Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig vísum við rétt til ártala fyrir okkar tímatal, er t.d. 420 f.Kr. á fyrri hluta aldarinnar eða þeim seinni?

Geir Þ. Þórarinsson

Þegar við tölum um ártöl finnst okkur vafalaust flestum rökrétt að nota orðin „snemma“ um lægri tölu og „seint“ um hærri tölu af því að hærri talan vísar til árs sem kom síðar en árið sem lægri talan vísar til. Þannig var árið 1905 snemma á 20. öld og 1995 seint á 20. öld. Þessu er öfugt farið þegar við tölum um tímann fyrir okkar tímatal, sem er talinn aftur á bak. Þá er hærri talan „snemma“ og lægri talan „seint“. Til dæmis er árið 195 f.Kr. snemma á 2. öld f.Kr. og árið 105 f.Kr. seint á 2. öld f.Kr.

Segja má að það sé rökrétt að þessu sé öfugt farið með ártöl fyrir okkar tímatal af því að í öllum tilvikum er þá árið sem gerðist fyrr talið „snemma“ og árið sem gerðist síðar talið „seint“. Árið 1905, sem er snemma á öldinni, var á undan árinu 1995, sem er seint á öldinni. Og árið 195 f.Kr., sem er snemma á sinni öld, var líka á undan árinu 105 f.Kr., sem er seint á öldinni.

Aristóteles lést árið 322 f.Kr. eða á seinni hluta 4. aldar f.Kr. Árið 322 f.Kr. var 62 árum á eftir árin 384 f.Kr. en þá fæddist Aristóteles.

Til dæmis skrifar Svavar Hrafn Svavarsson í inngangi sínum að ritinu Um vináttuna eftir Cicero1: „Eftir daga Aristótelesar, eða allt frá lokum fjórðu aldar f.Kr., eru það helst stóumenn og epikúringar sem skrifa um vináttu og draga báðir dám af kenningum Aristótelesar.“ Aristóteles lést árið 322 f.Kr. eða á seinni hluta 4. aldar f.Kr. Hér er það talið nægilega seint á öldinni til að segja „eða allt frá lokum fjórðu aldar f.Kr.“

Þetta samræmist líka því hvernig talað er á öðrum málum. Til dæmis segir Deborah Kamen í grein sinni „The Life Cycle in Archaic Greece“2: „In the early sixth century BCE, however, Solon passed legislation restricting the extravagance of funerals.“ Sólon (fæddur um 640 f.Kr.) var kjörinn arkon í Aþenu árið 594 f.Kr., sem hér er talið „early sixth century BCE“ eða snemma á 6. öld f.Kr.

Til að svara spurningunni beint má því segja að til fyrri hluta 5. aldar f.Kr. myndi teljast tíminn 500 til 451 f.Kr. og til seinni hluta aldarinnar myndu teljast árin 450 til 401 f.Kr. Líklega er þó óhætt að kalla að minnsta kosti 460 til 440 f.Kr. „miðbik“ 5. aldar f.Kr. og segja þá að það sem gerðist á fyrsta þriðjungi aldarinnar hafi gerst snemma á öldinni en það sem gerðist eftir miðbik aldarinnar hafi gerst seint á öldinni.

Tilvísanir:

1 Marcus Tullius Cicero. Um vináttuna. Margrét Oddsdóttir (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1999): bls. 42.

2 Deborah Kamen. „The Life Cycle in Archaic Greece“. Hjá H.A. Shapiro (ritstj.), The Cambridge Companion to Archaic Greece (Cambridge: Cambridge University Press, 2007): bls. 102.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Hvaða ártal (tímabil) myndi t.d. teljast til seinni hluta fimmtu aldar fyrir Krist? Ég á við hvort árin telji niður frá Krists burði eða hvort t.d. 420 væri þá seinni hlutinn eða hvort þetta virkar eins og talið er frá Krists burði?

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

20.1.2014

Spyrjandi

Haraldur Dean Nelson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig vísum við rétt til ártala fyrir okkar tímatal, er t.d. 420 f.Kr. á fyrri hluta aldarinnar eða þeim seinni?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2014, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66497.

