Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 77 svör fundust

Hvaða bik er þetta í orðinu miðbiksmat?

Öll spurningin hljóðaði svona: Háskóli Íslands auglýsir af og til miðbiksmat. Varla er Háskóli Íslands að vísa til soðinnar tjöru sem kallast bik. Hvað er og hvaðan kemur þetta "bik" í orðinu miðbiksmat? Orðið miðbik tengist ekki orðinu bik í merkingunni ‘tjara'. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Mag...

Nánar

Hvað er hæsti aldur sem til er í dýraríkinu?

Hæsti aldur sem greinst hefur meðal dýra er hjá kúskelinni (Arctica islandica), sem lifir meðal annars innan íslensku efnahagslögsögunnar. Auðvelt er að aldursgreina þessar samlokur með því að telja vaxtarhringi á skel þeirra, en þeim svipar mjög til árhringja í trjám. Elsti skráði einstaklingur kúskeljarinnar, og...

Nánar

Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar?

Fyrstu 10-20 daga meðgöngunnar er nærri ómögulegt að sjá hvort læða sé kettlingafull. Til þess að skera úr um það þyrfti kattareigandinn að fara til dýralæknis og láta framkvæma þungunarpróf á henni. Á annarri eða þriðju viku meðgöngunnar koma fyrstu ytri einkennin í ljós. Geirvörtur læðunnar stækka nokkuð og ...

Nánar

Hvernig sjá hundar?

LitaskynjunKeilur eru þær sjónfrumur augans sem greina liti. Tvær mismunandi gerðir eru af keilum í sjónhimnu hunda. Þessar keilur hafa ljósgleypni á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm, en á þeim nema hundar bláan og gulan lit. Því er hægt að segja að hundar séu með tvílitaskynjun (e. dichromat vis...

Nánar

Hvernig vísum við rétt til ártala fyrir okkar tímatal, er t.d. 420 f.Kr. á fyrri hluta aldarinnar eða þeim seinni?

Þegar við tölum um ártöl finnst okkur vafalaust flestum rökrétt að nota orðin „snemma“ um lægri tölu og „seint“ um hærri tölu af því að hærri talan vísar til árs sem kom síðar en árið sem lægri talan vísar til. Þannig var árið 1905 snemma á 20. öld og 1995 seint á 20. öld. Þessu er öfugt farið þegar við tölum um t...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um dansinn í Hruna?

Frá dansinum í Hruna segir meðal annars í samnefndri sögn í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem kom fyrst út á árunum 1862–1864. Sögnin er sögð gerast til forna og fjallar um prest í Hruna í Árnessýslu sem hafði þann sið að drekka og dansa í kirkjunni með sóknarbörnum sínum á jólanótt. Eina nótt stendur dansinn leng...

Nánar

Voru hunangsflugur á Íslandi á tímum Jónasar Hallgrímssonar?

Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var ekki síður mikilsvirtur náttúrufræðingur en skáld. Meðal annars skrifaði hann og þýddi á námsárum sínum greinar um náttúruvísindi. Jónas fór í fjölmargar rannsóknarferðir um Ísland, þá fyrstu árið 1837 þar sem hann safnaði sýnishornum og gerði ýmsar athuganir sem hann hélt til ha...

Nánar

Hvað kom út úr rannsóknum á steingervingum sem fundust í Burstarfellsfjalli í Vopnafirði og voru taldir vera af hjartardýri?

Fyrstu niðurstöður rannsókna á beinaleifunum úr Burstarfelli í Vopnafirði birtust í stuttri grein í Náttúrufræðingnum árið 1990, 59. árg., bls.189-195. Þar var því haldið fram að um væri að ræða bein úr einhverju hjartardýri eða dýri af hjartarætt, Cervidae. Stærsta beinið er að því er virðist hluti úr hægra h...

Nánar

Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi?

Ísaldarjökull síðasta jökulskeiðs náði hámarki fyrir um 20.000 árum. Spor eftir jökla sýna að einn stór jökulskjöldur hefur þá legið yfir öllu Íslandi og skriðið til allra átta frá hábungu á sunnanverðu hálendinu. Jökullinn fór yfir hæstu fjöll og rispaði kolla þeirra. Hann var allt að 1500 m þykkur um miðbik land...

Nánar

Hvað búa margir í Ástralíu?

Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...

Nánar

Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða umhverfisskilyrði og aðlaganir þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Hvar og hvenær er það talið hafa gerst?Eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni var landnám hryggdýra. Þetta merka skref tók hópur holdugga (Sarcopterygii) á seinni hluta fornlífsalda...

Nánar

Hvernig er dýralíf í Perú?

Fá lönd í heiminum státa af jafn fjölbreyttu dýralífi og Perú. Í grófum dráttum má skipta Perú í þrennt. Austurhluti landsins tilheyrir Amasonlægðinni en hitabeltisregnskógar hennar þekja um 60% af landinu. Hið fjölskrúðuga dýralíf Perú má mikið til rekja til þessa svæðis. Um miðbik landsins frá norðvestri til su...

Nánar

Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?

Það er tíðni hljóða sem ræður hvað mestu um hvernig við skynjum tónhæð þeirra, en tíðni er að jafnaði gefin upp í sveiflum á sekúndu eða í Hz. Að jafnaði geta menn heyrt hljóð frá tíðninni 20 Hz (mjög dimmir eða djúpir tónar) upp í 20.000 Hz (mjög bjartir eða skærir tónar). Eins og spyrjandi virðist vita ...

Nánar

Hversu gömul varð Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdæla sögu?

Í Íslendingasögum kemur sjaldan fram nákvæmlega hversu gamlar persónurnar urðu enda er hið kristna tímatal ekki notað að ráði í þessari bókmenntagrein. Í Laxdæla sögu er þó sagt að Snorri goði hafi orðið 67 ára og í Egils sögu kemur fram að Egill Skalla-Grímsson komst á níræðisaldur. En það er undantekning fremur ...

Nánar

Fleiri niðurstöður