Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:35 • Sest 13:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:12 í Reykjavík

Hvaðan kemur orðið prímus?

Ásta Svavarsdóttir

Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má meðal annars finna eftirfarandi dæmi um orðið:
  • Steinolíuvélin „Primus“ sem við vísindalega reynzlu bar langt af öðrum þesskonar vélum og er sú einasta sem sæmd hefir verið verðlaunum og gull og silfurmedalíum.
  • Þegar hún hafði sýslað um stund við „prímusa“ og eldunaráhöld.
  • Það leikur allt í höndunum á þeim manni. En prímusar eru nú mikilsti lagstir niður síðan rafmagnið kom.

Elstu dæmi um prímus í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans eru frá lokum 19. aldar svo það er allgamalt í íslensku. Þangað er það að líkindum komið úr dönsku en sama orð er einnig notað í fleiri nágrannamálum, svo sem sænsku, norsku og ensku.

Útilegumáltíð elduð á prímus.

Upprunalega er Primus vörumerki og byggist á latneska lýsingarorðinu primus ‘fyrstur’. Þetta er því dæmi um að sérnafn, það er að segja heiti á tiltekinni vörutegund, hafi smám saman orðið að samnafni sem notað er almennt um slíka hluti óháð vörumerki. Slík þróun er vel þekkt í tungumálum og leiðir til þess að orðið hagar sér eins og hvert annað nafnorð í málinu, beygist eftir almennum reglum og af því eru mynduð ný orð, meðal annars eru dæmi um allmörg samsett orð með prímus að fyrri eða síðari lið í söfnum stofnunarinnar: prímuslogi, prímuslykt, prímusaviðgerð, ferðaprímus, rafmagnsprímus og fleiri.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Ásta Svavarsdóttir

rannsóknardósent á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.8.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ásta Svavarsdóttir. „Hvaðan kemur orðið prímus?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2019. Sótt 2. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=77854.

Ásta Svavarsdóttir. (2019, 8. ágúst). Hvaðan kemur orðið prímus? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77854

Ásta Svavarsdóttir. „Hvaðan kemur orðið prímus?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2019. Vefsíða. 2. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77854>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið prímus?
Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má meðal annars finna eftirfarandi dæmi um orðið:

  • Steinolíuvélin „Primus“ sem við vísindalega reynzlu bar langt af öðrum þesskonar vélum og er sú einasta sem sæmd hefir verið verðlaunum og gull og silfurmedalíum.
  • Þegar hún hafði sýslað um stund við „prímusa“ og eldunaráhöld.
  • Það leikur allt í höndunum á þeim manni. En prímusar eru nú mikilsti lagstir niður síðan rafmagnið kom.

Elstu dæmi um prímus í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans eru frá lokum 19. aldar svo það er allgamalt í íslensku. Þangað er það að líkindum komið úr dönsku en sama orð er einnig notað í fleiri nágrannamálum, svo sem sænsku, norsku og ensku.

Útilegumáltíð elduð á prímus.

Upprunalega er Primus vörumerki og byggist á latneska lýsingarorðinu primus ‘fyrstur’. Þetta er því dæmi um að sérnafn, það er að segja heiti á tiltekinni vörutegund, hafi smám saman orðið að samnafni sem notað er almennt um slíka hluti óháð vörumerki. Slík þróun er vel þekkt í tungumálum og leiðir til þess að orðið hagar sér eins og hvert annað nafnorð í málinu, beygist eftir almennum reglum og af því eru mynduð ný orð, meðal annars eru dæmi um allmörg samsett orð með prímus að fyrri eða síðari lið í söfnum stofnunarinnar: prímuslogi, prímuslykt, prímusaviðgerð, ferðaprímus, rafmagnsprímus og fleiri.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....