Geir Þ. Þórarinsson. (2014, 20. janúar). Hvernig vísum við rétt til ártala fyrir okkar tímatal, er t.d. 420 f.Kr. á fyrri hluta aldarinnar eða þeim seinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66497

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig vísum við rétt til ártala fyrir okkar tímatal, er t.d. 420 f.Kr. á fyrri hluta aldarinnar eða þeim seinni?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2014. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66497>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig vísum við rétt til ártala fyrir okkar tímatal, er t.d. 420 f.Kr. á fyrri hluta aldarinnar eða þeim seinni?
Þegar við tölum um ártöl finnst okkur vafalaust flestum rökrétt að nota orðin „snemma“ um lægri tölu og „seint“ um hærri tölu af því að hærri talan vísar til árs sem kom síðar en árið sem lægri talan vísar til. Þannig var árið 1905 snemma á 20. öld og 1995 seint á 20. öld. Þessu er öfugt farið þegar við tölum um tímann fyrir okkar tímatal, sem er talinn aftur á bak. Þá er hærri talan „snemma“ og lægri talan „seint“. Til dæmis er árið 195 f.Kr. snemma á 2. öld f.Kr. og árið 105 f.Kr. seint á 2. öld f.Kr.

Segja má að það sé rökrétt að þessu sé öfugt farið með ártöl fyrir okkar tímatal af því að í öllum tilvikum er þá árið sem gerðist fyrr talið „snemma“ og árið sem gerðist síðar talið „seint“. Árið 1905, sem er snemma á öldinni, var á undan árinu 1995, sem er seint á öldinni. Og árið 195 f.Kr., sem er snemma á sinni öld, var líka á undan árinu 105 f.Kr., sem er seint á öldinni.

Aristóteles lést árið 322 f.Kr. eða á seinni hluta 4. aldar f.Kr. Árið 322 f.Kr. var 62 árum á eftir árin 384 f.Kr. en þá fæddist Aristóteles.

Til dæmis skrifar Svavar Hrafn Svavarsson í inngangi sínum að ritinu Um vináttuna eftir Cicero1: „Eftir daga Aristótelesar, eða allt frá lokum fjórðu aldar f.Kr., eru það helst stóumenn og epikúringar sem skrifa um vináttu og draga báðir dám af kenningum Aristótelesar.“ Aristóteles lést árið 322 f.Kr. eða á seinni hluta 4. aldar f.Kr. Hér er það talið nægilega seint á öldinni til að segja „eða allt frá lokum fjórðu aldar f.Kr.“

Þetta samræmist líka því hvernig talað er á öðrum málum. Til dæmis segir Deborah Kamen í grein sinni „The Life Cycle in Archaic Greece“2: „In the early sixth century BCE, however, Solon passed legislation restricting the extravagance of funerals.“ Sólon (fæddur um 640 f.Kr.) var kjörinn arkon í Aþenu árið 594 f.Kr., sem hér er talið „early sixth century BCE“ eða snemma á 6. öld f.Kr.

Til að svara spurningunni beint má því segja að til fyrri hluta 5. aldar f.Kr. myndi teljast tíminn 500 til 451 f.Kr. og til seinni hluta aldarinnar myndu teljast árin 450 til 401 f.Kr. Líklega er þó óhætt að kalla að minnsta kosti 460 til 440 f.Kr. „miðbik“ 5. aldar f.Kr. og segja þá að það sem gerðist á fyrsta þriðjungi aldarinnar hafi gerst snemma á öldinni en það sem gerðist eftir miðbik aldarinnar hafi gerst seint á öldinni.

Tilvísanir:

1 Marcus Tullius Cicero. Um vináttuna. Margrét Oddsdóttir (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1999): bls. 42.

2 Deborah Kamen. „The Life Cycle in Archaic Greece“. Hjá H.A. Shapiro (ritstj.), The Cambridge Companion to Archaic Greece (Cambridge: Cambridge University Press, 2007): bls. 102.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Hvaða ártal (tímabil) myndi t.d. teljast til seinni hluta fimmtu aldar fyrir Krist? Ég á við hvort árin telji niður frá Krists burði eða hvort t.d. 420 væri þá seinni hlutinn eða hvort þetta virkar eins og talið er frá Krists burði?

...