Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er skötufótur?

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvað er skötufótur? Samanber: þegir barn er það nagar skötufótinn.

Í riti Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenzkir sjávarhættir, (IV:352) segir: „Við kviðuggana á skötuhæng er allstór sepi – skötufótur. „Þegir barnið meðan það etur skötufótinn,“ er sagt, þegar ætla má, að einhver sé ánægður í bili.“ Aðeins önnur mynd er í riti Guðmundar Jónssonar Safn af íslenzkum orðskviðum ... frá 1830: „Þegir barnið, á meðan það borðar skötufótinn.“

Við kviðuggana á skötuhæng er allstór sepi – skötufótur.

Elsta heimild um orðið skötufótur í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ýkjukvæðinu Malpokakvæði í riti Ólafs Davíkssonar Þulur og þjóðkvæði í fjórða hluta ritsins Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur (bls. 323). Þar er talið upp hvað óheppinn maður missti úr mal sínum. Eitt af því var skorpinn skötufótur.

Börnum hefur líklega verið gefinn skötufótur til þess að naga þegar lítið var til matar sem nægði þeim um hríð.

Heimildir:

  • Guðmundur Jónsson. 1830. Safn af íslenzkum orðskviðum ... samanlesið og í stafrofsröð sett af Guðmundi Jónssyni. Kaupmannahöfn.
  • Lúðvík Kristjánsson. 1985. Íslenzkir sjávarhættir IV. Bókaútgáfa Menningarsjóðs: Reykjavík.
  • Ólafur Davíðsson. 1898–1903. Þulur og þjóðkvæði. Í: Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur IV. Safnað hafa J. Árnason og Ó. Davíðsson. Hið íslenzka bókmentafélag: Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Útgáfudagur

29.1.2019

Spyrjandi

Sveinn Sveinsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er skötufótur?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2019. Sótt 18. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=76494.

Guðrún Kvaran. (2019, 29. janúar). Hvað er skötufótur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76494

Guðrún Kvaran. „Hvað er skötufótur?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2019. Vefsíða. 18. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76494>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.