Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er stærsta tegund allra fiska?

Jón Már Halldórsson

Stærsta fisktegundin er hvalháfurinn (Rhinodon typus) en hann getur orðið allt að 15 metra langur og vegið um 16 tonn.

Hvalháfur (Rhincodon typus).

Árið 1919 er talið að 19 metra langur hvalháfur hafi veiðst en þær mælingar voru ekki staðfestar af vísindamönnum og líklega var um ýkjur að ræða. Stærsti beinfiskurinn sem veiddur hefur verið er hins vegar svonefndur tunglfiskur (Mola mola). Einstaklingur af þeirri tegund sem veiddist við strendur Ástralíu árið 1908 mældist rúmir fjórir metrar á lengd og vó rúmlega 2,4 tonn! Lengsti beinfiskurinn er rússastyrja (Acipenser huso). Stærstu styrjurnar geta orðið 8 metra langar og um 1.000 kg. Slíkir risar eru nú vandfundnir þar sem styrjunni hefur fækkað verulega vegna ofveiði á undanförnum áratugum.

Stærsti beinfiskurinn sem veiddur hefur verið er svonefndur tunglfiskur (Mola mola).

Ólíkt spendýrum geta fiskar haldið stöðugt áfram að vaxa. Stærð hvalháfsins helgast þess vegna helst af aldri og hversu gjöfulu svæði hann hefur alið aldur sinn í.

Í jarðlögum hafa fundist ógnarstórar tegundir fiska sem nú eru útdauðar. Ein þeirra er hákarlinn megalodon (Otodus megalodon) sem var uppi fyrir um um 20 milljónum ára og dó líklega út fyrir 3,6 milljónum ára eða jafnvel mun seinna. Hann var skæðasta ránskepna hafsins og meginuppistaða í fæðu hans voru aðallega hvalir (Ceatacea).

Áætluð stærð megalodon í samanburði við hvalháf og hvítháf.

Megalodon var rúmlega 12 metra langur og vó að mati fræðimanna eflaust meira en 20 tonn. Hann var þess vegna þyngri en hvalháfurinn. Sumir fornlíffræðingar telja jafnvel að þessi hákarl hafi verið 15-30 metrar á lengd en ekki hafa fundist steingervingar sem staðfesta það. Tennur þessara ofurhákarla gátu orðið allt að 17 cm langar.

Sennilega hefur megalodon líkst hvítháfinum (Carcharodon carcharias) en verið meira en tvöfalt stærri. Steingerðar leifar hvala sem fundist hafa víða um heim sýna tannaför, aðallega á hryggjarliðum eflaust eftir þennan skæða hákarl.

Lítið er vitað um megalodon enda hafa nær eingöngu tennur hans fundist. Vangaveltur um stærð hans eru þess vegna byggðar á samanburði við hvítháfa nútímans. Óvíst er hvers vegna þessir risar hurfu úr heimshöfunum, kannski var það vegna tilkomu hæfari rándýra í sjónum eins og háhyrninga (Orchinus orcas).

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.8.2003

Síðast uppfært

5.5.2022

Spyrjandi

Páll Axel Ólafsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er stærsta tegund allra fiska?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2003, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3682.

Jón Már Halldórsson. (2003, 26. ágúst). Hver er stærsta tegund allra fiska? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3682

Jón Már Halldórsson. „Hver er stærsta tegund allra fiska?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2003. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3682>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsta tegund allra fiska?
Stærsta fisktegundin er hvalháfurinn (Rhinodon typus) en hann getur orðið allt að 15 metra langur og vegið um 16 tonn.

Hvalháfur (Rhincodon typus).

Árið 1919 er talið að 19 metra langur hvalháfur hafi veiðst en þær mælingar voru ekki staðfestar af vísindamönnum og líklega var um ýkjur að ræða. Stærsti beinfiskurinn sem veiddur hefur verið er hins vegar svonefndur tunglfiskur (Mola mola). Einstaklingur af þeirri tegund sem veiddist við strendur Ástralíu árið 1908 mældist rúmir fjórir metrar á lengd og vó rúmlega 2,4 tonn! Lengsti beinfiskurinn er rússastyrja (Acipenser huso). Stærstu styrjurnar geta orðið 8 metra langar og um 1.000 kg. Slíkir risar eru nú vandfundnir þar sem styrjunni hefur fækkað verulega vegna ofveiði á undanförnum áratugum.

Stærsti beinfiskurinn sem veiddur hefur verið er svonefndur tunglfiskur (Mola mola).

Ólíkt spendýrum geta fiskar haldið stöðugt áfram að vaxa. Stærð hvalháfsins helgast þess vegna helst af aldri og hversu gjöfulu svæði hann hefur alið aldur sinn í.

Í jarðlögum hafa fundist ógnarstórar tegundir fiska sem nú eru útdauðar. Ein þeirra er hákarlinn megalodon (Otodus megalodon) sem var uppi fyrir um um 20 milljónum ára og dó líklega út fyrir 3,6 milljónum ára eða jafnvel mun seinna. Hann var skæðasta ránskepna hafsins og meginuppistaða í fæðu hans voru aðallega hvalir (Ceatacea).

Áætluð stærð megalodon í samanburði við hvalháf og hvítháf.

Megalodon var rúmlega 12 metra langur og vó að mati fræðimanna eflaust meira en 20 tonn. Hann var þess vegna þyngri en hvalháfurinn. Sumir fornlíffræðingar telja jafnvel að þessi hákarl hafi verið 15-30 metrar á lengd en ekki hafa fundist steingervingar sem staðfesta það. Tennur þessara ofurhákarla gátu orðið allt að 17 cm langar.

Sennilega hefur megalodon líkst hvítháfinum (Carcharodon carcharias) en verið meira en tvöfalt stærri. Steingerðar leifar hvala sem fundist hafa víða um heim sýna tannaför, aðallega á hryggjarliðum eflaust eftir þennan skæða hákarl.

Lítið er vitað um megalodon enda hafa nær eingöngu tennur hans fundist. Vangaveltur um stærð hans eru þess vegna byggðar á samanburði við hvítháfa nútímans. Óvíst er hvers vegna þessir risar hurfu úr heimshöfunum, kannski var það vegna tilkomu hæfari rándýra í sjónum eins og háhyrninga (Orchinus orcas).

Myndir:...