Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi?

Helgi Björnsson

Ísaldarjökull síðasta jökulskeiðs náði hámarki fyrir um 20.000 árum. Spor eftir jökla sýna að einn stór jökulskjöldur hefur þá legið yfir öllu Íslandi og skriðið til allra átta frá hábungu á sunnanverðu hálendinu. Jökullinn fór yfir hæstu fjöll og rispaði kolla þeirra. Hann var allt að 1500 m þykkur um miðbik landsins en þynnri við ströndina. Nokkrir fjallatoppar gætu hafa staðið upp úr ísnum á Vestfjörðum, Mið-Norðurlandi og Austfjörðum. Yfir Reykjavík lá allt að 900 m þykkur jökull en óvíst er hvort Esjan var öll á kafi í ís.

Á þessum tíma var svo mikið af vatni Jarðar bundið í jöklum að sjávarborð var 120 m lægra en það er nú og þurrlendi þeim mun stærra um allan heim. Jökulskjöldurinn yfir Íslandi náði samt langt út í sjó og var því miklu stærri en allt landið er nú. Jökulgarðar sýna hve langt skriðjöklarnir náðu og jökulrispur á klöppum í hvaða átt þeir skriðu. Jöklar grófu djúpa dali og firði út á landgrunnið. Jökulbreiðan náði allt að 200 km út fyrir núverandi strönd og yfir eyjar við Ísland. Borgarísjakar brotnuðu frá jökulþiljum í jaðri breiðunnar og þá rak jafnóðum burt út á haf.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni: Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Myndirnar eru einnig fengnar úr bókinni og höfundur þeirra er Þórarinn Már Baldursson.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

16.2.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2016. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71455.

Helgi Björnsson. (2016, 16. febrúar). Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71455

Helgi Björnsson. „Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2016. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71455>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi?
Ísaldarjökull síðasta jökulskeiðs náði hámarki fyrir um 20.000 árum. Spor eftir jökla sýna að einn stór jökulskjöldur hefur þá legið yfir öllu Íslandi og skriðið til allra átta frá hábungu á sunnanverðu hálendinu. Jökullinn fór yfir hæstu fjöll og rispaði kolla þeirra. Hann var allt að 1500 m þykkur um miðbik landsins en þynnri við ströndina. Nokkrir fjallatoppar gætu hafa staðið upp úr ísnum á Vestfjörðum, Mið-Norðurlandi og Austfjörðum. Yfir Reykjavík lá allt að 900 m þykkur jökull en óvíst er hvort Esjan var öll á kafi í ís.

Á þessum tíma var svo mikið af vatni Jarðar bundið í jöklum að sjávarborð var 120 m lægra en það er nú og þurrlendi þeim mun stærra um allan heim. Jökulskjöldurinn yfir Íslandi náði samt langt út í sjó og var því miklu stærri en allt landið er nú. Jökulgarðar sýna hve langt skriðjöklarnir náðu og jökulrispur á klöppum í hvaða átt þeir skriðu. Jöklar grófu djúpa dali og firði út á landgrunnið. Jökulbreiðan náði allt að 200 km út fyrir núverandi strönd og yfir eyjar við Ísland. Borgarísjakar brotnuðu frá jökulþiljum í jaðri breiðunnar og þá rak jafnóðum burt út á haf.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni: Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Myndirnar eru einnig fengnar úr bókinni og höfundur þeirra er Þórarinn Már Baldursson.

...