Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar.

Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers konar millistig á milli þorsks og áls enda líkist hún þorski um margt en hefur ílangt vaxtarlag líkt og áll.

Eins og nafnið gefur til kynna geta löngur orðið ansi langar.

Í þeim heimildum sem skoðaðar voru við gerð þessa svars er yfirleitt að finna upplýsingar um hversu langar löngur geta orðið en sjaldnar getið um hámarksþyngd. Sem dæmi má nefna að í riti Gunnars Jónssonar um íslenska fiska segir að langan geti orðið yfir 2 metrar á lengd en ekkert sagt um þyngdina. Það sama má segja um skýrslu á vef Hafrannsóknarstofnunar, þar er getið um hámarkslengd en ekkert um þyngd. Í bókinni Fiskar og fiskveiðar við Ísland og Norðvestur-Evrópu segir hins vegar um löngu „Hámarkslengd 2 m, sjaldan lengri en 160 cm, 45 kg og 25 ára“ og á vefnum FishBase kemur einnig fram að hámarksþyngd sé um 45 kg. Á vefnum Big Fishes of the World sem fjallar um óvenju stóra fiska af hinum ýmsu tegundum er lengdin sú sama, það er um 2 metrar en þyngdin sögð allt að 60 kg. Þar sem þetta er mun hærri tala en aðrar heimildir nefna ætti að setja ákveðna fyrirvara við hana.

Rétt er að geta þess að hér er verið að tala um mestu lengd og mestu þyngd en yfirleitt ná löngur ekki þessari stærð. Á vef Hafrannsóknarstofnunarinnar kemur fram að meðallengd veiddra langa á tímabilinu 2009-2018 var á bilinu 82-96 cm, aðallega fiskar á aldrinum 5-11 ára. Á fræðsluvefnum Fjaran og hafið sem Hafrannsóknastofnun og Námsmatsstofnun (nú Menntamálastofnun) unnu kemur fram að algengast sé að langa sé 1 til 1,5 m og 5 til 20 kg.

Lengsta langa sem mæst hefur hér við land, samkvæmt bókinni Íslenskir fiskar, var 212 cm löng. Hún veiddist í október 1998 í botnvörpu á Síðugrunni. Ekki er tekið fram hversu þung hún var.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.1.2020

Spyrjandi

Sölvi Már Birgisson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78006.

Jón Már Halldórsson. (2020, 8. janúar). Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78006

Jón Már Halldórsson. „Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78006>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar.

Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers konar millistig á milli þorsks og áls enda líkist hún þorski um margt en hefur ílangt vaxtarlag líkt og áll.

Eins og nafnið gefur til kynna geta löngur orðið ansi langar.

Í þeim heimildum sem skoðaðar voru við gerð þessa svars er yfirleitt að finna upplýsingar um hversu langar löngur geta orðið en sjaldnar getið um hámarksþyngd. Sem dæmi má nefna að í riti Gunnars Jónssonar um íslenska fiska segir að langan geti orðið yfir 2 metrar á lengd en ekkert sagt um þyngdina. Það sama má segja um skýrslu á vef Hafrannsóknarstofnunar, þar er getið um hámarkslengd en ekkert um þyngd. Í bókinni Fiskar og fiskveiðar við Ísland og Norðvestur-Evrópu segir hins vegar um löngu „Hámarkslengd 2 m, sjaldan lengri en 160 cm, 45 kg og 25 ára“ og á vefnum FishBase kemur einnig fram að hámarksþyngd sé um 45 kg. Á vefnum Big Fishes of the World sem fjallar um óvenju stóra fiska af hinum ýmsu tegundum er lengdin sú sama, það er um 2 metrar en þyngdin sögð allt að 60 kg. Þar sem þetta er mun hærri tala en aðrar heimildir nefna ætti að setja ákveðna fyrirvara við hana.

Rétt er að geta þess að hér er verið að tala um mestu lengd og mestu þyngd en yfirleitt ná löngur ekki þessari stærð. Á vef Hafrannsóknarstofnunarinnar kemur fram að meðallengd veiddra langa á tímabilinu 2009-2018 var á bilinu 82-96 cm, aðallega fiskar á aldrinum 5-11 ára. Á fræðsluvefnum Fjaran og hafið sem Hafrannsóknastofnun og Námsmatsstofnun (nú Menntamálastofnun) unnu kemur fram að algengast sé að langa sé 1 til 1,5 m og 5 til 20 kg.

Lengsta langa sem mæst hefur hér við land, samkvæmt bókinni Íslenskir fiskar, var 212 cm löng. Hún veiddist í október 1998 í botnvörpu á Síðugrunni. Ekki er tekið fram hversu þung hún var.

Heimildir og mynd:...