 21%. Þessar tölur eru þó ekki alveg sambærilegar við tölur úr nútímamáli. Þessir fornu textar eru frásagnartextar sem segja fyrst og fremst frá karlmönnum, athöfnum þeirra og afrekum. Sérnöfn eru því miklu hærra hlutfall textans en í nútímatextunum, og flest þeirra eru karlmannsnöfn. Ef sérnöfnin eru dregin frá lækkar hlutfall karlkynsorða verulega, niður fyrir 50%. Eftir standa samt ýmiss konar „starfsheiti“ karlmannanna, svo sem konungur, jarl, bóndi, og ýmis frændsemisorð sem mun oftar vísa til karlmanna – sonur, bróðir, frændi og fleiri. Ef öll slík orð væru dregin frá er ekki víst að hlutfall dæma um karlkynsorð væri miklu hærra í fornum textum en í nútímamáli.

Í safni sem hefur að geyma ýmsa texta úr fornu máli eru hlutföll karlkyns-, kvenkyns- og hvorugkynsorða talsvert önnur en í nútímaíslensku. Myndin er málverk eftir danska málarann Johannes Flintoe (1786/87-1870) og sýnir hólmgöngu Egils Skallagrímssonar og Berg-Önundar.

Í öllum kynjum eru einhverjir beygingarflokkar opnir, það er taka við nýjum orðum, bæði nýyrðum og tökuorðum. Í karlkyni er þetta veika beygingin (orð eins og hani) og einnig sterk beyging, einkum sá flokkur sem fær endinguna –ar í nefnifalli fleirtölu (eins og hestur) og einnig. Í kvenkyni er þetta veika beygingin (orð eins og tala) og einnig sterk beyging, einkum sá flokkur sem fær endinguna –ir í nefnifalli fleirtölu (eins og mynd). Í hvorugkyni er þetta sterka beygingin (orð eins og hús) – veika beygingin er þar nær eingöngu bundin við orð um líffæri og líkamshluta (hjarta, eyra, auga o.fl.). Víðtækar rannsóknir á hlutfalli nýrra orða af hverju kyni liggja ekki fyrir.

Ég hef ekki fundið öruggar heimildir um kynjahlutföll í öðrum tungumálum. Kerfi málfræðilegra kynja eru mjög fjölbreytt og mismunandi milli mála, og tæpast alveg sambærileg í nokkrum tveimur málum.

Myndir:

Höfundur

Eiríkur Rögnvaldsson

prófessor emeritus í íslenskri málfræði

Útgáfudagur

20.11.2019

Spyrjandi

Jón Áskell Þorbjarnarson

Tilvísun

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77754.

Eiríkur Rögnvaldsson. (2019, 20. nóvember). Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77754

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77754>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spænsku, ítölsku)? Hefur þetta breyst í gegnum tíðina? Hafa t.d. ný orð eða tökuorð í íslensku tilhneigingu til að vera hvorugkyns?

Spurningu um kynjahlutföll má skilja á tvo vegu. Annars vegar getur verið átt við fjölda mismunandi orða í hverju kyni (flettiorð), en hins vegar getur verið átt við fjölda dæma um orð af hverju kyni í texta (lesmálsorð).

Spurningu um hlutfall dæma af hverju kyni í texta má svara með vísun til Risamálheildarinnar sem er textasafn úr íslensku nútímamáli og hefur að geyma um það bil 1,2 milljarða lesmálsorða. Þar er hlutfall dæma um karlkynsorð um það bil 38% af heildinni, dæmi um kvenkynsorð eru um 32%, og dæmi um hvorugkynsorð um 30%. Í Markaðri íslenskri málheild, sem er einnig safn texta úr nútímamáli en inniheldur aðeins 25 milljónir lesmálsorða eru hlutföllin nokkurn veginn nákvæmlega þau sömu. Hér verður að taka fram að málfræðileg greining orða í þessum söfnum var gerð á vélrænan hátt og í henni er töluvert af villum. Líklegt er þó að þær villur jafni sig út – ekkert bendir til þess að þær skekki þetta hlutfall. Það liggja hins vegar ekki fyrir tölur um fjölda mismunandi orða í hverju kyni fyrir sig en trúlegt er að kynjahlutföllin séu svipuð þar.

Í textasafni úr íslensku nútímamáli eru karlkynsorð um það bil 38% af heildinni, dæmi um kvenkynsorð eru um 32%, og dæmi um hvorugkynsorð um 30%.

Í fornu máli eru hlutföllin talsvert ólík. Í safni sem hefur að geyma Íslendingasögur, Sturlungu, Heimskringlu og Landnámabók eru tæplega 1700 þúsund orð. Þar er hlutfall dæma um karlkynsorð um það bil 60%, dæmi um kvenkynsorð eru um 19%, og dæmi um hvorugkynsorð um 21%. Þessar tölur eru þó ekki alveg sambærilegar við tölur úr nútímamáli. Þessir fornu textar eru frásagnartextar sem segja fyrst og fremst frá karlmönnum, athöfnum þeirra og afrekum. Sérnöfn eru því miklu hærra hlutfall textans en í nútímatextunum, og flest þeirra eru karlmannsnöfn. Ef sérnöfnin eru dregin frá lækkar hlutfall karlkynsorða verulega, niður fyrir 50%. Eftir standa samt ýmiss konar „starfsheiti“ karlmannanna, svo sem konungur, jarl, bóndi, og ýmis frændsemisorð sem mun oftar vísa til karlmanna – sonur, bróðir, frændi og fleiri. Ef öll slík orð væru dregin frá er ekki víst að hlutfall dæma um karlkynsorð væri miklu hærra í fornum textum en í nútímamáli.

Í safni sem hefur að geyma ýmsa texta úr fornu máli eru hlutföll karlkyns-, kvenkyns- og hvorugkynsorða talsvert önnur en í nútímaíslensku. Myndin er málverk eftir danska málarann Johannes Flintoe (1786/87-1870) og sýnir hólmgöngu Egils Skallagrímssonar og Berg-Önundar.

Í öllum kynjum eru einhverjir beygingarflokkar opnir, það er taka við nýjum orðum, bæði nýyrðum og tökuorðum. Í karlkyni er þetta veika beygingin (orð eins og hani) og einnig sterk beyging, einkum sá flokkur sem fær endinguna –ar í nefnifalli fleirtölu (eins og hestur) og einnig. Í kvenkyni er þetta veika beygingin (orð eins og tala) og einnig sterk beyging, einkum sá flokkur sem fær endinguna –ir í nefnifalli fleirtölu (eins og mynd). Í hvorugkyni er þetta sterka beygingin (orð eins og hús) – veika beygingin er þar nær eingöngu bundin við orð um líffæri og líkamshluta (hjarta, eyra, auga o.fl.). Víðtækar rannsóknir á hlutfalli nýrra orða af hverju kyni liggja ekki fyrir.

Ég hef ekki fundið öruggar heimildir um kynjahlutföll í öðrum tungumálum. Kerfi málfræðilegra kynja eru mjög fjölbreytt og mismunandi milli mála, og tæpast alveg sambærileg í nokkrum tveimur málum.

Myndir:...