Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Er megalodon ekki hættulegur?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Er megalodon ekki hættulegur? Útaf því hann er ekki á hættulega listanum.

Höfundur þessa svars veit ekki til hvaða hættulega lista fyrirspyrjandi er að vísa til en við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum stórvaxna hákarli nú á dögum þar sem tegundin dó út fyrir um 3,6 milljón árum.

Otodus megalodon, sem á íslensku mætti kannski kalla stórtanna, er aðeins þekktur á tönnum sem hafa fundist í jarðlögum. Þessar tennur eru geysistórar og þær gefa til kynna að líklega hafi megalodon verið risi að stærð. Hversu stór hann var munum við þó sennilega aldrei vita fyrir víst en vísindamenn hafa áætlað líkamsstærðina út frá tönnunum og miðað við hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias) sem er skyld tegund. Líklega hafa stærstu megalodon getað orðið allt að 18 metrar á lengd en algengast að hákarlar þessarar tegundar hafi verið nokkuð minni eða rúmir tíu metrar. Til samanburðar má geta þess að stærstu hvíthákarlar mælast rúmlega 6 metrar langir.

Tönn úr megalodon ásamt tveimur tönnum úr hvíthákarli til samanburðar.

Tennur megalodon voru afar sterkar, aðlagaðar að því að grípa í bráð og höfðu eflaust styrk til að mylja bein. Helsta bráð þeirra var sennilega selir, sækýr, sæskjaldbökur en ekki síst smærri hvalir eins og höfrungar og hnísur. Jafnvel hafa stærri tegundir komið við sögu eins og sléttbakar og mögulega búrhvalir. Engar sannanir eru þó fyrir slíku en á fornum hvalbeinum, til dæmis úr búrhvölum, hafa fundist æði merkileg tannaför sem langlíklegast eru eftir þessa miklu skepnu.

Ekki er vitað hvers vegna megalodon hvarf af sjónarsviðinu en það getur tengst kólnun sjávar við upphaf ísaldar fyrir rúmum þremur milljónum ára. Þá urðu breytingar á uppeldissvæðum þessara hákarla samfara breytingum á sjávarhita og sjávarstöðu og breytingar á útbreiðslu stærri hægsyndari stórhvala sem sennilega voru helsta bráð þeirra í kaldari sjó.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.9.2020

Spyrjandi

Hilmir Örn Snorrason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er megalodon ekki hættulegur?“ Vísindavefurinn, 15. september 2020. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78970.

Jón Már Halldórsson. (2020, 15. september). Er megalodon ekki hættulegur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78970

Jón Már Halldórsson. „Er megalodon ekki hættulegur?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2020. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78970>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er megalodon ekki hættulegur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er megalodon ekki hættulegur? Útaf því hann er ekki á hættulega listanum.

Höfundur þessa svars veit ekki til hvaða hættulega lista fyrirspyrjandi er að vísa til en við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum stórvaxna hákarli nú á dögum þar sem tegundin dó út fyrir um 3,6 milljón árum.

Otodus megalodon, sem á íslensku mætti kannski kalla stórtanna, er aðeins þekktur á tönnum sem hafa fundist í jarðlögum. Þessar tennur eru geysistórar og þær gefa til kynna að líklega hafi megalodon verið risi að stærð. Hversu stór hann var munum við þó sennilega aldrei vita fyrir víst en vísindamenn hafa áætlað líkamsstærðina út frá tönnunum og miðað við hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias) sem er skyld tegund. Líklega hafa stærstu megalodon getað orðið allt að 18 metrar á lengd en algengast að hákarlar þessarar tegundar hafi verið nokkuð minni eða rúmir tíu metrar. Til samanburðar má geta þess að stærstu hvíthákarlar mælast rúmlega 6 metrar langir.

Tönn úr megalodon ásamt tveimur tönnum úr hvíthákarli til samanburðar.

Tennur megalodon voru afar sterkar, aðlagaðar að því að grípa í bráð og höfðu eflaust styrk til að mylja bein. Helsta bráð þeirra var sennilega selir, sækýr, sæskjaldbökur en ekki síst smærri hvalir eins og höfrungar og hnísur. Jafnvel hafa stærri tegundir komið við sögu eins og sléttbakar og mögulega búrhvalir. Engar sannanir eru þó fyrir slíku en á fornum hvalbeinum, til dæmis úr búrhvölum, hafa fundist æði merkileg tannaför sem langlíklegast eru eftir þessa miklu skepnu.

Ekki er vitað hvers vegna megalodon hvarf af sjónarsviðinu en það getur tengst kólnun sjávar við upphaf ísaldar fyrir rúmum þremur milljónum ára. Þá urðu breytingar á uppeldissvæðum þessara hákarla samfara breytingum á sjávarhita og sjávarstöðu og breytingar á útbreiðslu stærri hægsyndari stórhvala sem sennilega voru helsta bráð þeirra í kaldari sjó.

Heimildir og mynd:

...