Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er bakfjöl?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvað er bakfjöl í bát, eru til önnur orð yfir það? Þakka fyrir

Með bakfjöl er átt við fjöl sem styður við bakið. Hún getur verið af ýmsu tagi til dæmis stólbak eða bak í bekk, það er fjöl til að halla bakinu að. Í Íslenskri orðabók (2002:84) er að auki nefnt að fjölin á bak við körfuna í körfubolta kallist bakfjöl.

Með bakfjöl er átt við fjöl sem styður við bakið. Í Íslenskri orðabók (2002:84) er að auki nefnt að fjölin á bak við körfuna í körfubolta kallist bakfjöl.

Engin dæmi í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans nefna bakfjöl í bát, einungis á stólum eða bekkjum. Ég leitaði í ritinu Íslenzkir sjávarhættir I-V eftir Lúðvík Kristjánsson og fann ekkert um bakfjöl í bát. Orðið er ekki fletta í Íslenskri samheitaorðabók frá 2012.

Ef til vill geta einhverjir bætt við þetta svar sem þekkja bakfjöl í bát.

Mynd:

Útgáfudagur

1.10.2019

Spyrjandi

Jón Gunnþórsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er bakfjöl?“ Vísindavefurinn, 1. október 2019. Sótt 13. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=77828.

Guðrún Kvaran. (2019, 1. október). Hvað er bakfjöl? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77828

Guðrún Kvaran. „Hvað er bakfjöl?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2019. Vefsíða. 13. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77828>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Arna H. Jónsdóttir

1953

Arna H. Jónsdóttir er dósent í leikskólafræði og menntastjórnun við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að menntastjórnun í leikskólum, fagmennsku og faglegri sjálfsmynd leikskólakennara og leikskólastjóra.