Sólin Sólin Rís 03:31 • sest 23:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:43 • Sest 03:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:38 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða bik er þetta í orðinu miðbiksmat?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:
Háskóli Íslands auglýsir af og til miðbiksmat. Varla er Háskóli Íslands að vísa til soðinnar tjöru sem kallast bik. Hvað er og hvaðan kemur þetta "bik" í orðinu miðbiksmat?

Orðið miðbik tengist ekki orðinu bik í merkingunni ‘tjara'. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:619) er gefin merkingin ‘miðhluti, miðpunktur'. Hliðarmyndirnar miðdik, og middik merkja hið sama. Allar eru orðmyndirnar frá 16. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Guðbrandsbiblíu (1584) nánar tiltekið úr Esekíel (15:4).

þui [::trénu] verdur a Elld kastad [...] ad Ellduren foreyde so baadum þess endum / og brenne eirnen vpp *Midbykid* þar vt af.

Í þýðingunni frá 2007 er textinn svona:

Nei, hann er hafður í eldivið. Þegar eldurinn hefur brennt báða enda og miðjan er sviðin er hann þá til nokkurs nýtur?

Elsta dæmið um orðið miðbik í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Guðbrandsbiblíu. Þar er talað um tré sem kastað er á eld þannig að báðir endar þess brenna og miðbikið sviðnar.

Ásgeir Blöndal telur miðbik líklega blendingsmynd úr miðdik og miðbil. Forliðurinn mið- sé af lýsingarorðinu miður ‘sem er í miðið, miðsvæðis' og viðliðurinn -dik ef til vill í ætt við díki og sögnina dika ‘skunda, skrefa stórum, skálma'.

Miðbik lifir góðu lífi í málinu enn í dag, einkum í föstum orðsamböndum eins og um miðbik aldarinnar, um miðbik síðustu aldar, um miðbik dagsins fór veðrið að versna. Miðbiksmat Háskóla Íslands á væntanlega við mat sem fer fram á miðri önn, miðju misseri.

Íslenska orðsifjabók er hægt að nálgast á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að velja málið.is og síðan bókina.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.11.2019

Spyrjandi

Anna Einarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða bik er þetta í orðinu miðbiksmat? “ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2019. Sótt 29. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=77964.

Guðrún Kvaran. (2019, 5. nóvember). Hvaða bik er þetta í orðinu miðbiksmat? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77964

Guðrún Kvaran. „Hvaða bik er þetta í orðinu miðbiksmat? “ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2019. Vefsíða. 29. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77964>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða bik er þetta í orðinu miðbiksmat?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Háskóli Íslands auglýsir af og til miðbiksmat. Varla er Háskóli Íslands að vísa til soðinnar tjöru sem kallast bik. Hvað er og hvaðan kemur þetta "bik" í orðinu miðbiksmat?

Orðið miðbik tengist ekki orðinu bik í merkingunni ‘tjara'. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:619) er gefin merkingin ‘miðhluti, miðpunktur'. Hliðarmyndirnar miðdik, og middik merkja hið sama. Allar eru orðmyndirnar frá 16. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Guðbrandsbiblíu (1584) nánar tiltekið úr Esekíel (15:4).

þui [::trénu] verdur a Elld kastad [...] ad Ellduren foreyde so baadum þess endum / og brenne eirnen vpp *Midbykid* þar vt af.

Í þýðingunni frá 2007 er textinn svona:

Nei, hann er hafður í eldivið. Þegar eldurinn hefur brennt báða enda og miðjan er sviðin er hann þá til nokkurs nýtur?

Elsta dæmið um orðið miðbik í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Guðbrandsbiblíu. Þar er talað um tré sem kastað er á eld þannig að báðir endar þess brenna og miðbikið sviðnar.

Ásgeir Blöndal telur miðbik líklega blendingsmynd úr miðdik og miðbil. Forliðurinn mið- sé af lýsingarorðinu miður ‘sem er í miðið, miðsvæðis' og viðliðurinn -dik ef til vill í ætt við díki og sögnina dika ‘skunda, skrefa stórum, skálma'.

Miðbik lifir góðu lífi í málinu enn í dag, einkum í föstum orðsamböndum eins og um miðbik aldarinnar, um miðbik síðustu aldar, um miðbik dagsins fór veðrið að versna. Miðbiksmat Háskóla Íslands á væntanlega við mat sem fer fram á miðri önn, miðju misseri.

Íslenska orðsifjabók er hægt að nálgast á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að velja málið.is og síðan bókina.

Mynd:...